Síða 1 af 1

Áhugavert vandamál með net

Sent: Þri 14. Maí 2024 22:21
af blitz
Pabbi er með áhugavert vandamál sem mér datt í hug að skjóta hingað.

Fyrir um 2 vikum var farið að bera á lélegum myndgæðum í sjónvarpsútsendingum (RÚV / Stöð 2 í gegnum Apple TV) en útsendingar höfðu verið lélegar í langan tíma, píxla truflun í mynd og útsending að frjósa. Skipt um router (leiga hjá vodafone) keyptur ASUS router. MAC address á router skráð hjá Vodafone en sama sagan. Virtist ekki virka almennilega og niðurhal í kringum 3 Mbps en upphal um 300 Mbps. Samtöl við Vodafone skilað takmarkað - prófað að fá annan router frá Vodafone. Ekkert breyttist. Gamli segir að Vodafone hafi náði að gera eitthvað sín megin þannig að samband komst á - niðurhali í um 500 Mbps og upphal svipað. Þetta dugði í um 2 daga.

Tæknimaður hja Ljósleiðara fenginn til að skoða ljósleiðarann og allt í lagi. Tengdi símann sinn við wifi-ið og fékk hraða um 900 Mbps í gegnum Speedtest appið. Prófaði á tölvu og spjaldtölvu en fékk hraða undir 3 Mbps. Prófaði símann hans gamla og fékk hraðann 900 Mbps. Gamli notaði app (Speedtest) til að mæla og prófaði browserinn í símanum og fékk hraðann um 3 Mbps. Niðurstaðan er sú að hægt er að horfa á Youtube og Netflix en Stöð2, RUV óvirk svo og tölvan og spjaldtölvunar.

Búið að prófa:
    Nýr router
    Uppfæra router
    Endurræsa allt
    Skipta um ljósleiðarabox
    Setja DNS 8.8.8.8/8.8.4.4
    Skipta um flestar snúrur (ljósbox og router)

Staðan er sú núna að netið virkar á ákveðnum apps á Apple TV (snúrutengt við router) en ekki öðrum (t.d. ekki Stöð 2). Netið á tilteknum apps á síma virka (t.d. Speedtest) en ekki önnur (t.d. Browser). Breytir engu þótt slökkt sé á mobile data (ef það skyldi vera að taka yfir ef lélegt netsamband).

Dettur einhverjum eitthvað í hug?

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Þri 14. Maí 2024 23:20
af appel
Getur prófað önnur íslensk öpp á Apple tv með live tv, nova, símanum ... til þess að sjá hvort sama vandamál sé þar... ef ekki þá gæti verið bundið við þjónustuna hjá vodafone.
Netflix, Youtube eru bara öðruvísi þjónustur og ekki hægt að bera saman.

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Þri 14. Maí 2024 23:31
af Diddmaster
Ég get ekki sagt með vissu hvað þetta er en mér fynst þetta vera snúru vesen semsagt snúran úr ljósleðara boxinu í router.

Hef verið með tvær snúrur sem bara biluðu uppúr þurru

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Þri 14. Maí 2024 23:35
af oliuntitled
Ég hef lent ítrekað í því vandamáli að network á appletv fer niður í ekki neitt þegar það er update pending fyrir tvOS, worth a shot að double tékka hvort það sé update í boði.

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mið 15. Maí 2024 07:56
af blitz
Það sem er semsagt áhugavert við þetta vandamál er að netið virkar í raun ekki á neinum tækjum nema þá í gegnum ákveðin öpp á snjallsímum sem og tilteknum öppum á Apple TV.

Ef ég fer á Speedtest.net á símanum í gegnum Chrome virkar netið ekki. Ef ég fer í gegnum Speedtet appið fæst fullur hraði.

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mið 15. Maí 2024 09:31
af Strákurinn
Spurning hvort öppin séu að tengjast á IPv6 en browser IPv4?

Taktu tölvu sem þú veist að virkar vel á öðru neti (t.d. þín fartölva sem virkar vel á þínu neti)

Framkvæmir eftirfarandi prufanir á bæði þráðlausu og víruðu:

ping 8.8.8.8
tracert 8.8.8.8
ping mbl.is
tracert mbl.is
speedtest.net test (passa að hafa sama server á wifi / víruðu testunum)


Taktu síðan saman hvernig þetta lýtur út, er eitthva öðruvísi útfrá wifi/víruðu niðurstöðunum?

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mið 15. Maí 2024 10:41
af Mossi__
Þarf ekki bara að knúsa routerinn?

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mið 15. Maí 2024 12:11
af arnaros
Taktu netsnúruna sem er tengd við apple tv úr sambandi.. og notaðu frekar wifi. Ég fékk mun meiri hraða þannig það ætti að leysa þetta vandamál. Ég gúgglaði þetta í drasl og apple er víst með snúruna kappaða í hraða, því þeir vilja að þetta sé wifi tengt.

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mið 15. Maí 2024 14:25
af kjartanbj
arnaros skrifaði:Taktu netsnúruna sem er tengd við apple tv úr sambandi.. og notaðu frekar wifi. Ég fékk mun meiri hraða þannig það ætti að leysa þetta vandamál. Ég gúgglaði þetta í drasl og apple er víst með snúruna kappaða í hraða, því þeir vilja að þetta sé wifi tengt.


Er með nýjasta AppleTV snúrutengt og var að gera speedtest og ég fæ fullan hraða á snúrunni, 920/920 Mbps, kannski eldri appletv hafi bara verið með 100mbit net max á snúrunni og það sé einhver miskilningur útfrá því

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mið 15. Maí 2024 15:25
af rapport
Er router beintengdur í boxið og hvaða hraði fæst með því að snúrutengja í router?

Er verið að prófa wifi á fullu sambandi?

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mið 15. Maí 2024 15:40
af russi
Þetta hljómar voða mikið eins og routing vandamál. Ekki að það sé hjá þér, heldur hjá þínum ISP gagnvart þessum þjónustum sem þú ert að sækja.
Verður að prófa traceroute á þessa staði til að fá það staðfest.

Annað, ertu með einhverja DNSproxy eða VPN á þessu? Ættir að prófa þá að setja DNS á 1.1.1.1 og/eða 8.8.8.8 á þau tæki sem þetta vandamál er með og sjá hvað gerist

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Fim 16. Maí 2024 09:35
af Jón Ragnar
oliuntitled skrifaði:Ég hef lent ítrekað í því vandamáli að network á appletv fer niður í ekki neitt þegar það er update pending fyrir tvOS, worth a shot að double tékka hvort það sé update í boði.



Þetta hérna!

Uppfæra allt í topp og sjá hvort það sé ekki betra

Re: Áhugavert vandamál með net

Sent: Mán 20. Maí 2024 01:50
af jonfr1900
Ég er einnig að sjá svona vesen og ég er hjá Síminn með internet yfir 4G. Þetta vandamál er búið að vera lengi til staðar hjá mér. Það er greinilega eitthvað að internet innviðum á Íslandi eða þeir eru einfaldlega orðnir of litlir fyrir alla umferðina sem er núna í gangi á Íslandi.

Þetta gerist hjá mér í Firefox á Windows 11 Pro, en einnig í sjónvarpinu þegar ég var með Sjónvarp Símans appið í sjónvarpinu. Þannig að þetta er víðtækt vandamál.

Veit ekki hvað gæti verið að valda þessu. Ég finn ekki neitt vandamál hjá mér og mínu staðarneti.