Tölvan restartast endalaust...
Sent: Mán 09. Jan 2006 02:02
af hundur
Sælir og sælar. Upp úr þurru fór tölvan mín að taka upp á því að restarta sér í sífellu um leið og ég kveiki á henni(kemst aldrei inn í Windowsið). Ég semsagt kveiki á tölvunni og hún restartar sér eftir nokkrar sekúndur. Ég hef prófað að fara í Advanced startup options en það virkaði ekkert af því. Hef engu breytt í tölvunni svo ég botna ekkert i því hvað þetta gæti verið, vitið þið það?
Með von um góð svör...
Kveðja, Hundur
p.s. Er með Windows XP og AN50R móðurborð og AMD örgjörva(3200 mhz minnir mig, man ekki hvaða tegund)
Sent: Mán 09. Jan 2006 07:43
af @Arinn@
Vírusar ?
Sent: Mán 09. Jan 2006 08:50
af gnarr
Þetta þarf þá að vera "boot vírus", sem að er mjög ólíklegt. Ég veit ekki til þess að það hafi verið "boot vírus" í gangi á langann tíma.
Mér þykir líklegra að það sé ónýt mikilvæg skrá í windows, eða að það sé einhver vélbúnaðarbilun.
Prófaðu þetta hundur:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=9397
Sent: Mán 09. Jan 2006 13:09
af Snorrmund
gnarr skrifaði:Þetta þarf þá að vera "boot vírus", sem að er mjög ólíklegt. Ég veit ekki til þess að það hafi verið "boot vírus" í gangi á langann tíma.
Mér þykir líklegra að það sé ónýt mikilvæg skrá í windows, eða að það sé einhver vélbúnaðarbilun.
Prófaðu þetta hundur:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=9397
er að spá er þessi fídus bara á professional diskum eða? var með tölvu hjá mér í gær sem að restartaðai endalaust komst ekki inni save mode kom bara windows xp home is now loading i svona 2 sec svo flashaði bsod.. komst svo að því að þetta var driver fyrir vefmyndavel.. ég ætlaði bara setja annað windows inn C:\WINDOW2 og svo taka bckup og formatta.. byrjaði að setja hitt inn.. altíeinu restartaði tölvan sér og virkar enn :þ