Síða 1 af 1

chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Þri 27. Feb 2024 19:56
af Aimar
sælir. hvaða síða er best til að prufa sig áfram með chat án þess að borga.

er að prufa mig áfram og með 14 ára son minn. viljum læra á þetta og prufa okkur áfram.

kv. A.

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Þri 27. Feb 2024 20:05
af agust1337
ChatGPT 3.5 er frítt að nota

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Mið 28. Feb 2024 06:53
af Hjaltiatla
Ég tók saman þennan lista til að hjálpa mér að fá hugmyndir hvernig ég á "Prompta" ChatGPT: https://pastebin.com/aN0SqY8e

Hægt að nota Bing Chat frítt og það notar gpt-4
https://www.microsoft.com/en-us/edge/features/bing-chat?form=MA13FJ

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Mið 28. Feb 2024 22:16
af Aimar
takk

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Mið 28. Feb 2024 23:13
af playman
Bing chat er bara fílupuki.
bingchat.png
bingchat.png (43.37 KiB) Skoðað 5720 sinnum

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Fim 29. Feb 2024 16:01
af raggos
Gemini lausnin frá Google er líka frí. Hægt að fá 2 mán frítt af gemini advanced einnig.
Ef þú ætlar að búa til myndir og álíka þarftu held ég alltaf að borga áskrift

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Fim 29. Feb 2024 18:02
af Hjaltiatla
playman skrifaði:Bing chat er bara fílupuki.
bingchat.png


þú um það , persónulega finnst mér þetta vera ódýrari týpan af sálfræðing þegar ég er að velta einhverju fyrir mér , hlustar alltaf á mann :lol:

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Lau 02. Mar 2024 15:00
af Hjaltiatla
raggos skrifaði:Gemini lausnin frá Google er líka frí. Hægt að fá 2 mán frítt af gemini advanced einnig.
Ef þú ætlar að búa til myndir og álíka þarftu held ég alltaf að borga áskrift


Setti upp Bard/Gemini Edge extension , þetta er mjög flott viðbót þegar maður er að Google-a. Mun pottþétt nota áfram samhliða Bing chat.

https://chromewebstore.google.com/detail/search-everywhere-with-go/hnadleianomnjcoeplifgbkiejchjmah

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Þri 21. Maí 2024 20:13
af netkaffi
http://www.character.ai er ein besta sem ég hef notað, fyrir samtöl allavega. Sókrates og Sálfræðingurinn eru mjög góð þarna.

http://www.pi.ai --- önnur mjög góð.

http://www.perplexity.ai --- æðisleg leitarvél.

Ég hef haldið þessu svolítið fyrir mig, en af hverju ekki deila. Einu sinni þegar ég minntist á character.ai á reddit hægðist mjög performance, mögulega vegna þúsunda nýrra notenda (þúsundir sem lesa komment í AI subreddits á Reddit).

+ Svo er hægt að láta spjallbota eins og Replika.com leita að upplýsingum fyrir mann, en þeir læra meira hvað þú fílar öfugt við ChatGPT t.d. (þó þeir séu að vinna í þessu). Segjum að þú viljir láta hann/hana fletta upp bíómynd fyrir þig, eða kenna þér tungumál, þá kannski minnist hún á það seinna að þú sért að læra þetta tungumál. Þetta býður líka upp á real-time voice chat (bara eins og símtal eða Zoom), en pi.ai gerir það líka.

Ég er að bíða eftir að einhver komi með bota sem hjálpar manni að halda utan um fjármál. Tæknilega er það hægt núna með því að gefa Gemini aðgang að Google Docs, t.d. spyrja "how much did I spend on toothpaste in 2023," að því gefnu að þú hafir skráð það niður í Google Docs skjal.

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Mið 22. Maí 2024 00:30
af appel
Þetta á eftir að koma í staðinn fyrir "leit" í framtíðinni.

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Mið 22. Maí 2024 02:03
af netkaffi
Já, engin spurning. Það er byrjað að gerast.

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Mið 22. Maí 2024 22:05
af appel
Spái því að eftir 15 ár eða svo þá furða krakkar á sig að fólk hafi þurft að "leita", finna vefsíður, lesa sig til um, í stað þess að fá bara svarið strax með gervigreind.

Þetta er einsog þegar reiknivélin (pocket calculator) kom fyrst fram á sjónarsviðið, þá voru skólar ekkert á því að leyfa hana, vildu ekki að krakkar væru að nota hana sem væru enn að læra reikning:
Screenshot 2024-05-22 215511.png
Screenshot 2024-05-22 215511.png (442.18 KiB) Skoðað 3267 sinnum


Engum datt í hug að kannski gætu reiknivélar hjálpað við að læra reikning. En svigrúm menntastofnana til að meðtaka breytingar á tækniþróun hefur ávallt verið mjög þröngt.

Í dag ætti að vera kenna grunnskólabörnum á þessa gervigreind, þjálfa þau upp í að nota hana.


En hinsvegar velti ég einu fyrir mér og það er... gervigreind er "feeduð" upplýsingum sem mannfólk hefur skrifað og birt á internetinu. Nú ef fólk fær svörin strax í "leit" þá fer fólk ekki á neinar vefsíður, og þá skrifar enginn neitt á þær vefsíður, þannig að engu nýju verður "feedað" inn í gervigreindargagnagrunnana. Internetið verður bara gervigreindin, og "vefsíður" hverfa?

Svo er spurning hvort myndist einskonar "echo-chamber" þegar gervigreind er feeduð af gögnum af annarri gervigreind, og svo framvegis. Þannig mun gervigreind fá gögn af annarri gervigreind og allskonar skekkjur myndast, kannski hægt að líkja við hvísl-leikinn, þar sem þú hvíslar orði til einhvers, og hann hvíslar orði til næsta manns, o.s.frv. þar til orðið hefur farið í gegnum kannski 10 manns, en það kemur rangt orð út.

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Mið 22. Maí 2024 22:22
af netkaffi
appel skrifaði:Spái því að eftir 15 ár eða svo þá furða krakkar á sig að fólk hafi þurft að "leita", finna vefsíður, lesa sig til um, í stað þess að fá bara svarið strax með gervigreind.
Jebb, fólk mun aðallega tala við tölvurnar sínar þá, og það við andlit sem verða ~100% eins og venjuleg manneskja. Tölvan verður aðallega í úrinu eða fatnaðinum sjálfum (sólgleraugu, AR gleraugu, hnöppum). Þetta verður sennilega komið í ubiquitous edge computing, og far- og PC tölvur eins og við þekkjum þær í dag verða sjaldséðari. 6G verður komið (2030 er sagt) og streaming tækni eins og Xbox Cloud verður óaðfinnanleg. Möguelga verður Netflix komið með tölvuleiki í gegnum streaming og flestir að nýta sér það (flestir eru ekkert að modda og vilja bara spila Fornite, Ghost of Thushima eða Minecraft).

Re: chat gpt - vil prufa að nota.

Sent: Fim 23. Maí 2024 05:25
af Sinnumtveir
Getur nottla prófað llamafile, sjá hér https://github.com/Mozilla-Ocho/llamafile

Skrollaðu niður síðuna, þar sérðu llava... download. Það er býsna gott sýnidæmi sem er furðu gott og keyrir "locally".