Persónulega finnst mér 48" vera algjört hámark. Ég er sjálfur með 43" og líkar vel við.
Sumir fengu sér 48" OLED tæki og notuðu sem tölvuskjá, en svo þegar 43" OLED tæki kom út þá skiptu þeir yfir í það.
Held að 43" sé svona optimal max skjástærð fyrir 4K upplausn, og kemst fyrir á venjulegu borði.
En þetta er doldið smekksatriði.
Það þarf að huga að mörgum þáttum:
1. Fjarlægð frá skjá. Venjuleg skrifborðsborð eru 80cm á breidd, þannig að hentar tækið fyrir þannig fjarlægð? Svona stór skjár þyrfti jafnvel 90cm breitt borð.
2. Sub-pixel arrangement hefur mikil áhrif á læsileika texta-leturs, ásamt 4-4-4 chroma. Myndi velja sjónvarp með RGB-stripe sem er í flestum tölvuskjám:
https://en.wikipedia.org/wiki/Subpixel_rendering3. 4K upplausn á svona stóru tæki gerir það að verkum að native punktastærð verður "stærri", eða reyndar verður meira bil á milli punktanna, misjafnt eftir tækjum.
4. Er sjónvarpið glossy? Það getur verið herfilegt fyrir vinnuskjái að hafa panelinn glossy, enda eru flestir vinnuskjáir með matte filmu sem dregur úr glossy.
5. OLED? Burn in áhætta nema með sérstakri varúð.
6. Svona stórt sjónvarp gæti valdið augnþreytu að hafa það svona nálægt.
Best er einfaldlega að prófa þetta, kostur að geta fengið lánað sjónvarp.
OLED og held LG nanocell tækin séu þau bestu hvað þetta varðar, að tengja við tölvu, en OLED með burn in áhættu. Ef þú vilt ódýrt tæki og ekki hafa áhyggjur þá er líklega LG nanocell málið. En myndi alltaf skoða spekkana sjálfur.