Síða 1 af 1

Óreglulegar nettruflanir vodafone/ljósleiðarinn

Sent: Mán 11. Mar 2024 20:23
af zuzzol
Daginn, ég hef verið í töluverðum vandræðum með net heima hjá mér upp á síðkastið. Þetta er ekki alltaf en kemur fyrir á öðru hvoru að sumar netsíður loada mjög hægt meðan aðrar virka fínt

Þær síður sem ég hef tekið eftir að er impactað af þessu er t.d. Vísir.is, Stöð 2 appið á apple tv, Rúv appið á apple tv. Tölvuleikurinn apex
Síður sem hafa ekki lent í þessu eru t.d. Google, youtube, ruv.is, mbl.is, vaktin.

Þetta gerist ekki á ákveðnum tímum en síðustu 2 skipti sem þetta gerðist var fimmtudaginn 07/03/24 milli 17:00 og 20:00, og núna í dag 11/3/24 frá 1830 (var við tölvuna frá því í morgun og ekkert var við þetta fyrr en þá)

Við erum með ljósleiðara frá Vodafone í gegnum ljósleiðarann og eina sem þeir stinga upp á er að við leigjum router frá þeim. Þetta hefur verið að gerast svona 2-8 sinnum í mánuði síðan um kannski október. Síðurnar sem um ræðir virka fullkomlega eðlilega á 5g í símum á sama tíma og þetta virkar ekki á heimanetinu. Er einhver sem hefur einhverja hugmynd um hvað gæti valdið þessu?

Fyrirfram þakkir.

Re: Óreglulegar nettruflanir vodafone/ljósleiðarinn

Sent: Mán 11. Mar 2024 20:26
af Langeygður

Re: Óreglulegar nettruflanir vodafone/ljósleiðarinn

Sent: Mán 11. Mar 2024 20:39
af zuzzol
Langeygður skrifaði:https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=15&t=96037


Já sá þennan þráð áður en ég setti inn, las hann greinilega ekki nægilega vel. Þetta virðist sama vandamál.

Re: Óreglulegar nettruflanir vodafone/ljósleiðarinn

Sent: Þri 12. Mar 2024 19:32
af EinnNetturGaur
búinn að skipta um netbeini eða setja tenginguna í vöktun? mæli með að skipta um netbeini fyrst hann er leigubeinir frá voda sem eru ekki það góðir í þokkabót ef það virkar ekki heyra í ljósleiðaranum og setja tenginguna í vöktun.