Sýndartölvur og uppsetningar


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf jonfr1900 » Lau 13. Jan 2024 21:01

Ég hef aðeins prófað proxmox núna og sýnist að það sé ekki það sem ég er að leita að í því sem ég er að gera. Veit einhver hvort að Windows 11 Pro + Oracle VM VirtualBox er eitthvað sem væri raunhæft í þeirri uppsetningu sem ég er að spá. Það er, ein sýndartölva fyrir jarðskjálftamælinn og síðan FreeBSD tölva fyrir Minecraft og staðbundið staðarnet, það er dhcp, mrtg og fleira slíkt.

Ég er að spá í Windows 11 Pro upp á samhæfnina að gera og einfaldleika. Ég prófaði Windows 11 Pro virtual kerfið sem er innbyggt en það virkar ekki nógu vel, það reyndar keyrir undir Windows en nær ekki að gera alveg það sem ég vil.

Takk fyrir aðstoðina.



Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf Langeygður » Lau 13. Jan 2024 21:24

Hyper-V er möguleiki á Win11 Pro, það er ókepis og virkar bara ágætlega. Lenti alltaf í vandræðum með VmWare.
Síðast breytt af Langeygður á Lau 13. Jan 2024 21:25, breytt samtals 1 sinni.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf jonfr1900 » Lau 13. Jan 2024 21:28

Langeygður skrifaði:Hyper-V er möguleiki á Win11 Pro, það er ókepis og virkar bara ágætlega. Lenti alltaf í vandræðum með VmWare.


Ég lenti alltaf í vandræðum með þetta. Þar sem ég þarf að gefa sýndartölvunum beinan aðgang að staðarnetinu. Það er ekki alveg að virka rétt í Hyper-V hjá mér. Hin uppsetningin, þar sem þetta var á eigin staðarneti virkaði ágætlega.

Ég ætla að fara í það að setja upp Windows 11 Pro og síðan Oracle VM Virtualbox. Sýnist að það sé sú lausn sem hentar mér best en hugmyndir eru vel þegnar. Þar sem ég hef ekki unnið mikið VM vélar á síðustu árum, þar sem eldri tölvan hjá mér réði ekki við það.



Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf Langeygður » Sun 14. Jan 2024 00:35

Með sýndarvélar er best að vera með 2 netkort, annað fyrir stýrikerfið, og hitt fyrir sýndarvélarnar. Kemur venjulega best út þannig. Er að nota Hyper-V þannig, það er einnig reccomended með ProxMox. Hef sjálfur aldrey notað VM Virtualbox. Hef heyrt góða hluti varðandi XPC-NG en hef ekki prófað það sjálfur.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf jonfr1900 » Sun 14. Jan 2024 02:10

Oracle VirtualBox leyfir að nota eitt netkort án vandamála. Sýnist að það sé gert með einhverri tegund af VLAN taggi á sýndartölvunar sjálfar sem er alveg ágæt lausn.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf Hizzman » Sun 14. Jan 2024 23:58

ég er með proxmox sem ég hef nokkrar vélar uppsettar í (win11 + nokkrar linux), þær eru allar á sama neti (eitt netkort fyrir bæði host og virtual) allt brúað þannig að þær sækja allar dhcp frá isp router. virkar fínt!




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf jonfr1900 » Mán 15. Jan 2024 04:19

Hizzman skrifaði:ég er með proxmox sem ég hef nokkrar vélar uppsettar í (win11 + nokkrar linux), þær eru allar á sama neti (eitt netkort fyrir bæði host og virtual) allt brúað þannig að þær sækja allar dhcp frá isp router. virkar fínt!

Ég ákvað að gera þetta þannig að ég nota Windows 11 Pro og síðan Oracle VirtualBox í að keyra sýndar tölvunar. Þar sem proxmox hentaði ekki í þessa sýndaruppsetningu hjá mér, þar sem það byggir (eins uppsetningin kom hjá mér) á því að nota vafra eingöngu. Hitt er alveg nóg. Ég mun geta keyrt þær sýndartölvur sem ég þarf án vandamála á nýju tölvunni hjá mér.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf Hizzman » Mán 15. Jan 2024 20:38

jonfr1900 skrifaði:
Hizzman skrifaði:ég er með proxmox sem ég hef nokkrar vélar uppsettar í (win11 + nokkrar linux), þær eru allar á sama neti (eitt netkort fyrir bæði host og virtual) allt brúað þannig að þær sækja allar dhcp frá isp router. virkar fínt!

Ég ákvað að gera þetta þannig að ég nota Windows 11 Pro og síðan Oracle VirtualBox í að keyra sýndar tölvunar. Þar sem proxmox hentaði ekki í þessa sýndaruppsetningu hjá mér, þar sem það byggir (eins uppsetningin kom hjá mér) á því að nota vafra eingöngu. Hitt er alveg nóg. Ég mun geta keyrt þær sýndartölvur sem ég þarf án vandamála á nýju tölvunni hjá mér.



já, virtualbox er sennilega betra ef þú vilt hafa grafískt viðmót fyrir sýndarvélinna á hóstvélinni. ég hef proxmox á sér vél og nota svo rdp, ssh eða vafra til að stýra sýndarvélunnum (eða þjónustum í þeim) frá borðtölvu með windows. er að keyra td fileserver, pihole, jellyfin og win11

ég er reyndar einnig að keyra virtualbox windows guest á borðtölvunni, ég þarf stundum að endurræsa gestinn vegna þess að hann missir nettengingu




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf mainman » Þri 16. Jan 2024 11:55

Þér hefur ekkert dottið í hug að setja upp Unraid hjá þér?
By far það besta sem ég hef prófað og kostar lítið




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf jonfr1900 » Fös 19. Jan 2024 00:05

mainman skrifaði:Þér hefur ekkert dottið í hug að setja upp Unraid hjá þér?
By far það besta sem ég hef prófað og kostar lítið


Ég er ekki með svo stóra uppsetningu. Ég er að prófa Hyper-V í Windows 11 Pro. Þar sem það hefur verið smá vandamál með Oracle VM VirtualBox, sem kom mér á óvart. Reyndar er Hyper-V hraðvirkara en VirtualBox með grafík, sem kom mér á óvart. Þessi hluti af uppsetningunni hjá mér er ennþá í prófunum og þeim miðar áfram hjá mér hægt en örugglega.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sýndartölvur og uppsetningar

Pósturaf jonfr1900 » Lau 20. Jan 2024 04:20

Hyper-V virkaði ekki útaf undarlegum galla í Debian og Linux almennt varðandi netkorta rekla og ethernet viðmót sem voru að koma inn tvöfalt. Þannig að ég setti bara upp VirtualBox aftur og verð víst að nota það. Það þó virkar, þó svo að það sé aðeins óþægilegra.