Síða 1 af 1
Sjónvarp símans og unifi USG 4 PRO
Sent: Fös 20. Okt 2023 09:24
af Squinchy
Er að lenda í veseni að tengja myndlykil símanns við eth port2 á USG, fæ bara upp villuna "Ekkert netsamband"
Búinn að setja upp sér network fyrir port2 á Vlan3.
Einhver búinn að komast í gegnum þetta og kann leiðina?
- 2023-10-17 11_49_28-UniFi Network - G7 CloudKey — Mozilla Firefox.jpg (80.37 KiB) Skoðað 1468 sinnum
- 2023-10-17 11_45_31-UniFi Network - G7 CloudKey — Mozilla Firefox.jpg (108.73 KiB) Skoðað 1468 sinnum
Re: Sjónvarp símans og unifi USG 4 PRO
Sent: Lau 21. Okt 2023 00:38
af jonfr1900
Ég held að Síminn sé hættur með þessa uppsetningu. Þeir eru með einhverjar sýndarrásir en þær virka ekki á þessari uppsetningu lengur. Hvernig þessu nýju sýndarrásir eru settar upp veit ég ekki enda ekki neinar leiðbeiningar um það frá Síminn. Þú átt að geta tengt sjónvarpið beint í ljósleiðaraboxið og þá færðu aðgang að þessum sýndarrásum sem voru einu sinni á VLAN ID 3 (mjög líklega en kerfið gæti einnig verið mac addressu læst).
Re: Sjónvarp símans og unifi USG 4 PRO
Sent: Lau 21. Okt 2023 01:07
af appel
Þú þarft ekki lengur einhverja sérstaka netleið með sjónvarp símans. Þannig að ég skil ekki þessar æfingar.
Re: Sjónvarp símans og unifi USG 4 PRO
Sent: Mán 23. Okt 2023 09:17
af Squinchy
Nýja ontan frá þeim er bara með 1 eth port þannig að það er out.
Ef ég tengi myndlykilinn beint við netið þá fæ ég upp þessa meldingu
- IMG_4738.JPG (1.69 MiB) Skoðað 1174 sinnum
Re: Sjónvarp símans og unifi USG 4 PRO
Sent: Mán 23. Okt 2023 10:33
af Storm
Squinchy skrifaði:Nýja ontan frá þeim er bara með 1 eth port þannig að það er out.
Ef ég tengi myndlykilinn beint við netið þá fæ ég upp þessa meldingu
IMG_4738.JPG
Smellir á "í lagi og ekki sýna aftur", nema ef þú ert eithvað hræddur um að myndlykillinn klári gagnamagnið á heimilinu