Síða 1 af 1

Öryggislausnir

Sent: Sun 19. Nóv 2023 10:49
af Hjaltiatla
Hæhæ

Ákvað að skella í þráð og athuga hvaða öryggislausnir og aðferðir þið eruð að nota á heimavellinum til að reyna að vera eins örugg í ykkar stafrænu málum í einkalífinu.

Það sem ég geri, mögulega að gleyma einhverju.

Almennt
Nota Bitwarden sem password manager (er ekki með stillt autofill fídusinn).
Bitlocker Dulkóðun á harða diska.
Windows Defender vírusvörn
Ublock origin ad blocker í vafra
https anywhere extension í vafra
Patch my PC til að uppfæra forrit á vél
Tveggja þátta auðkenning á öllum aðgöngum sem það er hægt (nota Microsoft authenticator)

Netöryggi

Aðgreini Heimanet,gestanet og Vinnunet á mismuandi Vlön.

Nota 1.1.1.2 og 1.0.0.2 sem DNS resolver á Pfsense Eldvegg frá Cloudflare sem blokka þekkt malware og C2C slóðir.
https://developers.cloudflare.com/1.1.1.1/setup/

Stilli DNS yfir TLS á Pfsense Eldvegg


pfblockerNG á Pfsense Eldvegg: Er að nota þekkta IP blacklista til að lágmarka þær ip tölur sem eru að scanna eldvegginn minn og sniffa port og DNSBlacklista auglýsingar og einhverjar custom reglur sem ég hef smíðað.