Spái því að eftir 15 ár eða svo þá furða krakkar á sig að fólk hafi þurft að "leita", finna vefsíður, lesa sig til um, í stað þess að fá bara svarið strax með gervigreind.
Þetta er einsog þegar reiknivélin (pocket calculator) kom fyrst fram á sjónarsviðið, þá voru skólar ekkert á því að leyfa hana, vildu ekki að krakkar væru að nota hana sem væru enn að læra reikning:
- Screenshot 2024-05-22 215511.png (442.18 KiB) Skoðað 3267 sinnum
Engum datt í hug að kannski gætu reiknivélar hjálpað við að læra reikning. En svigrúm menntastofnana til að meðtaka breytingar á tækniþróun hefur ávallt verið mjög þröngt.
Í dag ætti að vera kenna grunnskólabörnum á þessa gervigreind, þjálfa þau upp í að nota hana.
En hinsvegar velti ég einu fyrir mér og það er... gervigreind er "feeduð" upplýsingum sem mannfólk hefur skrifað og birt á internetinu. Nú ef fólk fær svörin strax í "leit" þá fer fólk ekki á neinar vefsíður, og þá skrifar enginn neitt á þær vefsíður, þannig að engu nýju verður "feedað" inn í gervigreindargagnagrunnana. Internetið verður bara gervigreindin, og "vefsíður" hverfa?
Svo er spurning hvort myndist einskonar "echo-chamber" þegar gervigreind er feeduð af gögnum af annarri gervigreind, og svo framvegis. Þannig mun gervigreind fá gögn af annarri gervigreind og allskonar skekkjur myndast, kannski hægt að líkja við hvísl-leikinn, þar sem þú hvíslar orði til einhvers, og hann hvíslar orði til næsta manns, o.s.frv. þar til orðið hefur farið í gegnum kannski 10 manns, en það kemur rangt orð út.