Síða 1 af 1

Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Sun 01. Okt 2023 11:49
af Snorrmund
Góðan daginn ég er í smá vandræðum með netið hjá mér og er að spá hvar sé best að byrja á bilanagreiningu. Ég er með ljósleiðara frá Mílu og router frá Símanum (Sagecom F5359) ef eg fer i hraðapróf hjá speedtest þá kemur það vel út: 7-800 niður og 300-500 upp.

Netið er almennt mjog gott en stundum er eins ég opna link eða eitthvað að það gerist ekki neitt i 2-10 sek svo bara kemur allt a hraða ljóssinns og allt virkar eðlilega þangað til þetta gerist næst sem er mjög handahófskennt.

Einnig er eg með chromecast og ruv appið og sjonvarp simans hiksta oft, frýs oft ef eg er að horfa á eitthvað á premium í ólínulegri dagskrá.

Disney og netflix virka samt eðlilega.

Er þetta bara leigu routerinn sem er svona slakur eða er eitthvað annað sem maður ætti að skoða frekar ?

Er með 2 ódýra access punkta sem virðist ekki skipta máli hvort sé slökkt á. Engin þung notkun á netinu að staðaldri mesta lagi 1 chromecast í streymi og 2 símar á vafri í einu. Ég var ekki að lenda í þessum vandamálum í vor þegar ég var á kopar hjá Vodafone.. þá var netið alltaf jafn hægt bara :evillaugh

Re: Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Sun 01. Okt 2023 11:54
af brain
Myndi byrja á að fara með routerinn og biðja um nýjasta frá þeim, Sagecom 50001

Re: Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Sun 01. Okt 2023 20:24
af Snorrmund
Já mögulega reyni ég það, ég er reyndar útalandipakk svo ég þarf þá að senda til baka og fá annan sendan.

Svo er líka alveg spurning hvort maður eigi að kaupa sér bara router. Mæla menn með einhverju sem er ekki það allra dýrasta en samt betra en það sem síminn býður upp á?

Re: Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Sun 01. Okt 2023 20:28
af Langeygður
Unify eru nokkuð góðir, annars Asus með minnst 2.5Gbit.

Re: Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Mán 02. Okt 2023 09:54
af TheAdder
Varðandi nýjan router, hefurðu gaman af fikti? Ef svo er, þá myndi ég skoða Ali smá tölvu og pfSense eða álíka.
Ef ekki, þá myndi ég mæla með Asus router frekar en Unify, og horfa þá eftir lágmarks 2.5Gb eins og sagt er hér að ofan.

Re: Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Mán 02. Okt 2023 11:14
af ekkert
Vafrar í dag sýna ekki eftir hverju þeir eru að bíða, því miður. Mér finnst þetta hljóma eins og að svar við DNS fyrirspurn er ekki svarað í fyrstu. Prófaðu að stilla DNS á 1.1.1.1 eða 8.8.8.8 og sjáðu hvort þetta heldur áfram.

Re: Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Mán 02. Okt 2023 15:45
af Snorrmund
TheAdder skrifaði:Varðandi nýjan router, hefurðu gaman af fikti? Ef svo er, þá myndi ég skoða Ali smá tölvu og pfSense eða álíka.
Ef ekki, þá myndi ég mæla með Asus router frekar en Unify, og horfa þá eftir lágmarks 2.5Gb eins og sagt er hér að ofan.


Hef reyndar mjög gaman af svoleiðis fikti en held ég hafi því miður ekki tíman til að standa í því þessa dagana :japsmile ætli maður skoði ekki þessa Asus routera ef allt þrýtur.

ekkert skrifaði:Vafrar í dag sýna ekki eftir hverju þeir eru að bíða, því miður. Mér finnst þetta hljóma eins og að svar við DNS fyrirspurn er ekki svarað í fyrstu. Prófaðu að stilla DNS á 1.1.1.1 eða 8.8.8.8 og sjáðu hvort þetta heldur áfram.


Þetta er góð ábending! Ég fer í að prufa þetta. Er einhver leið að mæla árangurinn á þessu ? Þar sem mér finnst þetta vera svo handahófskennt eitthvað.

Re: Net hægir á sér annað slagið upp úr þurru.

Sent: Mán 02. Okt 2023 16:13
af TheAdder
Snorrmund skrifaði:
ekkert skrifaði:Vafrar í dag sýna ekki eftir hverju þeir eru að bíða, því miður. Mér finnst þetta hljóma eins og að svar við DNS fyrirspurn er ekki svarað í fyrstu. Prófaðu að stilla DNS á 1.1.1.1 eða 8.8.8.8 og sjáðu hvort þetta heldur áfram.


Þetta er góð ábending! Ég fer í að prufa þetta. Er einhver leið að mæla árangurinn á þessu ? Þar sem mér finnst þetta vera svo handahófskennt eitthvað.

Bara tími, breyttu til og gefðu þér viku eða tvær til að sjá hvort þú verður eitthvað var við þetta aftur.