tdarr fyrir transcoding
Sent: Sun 26. Maí 2024 10:11
Sælir vaktarar.
Veit ekki hvað margir vita af tdarr en ég er nýlega búinn að kynnast þessu svo ég ákvað að deila reynslu minni af þessu.
Ég er með tæplega 19tb af myndefni sem eins og stærðin gefur til kynna tekur töluvert pláss hjá mér.
Síðan sagði mér einhver frá tdarr svo ég ákvað að henda upp docker í Unraid servernum hjá mér.
Kemst síðan að því að þetta er alveg fáránlega auðvelt í notkun og geggjað sniðugt kerfi.
Ég semsagt keyri dockerinn með tdarr servernum og svo til að dreyfa álaginu þá set ég upp nokkrar auka vélar þar sem ég keyri tdarr node og það eru bara nokkrar línur í config sem þarf að edita til að nodin viti hvar serverinn er, hvað er temp mappa og media mappan og svo er hægt að stilla hvað þú vilt setja marga process í gangi í hverju node og eins hvort nodin eigi að nota CPU eða GPU.
Ég var í tvær vikur að prófa mig áfram með SPU og GPU og skoða niðurstöðurnar áður en ég lét þetta fara beint í myndamöppunar mínar og komst að þessu.
Ég er 30 mín og upp í 3.5 klukkutíma að transcoda á CPU og mynd sem tekur upprunalega 2.6GB tekur circa 2 tíma á CPU og fer niður í 1.6GB í stærð.
Sama mynd tekur ekki nema um 12-15 mín á t.d. GTX 1070 korti en stærðin fer bara niður í 2GB og á síðunni hjá tdarr stendur eitthvað á þá leið að CPU vinnsla taki lengri tíma en skili betri gæðum og minni fælum. Ég kann ekki útskýringuna á bakvið það en er mikið búinn að gúggla þetta svo ég ákvað að fara CPU leiðina hjá mér því ég held að ég verði ekkert svo rosalega lengi að vinna þetta svo þetta ætti allt að klárast á innan við mánuði.
Ég setti síðan upp 6 vélar sem fóru bara út í garðskúr hjá mér svo ég veit ekkert af þeim þar og það fyndna er að þær eru allar að éta rosalega lítið rafmagn því þetta eru bara plain vélar með engu nema onboard skjákortum og ekkert í gangi í þeim nema bara þessu CPU vinnsla svo þær eru að éta um 75-90W hver af þeim svo ég græt það ekki.
Og annað líka sem ég tók eftir að ég er með allt frá exeon örgjöfum niður í aumustu gerð af celeron örgjöfum í þessu og á meðan ég læt hvert node bara transcoda eina mynd í einu þá eru þær allar mjög svipað lengi að þessu nema Unraid serverinn en hann getur leikandi tekið 2-3 myndir í einu á hvoru nodi en ég keyri tvö node á honum og læt hvort node um sig fá 8 kjarna en það er eina AMD vélin í þessari súpu hjá mér og það virðist vera auðveldara fyrir AMD CPU að gera þetta heldur en Intel kubb.
Þetta transcodar yfir í H265 svo gæðin eru þau sömu sem koma út eins og fóru í þetta en stærðin á öllum fælum er að minka um 40-50% sem er töluvert því ef ég kem þessu niður úr 19TB í kanski 11-12TB þá munar nú helling um það.
Set hérna nokkrar myndir sem sýna þetta og það sést líka hvað hver mynd er að minka mikið.
Datt í hug að einhverjir hérna gætu notað þetta.
Veit ekki hvað margir vita af tdarr en ég er nýlega búinn að kynnast þessu svo ég ákvað að deila reynslu minni af þessu.
Ég er með tæplega 19tb af myndefni sem eins og stærðin gefur til kynna tekur töluvert pláss hjá mér.
Síðan sagði mér einhver frá tdarr svo ég ákvað að henda upp docker í Unraid servernum hjá mér.
Kemst síðan að því að þetta er alveg fáránlega auðvelt í notkun og geggjað sniðugt kerfi.
Ég semsagt keyri dockerinn með tdarr servernum og svo til að dreyfa álaginu þá set ég upp nokkrar auka vélar þar sem ég keyri tdarr node og það eru bara nokkrar línur í config sem þarf að edita til að nodin viti hvar serverinn er, hvað er temp mappa og media mappan og svo er hægt að stilla hvað þú vilt setja marga process í gangi í hverju node og eins hvort nodin eigi að nota CPU eða GPU.
Ég var í tvær vikur að prófa mig áfram með SPU og GPU og skoða niðurstöðurnar áður en ég lét þetta fara beint í myndamöppunar mínar og komst að þessu.
Ég er 30 mín og upp í 3.5 klukkutíma að transcoda á CPU og mynd sem tekur upprunalega 2.6GB tekur circa 2 tíma á CPU og fer niður í 1.6GB í stærð.
Sama mynd tekur ekki nema um 12-15 mín á t.d. GTX 1070 korti en stærðin fer bara niður í 2GB og á síðunni hjá tdarr stendur eitthvað á þá leið að CPU vinnsla taki lengri tíma en skili betri gæðum og minni fælum. Ég kann ekki útskýringuna á bakvið það en er mikið búinn að gúggla þetta svo ég ákvað að fara CPU leiðina hjá mér því ég held að ég verði ekkert svo rosalega lengi að vinna þetta svo þetta ætti allt að klárast á innan við mánuði.
Ég setti síðan upp 6 vélar sem fóru bara út í garðskúr hjá mér svo ég veit ekkert af þeim þar og það fyndna er að þær eru allar að éta rosalega lítið rafmagn því þetta eru bara plain vélar með engu nema onboard skjákortum og ekkert í gangi í þeim nema bara þessu CPU vinnsla svo þær eru að éta um 75-90W hver af þeim svo ég græt það ekki.
Og annað líka sem ég tók eftir að ég er með allt frá exeon örgjöfum niður í aumustu gerð af celeron örgjöfum í þessu og á meðan ég læt hvert node bara transcoda eina mynd í einu þá eru þær allar mjög svipað lengi að þessu nema Unraid serverinn en hann getur leikandi tekið 2-3 myndir í einu á hvoru nodi en ég keyri tvö node á honum og læt hvort node um sig fá 8 kjarna en það er eina AMD vélin í þessari súpu hjá mér og það virðist vera auðveldara fyrir AMD CPU að gera þetta heldur en Intel kubb.
Þetta transcodar yfir í H265 svo gæðin eru þau sömu sem koma út eins og fóru í þetta en stærðin á öllum fælum er að minka um 40-50% sem er töluvert því ef ég kem þessu niður úr 19TB í kanski 11-12TB þá munar nú helling um það.
Set hérna nokkrar myndir sem sýna þetta og það sést líka hvað hver mynd er að minka mikið.
Datt í hug að einhverjir hérna gætu notað þetta.