Öryggi - Þráðlaust net


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Öryggi - Þráðlaust net

Pósturaf machinehead » Lau 14. Jan 2006 14:24

Hvernig er best að verja sig gegn því að aðrir geti notað þráðláusa netið mitt?




Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Reputation: 0
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggi - Þráðlaust net

Pósturaf Rusty » Lau 14. Jan 2006 17:31

machinehead skrifaði:Hvernig er best að verja sig gegn því að aðrir geti notað þráðláusa netið mitt?

Setja lykilorð inná routerinn þinn, annað en admin admin. Vera viss um að notendur þurfi WEP lykilinn, og ef mögulegt, að gefa aðeins ákveðin tíma sem notendur geti skráð sig. Þ.e.a.s. ef þú ætlar þér að leyfa annarri tölvu að tengjast, þá þarftu að fara inná routerinn og smella á einhvern "Register" hnapp eða eitthvað álíka.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 14. Jan 2006 19:46

Kallast mac addressu filter.



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Tengdur

Pósturaf Bassi6 » Lau 14. Jan 2006 20:10

Fer eftir hvað routerinn býður uppá, en ef hann býður uppá wpa key og mac address filter, þá skaltu nota það átt að geta látið hann endurnýja wpa key á X sekúndna fresti og leyfa bara ákveðnar mac addressur



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Sun 15. Jan 2006 17:44

Og slökkva á DHCP fyrir þráðlausa netið og stilla iptölurnar á netinu í 192.168.YYY.XXX þar sem YYY er eitthvað annað en 1.



Skjámynd

Genezis
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Mið 24. Sep 2003 20:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Genezis » Fim 09. Feb 2006 23:28

Eitt enn sem gæti verið sniðugt er að fela ESSID ef routerinn býður upp á það. Þá þarf viðkomandi sem er að reyna að komast inn á að slá það handvirkt inn í stað þess að það poppi upp í "Available Wireless Networks" (hafa þá ESSID svolítið unique en ekki bara Speedtouch*modelnúmer* eða eitthvað). Sumsé:

1. Setja 128-bit WEP/WPA lykil
2. Fela ESSID
3. Taka DHCP af og nota fasta IP tölu
4. MAC address filter




Skoop
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 16:13
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Skoop » Lau 11. Feb 2006 13:32

eina sem ég mæli með fyrir heimili er WPA encryption.

flest annað er bara meira vesen en það sem það gerir, veitir í flestum tilfellum falska öryggistilfinningu.

Radíus server og vpn er of mikið fyrir heimilisnotendur en það væri svo næsta skrefið ef þú ert úber paranóid

Lestu þetta
http://www.dslreports.com/faq/wifisecurity


Quad Q6600, Gigabyte X38-DQ6 ,GeForce 8800 GTX , 4 GB ram , 2x150 GB raptor (raided), dell 2407WFP , antec p182, thermaltake 700w psu