Síða 1 af 1

Vinna með mikinn fjölda mynda

Sent: Fim 05. Jan 2006 19:32
af MezzUp
Jæja, ég er hérna með 1500 ljósmyndir á disk af u.þ.b. 600 manns sem að ég þarf að vinna aðeins með og vildi helst geta gert það með forriti sem getur unnið með svona myndir í einhverju magni, en ekki bara eina í einu. En ég þarf sem sagt að:

Snúa all flestum(eða bara öllum) um 90° til vinstri, gera þær svarthvítar, resize'a í eina fasta stærð og þjappa eitthvað.

Í annari möppunni þyrfti ég að skera brot úr nafni myndar, þannig að 132IMG.jpg og 456IMG.jpg yrðu að 123.jpg og 456.jpg.

Í hinni möppunni þarf ég að rename'a skrár eftir Excel skjali :?
Skrárnar heita semsagt: 4059.jpg, 4060.jpg, 4061.jpg, 4062.jpg og Excel skjalið er nokkurveginn svona:

Col1 - Col2
123 - 4059
456 - 4060
789 - 4062

Myndir 4060 og 4061 eru sem sagt báðar af notanda 456, og myndirnar þyrftu þá að heita eftir rename:
123.jpg, 456.jpg, 465(1).jpg, 789.jpg

Svo þyrfti ég forrit þar sem ég get þægilega skoðað thumbnails af öllum þessum myndum og smellt á þær sem ég vil nota.

Jæja, veit einhver um forrit sem gæti leyst eitthvað af þessum markmiðum mínum? :D

Sent: Fim 05. Jan 2006 19:55
af gnarr
notaðu bara photoshop batch í að snúa, gera þær svarthvítar, auto-levela, resize-a og save í einhvejru formati.

Svo er eitthvað rename forrit sem ég hreinlega get ekki munað hvað heitr.. minnir að ég hafi látið andra fannar haf aþað. við skulum vona ða hann muni það :)

Re: Vinna með mikinn fjölda mynda

Sent: Fim 05. Jan 2006 20:54
af gumol
MezzUp skrifaði:Jæja, veit einhver um forrit sem gæti leyst eitthvað af þessum markmiðum mínum? :D

Fæ ég stig ef ég veit hvað þú ert að gera? ;)

Windows rezise og paint var því miður eina fljótvirka leiðin sem ég fann, end leitaði ég ekki mikið. Endilega láttu vita ef þú finnur eitthvað ;)

Sent: Fim 05. Jan 2006 21:38
af Rusty
Var einhver fídus í Photoshop, man ekki alveg hver hann var, en þú getur recordað það sem þú gerir við eina mynd, og photoshop gerir það við allar hinar líka.

Sent: Fös 06. Jan 2006 00:17
af Pandemic
Heitir Batch Processing.

Sent: Fös 06. Jan 2006 14:14
af Andri Fannar
gnarr; lést mig fá Visualizer Photo Resizer og svo léstu mig bara merkja allar myndirnar og breyta nafninu í "mynd.jpg" :8)

Sent: Fös 06. Jan 2006 14:19
af Amything
Photoshop er eina vitið fyrir batchið.

Varðandi nöfnin held ég að þú sért fucked. Það er til soldið sem heitir Better File Renamer sem ég nota mikið fyrir MP3 t.d. Getur replacað innan úr nöfnum, bætt við, sett númerröð og margt fleira en að lesa skráarnafn úr excel skrá er stretching it.

Sent: Fös 06. Jan 2006 14:28
af gnarr
gnarr skrifaði:notaðu bara photoshop batch í að snúa, gera þær svarthvítar, auto-levela, resize-a og save í einhvejru formati.

Svo er eitthvað rename forrit sem ég hreinlega get ekki munað hvað heitr.. minnir að ég hafi látið andra fannar haf aþað. við skulum vona ða hann muni það :)


Svona verða póstar ef maður les ekki yfir... :oops:

ég biðst afsökunar á þessu.. :roll:

Sent: Fös 06. Jan 2006 14:50
af MezzUp
Jæja, ég dundaði mér í Photoshop áðan, og náði að breyta öllum myndunum með batch dæminu. Þá er það bara að rename'a :P Ég hlýta að finna eitthvað forrit á Google, annars megið þið endilega skjóta á mig einhverju forriti ef þið lumið á því.

Sent: Fös 06. Jan 2006 15:03
af Amything
Þú ert fljótari að gera þetta í höndunum en að standa í einhverju svona fokki :)

Sent: Fös 06. Jan 2006 15:26
af Rusty
Amything skrifaði:Þú ert fljótari að gera þetta í höndunum en að standa í einhverju svona fokki :)

ég myndi persónulega eyða lengri tíma í að finna forrit

Sent: Fös 06. Jan 2006 17:44
af corflame
"Flash Renamer" fyrir rename partinn, hef notað hann til að rename-a myndir úr stafrænni myndavél með góðum árangri.

Shareware, en prufuútgáfan virkar fínt :D


http://www.rlvision.com/flashren/about.asp

Sent: Lau 07. Jan 2006 02:15
af Zaphod
ég hef nú bara notað
http://www.microsoft.com/windowsxp/downloads/powertoys/xppowertoys.mspx

Þarna er nettur resizer/rotater sem kemur þegar þú hægrismellir

Sent: Sun 15. Jan 2006 01:56
af Snorrmund
er að spá .. svoldið gamall póstur en ég ætlaði að minnka nokkrar myndir hjá mér.. en jæja, ef ég fer í File - Automate - batch hvar get ég valið resize??