Sælir.
Skrítið alltaf hérna inni þar sem að við erum flestir "tækninjérðir" að það sé svona mikið um "mér finnst" og "held þetta og hitt"...
Stutt googl gefur manni allt sem að maður þarf..
Míla er með GPON og XGSPON en Ljósleiðarinn með point to point..
PON gengur útá að deila einum leiðara á nokkra notendur (GPON 1.25Gbps upp 2.5Gbps niður og XGSPON 10Gbps upp 10Gbps niður).
https://community.fs.com/article/gpon-v ... twork.htmlÍ raun bara svokallað overbooking sem öll kerfi nota, spurning hvar í kerfinu það er overbookað, í fíbernum eða á uplink portinu.
Hvað hraða varðar að þá hef ég lent í veseni hjá Mílu og hjá Ljósleiðaranum, Míla leysti vandamálið hjá sér sem var á GPON tengingu og fékk ég þá fullan hraða, en er með 10Gbps hjá Ljósleiðaranum núna en fæ ekki fullan hraða þar sem að búnaðurinn hjá þeim er bara með 10Gbps tengingu við umheiminn sem deilist á heilt sveitafélag og fæ ég því aldrei fullan hraða fyr en þeir uppfæra hjá sér...
En fæ samt alveg milli 8 og 9 Gbps nema á álagstímum þegar að ég hef verið að detta niður í 6Gbps...
Mér sýnist að PON kerfi séu framtíðin sama hvort mönnum líkar betur eða verr, mikið ódýrara og auðveldara kerfi sem dæmi að þá eru nýja ofurhraða 25Gíg netið hjá Google XGSPON...