Síða 1 af 1

LAN í Wifi

Sent: Mið 20. Mar 2024 14:31
af ColdIce
Daginn. Er með búnað sem er með LAN tengi og það er hægt að sækja gögn frá því gegnum það. Það þyrfti að draga laaaanga vegalengd að því svo ég er að pæla hvort ég geti ekki notað lan to wifi adapter?

Einhver meðmæli?

Re: LAN í Wifi

Sent: Mið 20. Mar 2024 14:49
af Maniax
Hversu laaaanga vegalengd ertu að tala um?

Ef þetta er bara innandyra og innan WiFi range þá er það liklegast eitthvað svona tæki
https://tolvutek.is/Net--og-oryggislaus ... 877.action

"Ethernet port allows the Extender to function as a wireless adapter to connect wired devices"

Re: LAN í Wifi

Sent: Mið 20. Mar 2024 15:12
af Vaktari
Ef það er hægt að draga myndi ég nú bara græja það frekar.

Re: LAN í Wifi

Sent: Mið 20. Mar 2024 16:02
af jonfr1900
Ef þú ert með WLAN AP, þá ættir þú að geta sett það á client og tengt við viðkomandi tæki með netsnúru. Þá sér WLAN AP um að þýða þarna á milli. Ég hef notað þannig aðferð og það virkar án vandamála.

Re: LAN í Wifi

Sent: Mið 20. Mar 2024 16:50
af TheAdder
Maniax skrifaði:Hversu laaaanga vegalengd ertu að tala um?

Ef þetta er bara innandyra og innan WiFi range þá er það liklegast eitthvað svona tæki
https://tolvutek.is/Net--og-oryggislaus ... 877.action

"Ethernet port allows the Extender to function as a wireless adapter to connect wired devices"

Ég setti fyrir nokkru upp svona extender, sem AP, tengdan með ethernet kapli milli hæða. Hann fór hrynja og senda út sem DHCP server og hálfdrepa netið á staðnum innan við ári eftir að hann fór upp.
Get ekki mælt með, get ekki staðfest að það hafi verið nákvæmlega þessi týpa, en leit svona út.

Re: LAN í Wifi

Sent: Fim 21. Mar 2024 03:06
af Sinnumtveir
Maniax skrifaði:Hversu laaaanga vegalengd ertu að tala um?

Ef þetta er bara innandyra og innan WiFi range þá er það liklegast eitthvað svona tæki
https://tolvutek.is/Net--og-oryggislaus ... 877.action

"Ethernet port allows the Extender to function as a wireless adapter to connect wired devices"


Þessi græja virkar alveg þannig séð (ég á nokkrar) en hún er með "Fast Ethernet" (100Mps port), AC-750 er lygi ef þú tengir með vír. Margir framleiðendur bjóða upp á sambærilegar græjur með 1Gps porti. Fyrir vafranot og sjónvarp er "Fast Ethernet" nóg, en ... mér finnst þetta drulluslappt hjá Hr. Tp-link.