Facebook gallar og villur + hægagangur
Sent: Sun 12. Maí 2024 16:29
Það varð mjög mikið hægara í því að hlaða efni fyrir nokkrum árum eftir stóra uppfærslu á UI o.fl., þó það hafi komið margir kostir með þeirri uppfærslu. Mér fannst það svoldið skref afturábak af því það var mikið hraðara. En núna nýlega finnst mér það hafa versnað enn meira, bara fáar síður á netinu sem taka svona langan tíma að hlaða venjulegu efni inn á milli. Einhver að lenda í því sama?
Þessi sniðuga viðbót hjá þeim, að fá one-time code parturinn, virkar í svona eitt af hverju 10 skiptum (n.b. þetta er ekki í gegnum SMS). Kannski af því ég er með battery-saver á í símanum, en af hverju virkar þetta stundum þá?