Hvaða router er verið að fá sér í dag?
Sent: Sun 03. Mar 2024 22:31
af agnarkb
Vantar nýjan router. Minn gamli góði Netgear bara steindrapst í síðustu viku og hef ég verið tilneyddur til að nota Vodafone draslið sem mig langar að skila sem fyrst. En nú vandast valið, hvað er fólk að fá sér nú til dags? Þarf alls ekki eitthvað pro-grade dæmi, bara góðan öflugan router fyrir tvær hæðir (reyndar 3 með risi) og ekki rándýran.
Einhver sérstakur sem mælt er með?
Re: Hvaða router er verið að fá sér í dag?
Sent: Mán 04. Mar 2024 07:07
af Kongurinn
https://www.amazon.com/gp/product/B0CDF ... X0DER&th=1Ég er sáttur með þennan 1stk útaf lítil íbuð, þú gætir tekið 3 pack fyrir hverja hæð, 2x2.5Gig port á þessu
Re: Hvaða router er verið að fá sér í dag?
Sent: Mán 04. Mar 2024 07:36
af Hlynzi
https://www.asus.com/networking-iot-ser ... /rt-ax56u/Ég fór í þennan, er á 25 þús hjá Computer.is , er reyndar með allt á einni hæð. Annars er að íhuga routera eða Mesh kerfi.
Virkar mjög vel í bæði 70 fm og síðan 110 fm. (á einni hæð)