Síða 1 af 1

Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Fös 29. Sep 2023 21:15
af dadik

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Lau 30. Sep 2023 19:52
af wicket
Vonandi lagar þetta gaming upplifun, hefur verið öskrandi munur á Símanum & Hringdu og svo Vodafone. Vonandi nær Voda að matcha hin tvö í stað þess að vera alltaf eftirbátur.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Lau 30. Sep 2023 20:17
af kornelius
Held að þetta sé reyndar svana söngurinn - Vodafone er að fara á hausinn

Mín 2 Cent

K.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Lau 30. Sep 2023 21:38
af emmi
Hvaðan hefurðu það?

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Fim 23. Nóv 2023 18:32
af Monarch
Ég er hjá Vodafone og hef ekki prufað símann né Hringdu er einhver svaka munur á svartíma / Ping ef ég t.d spila helst online leiki?

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Fös 24. Nóv 2023 15:15
af moltium
kornelius skrifaði:Held að þetta sé reyndar svana söngurinn - Vodafone er að fara á hausinn

Mín 2 Cent

K.


Ég er til í að betta við þig að það sé ekki að fara gerast, klár?

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Fös 24. Nóv 2023 20:24
af Dr3dinn
munar oft töluverðu á hringdu/simanum og öðrum.

Er hjá hringdu síðustu 8 árin og hef nánast alltaf verið að pinga lægra en samspilarar mínir.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Fös 24. Nóv 2023 20:43
af netkaffi
Dr3dinn skrifaði:Er hjá hringdu síðustu 8 árin og hef nánast alltaf verið að pinga lægra en samspilarar mínir.

Af hverju nær eitt fyrirtæki lægra pingi en aðrir?

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Lau 25. Nóv 2023 15:03
af kizi86
netkaffi skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Er hjá hringdu síðustu 8 árin og hef nánast alltaf verið að pinga lægra en samspilarar mínir.

Af hverju nær eitt fyrirtæki lægra pingi en aðrir?


routing/hops betri hjá símanum en vodafone? þe hvaða skiptistöð þeir tengjast, færri milliliðir = betri hraði og betra ping ?

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Lau 25. Nóv 2023 17:47
af Dr3dinn
netkaffi skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Er hjá hringdu síðustu 8 árin og hef nánast alltaf verið að pinga lægra en samspilarar mínir.

Af hverju nær eitt fyrirtæki lægra pingi en aðrir?


Álag, stærð pípna, hve margir og hve margar þjónustar deila pípunni og svo routing leiðir.

Veit að hringdu keyptu pípuna af simanum og voru ekki að deila með öðrum, veit ekki nákvæmari upplýsingar en það.
(takk samkeppniseftirlitið - ekki kaldhæðni)

Veit að fyrirtækin eru að "kaupa" af routing félögum erlendis, þeir breyta einhverju hjá sér og íslands traffíkin getur farið allt aðrar leiðir.

Dæmi: svíþjóð og uk pingar oft betur hjá vodafone en simanum
Þýskaland, hollland eru of með -10 ms hjá símanum/hringdu á voda á móti.

Fer svolítið eftir hvað þú notar, því það er ekkert hægt að treysta á best performance í þessu, annars værum við að nota nýju írland tenginguna meira.. 28 ms írland sem dæmi í gegnum vinnuna en heima 42ms.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Lau 25. Nóv 2023 17:49
af depill
netkaffi skrifaði:Af hverju nær eitt fyrirtæki lægra pingi en aðrir?


Getur verið samtengingar, hversu lengi fyrirtæki hafa verið á samtengipunkti ( meiri líkur að þau hafi komist í samband við aðra aðila ), fjöldi samtengipunkta, rútarnir yfir sæstrengi ( sem er endalaust optimization, þar sem net hefur lítinn skilning á að við séum með 4 sæstrengi mislangt frá okkur ).

Og svo getur verið munur á upstream. Vodafone(nú ljósleiðarinn), Míla ( sem þjónustar Símann og Hringdu ), Nova og Hringiðan er öll með mismunandi þjónustuaðila fyrir "rest" af umferðinni sem fer ekki um skiptistöðvar.

Svo getur stærð linka ( erlendis og við skiptistöðvar ), staðsetning og búnaður á mismunandi stöðum allt haft áhrif.

Míla er til dæmis með peeringu að það virðist vera við Azure í Írlandi, sem Vodafone og Nova virðist ekki vera með, þannig fyrir mig sem vinn mikið með Azure þá er þetta 30ish vs 50ish ms.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Mán 27. Nóv 2023 14:03
af Monarch
depill skrifaði:
netkaffi skrifaði:Af hverju nær eitt fyrirtæki lægra pingi en aðrir?


Getur verið samtengingar, hversu lengi fyrirtæki hafa verið á samtengipunkti ( meiri líkur að þau hafi komist í samband við aðra aðila ), fjöldi samtengipunkta, rútarnir yfir sæstrengi ( sem er endalaust optimization, þar sem net hefur lítinn skilning á að við séum með 4 sæstrengi mislangt frá okkur ).

Og svo getur verið munur á upstream. Vodafone(nú ljósleiðarinn), Míla ( sem þjónustar Símann og Hringdu ), Nova og Hringiðan er öll með mismunandi þjónustuaðila fyrir "rest" af umferðinni sem fer ekki um skiptistöðvar.

Svo getur stærð linka ( erlendis og við skiptistöðvar ), staðsetning og búnaður á mismunandi stöðum allt haft áhrif.

Míla er til dæmis með peeringu að það virðist vera við Azure í Írlandi, sem Vodafone og Nova virðist ekki vera með, þannig fyrir mig sem vinn mikið með Azure þá er þetta 30ish vs 50ish ms.


Gott að vita!

Veistu nokkuð hvort að ping til Bandaríkjana er eitthvað betra gegnum Símann eða Hringdu miðað við Vodafone?

Ég spila mjög mikið á NA (North America) east coast servers þar sem ég þekki meira af Bandaríkja spilurum, hef heyrt að fólk frá Englandi geta farið sub 100 ms og svoleiðis þegar þau tengjast east coast servers, spurning hvort að Míla er með svipað routing / peering þangað.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Mán 27. Nóv 2023 16:30
af depill
Monarch skrifaði:
Veistu nokkuð hvort að ping til Bandaríkjana er eitthvað betra gegnum Símann eða Hringdu miðað við Vodafone?

Ég spila mjög mikið á NA (North America) east coast servers þar sem ég þekki meira af Bandaríkja spilurum, hef heyrt að fólk frá Englandi geta farið sub 100 ms og svoleiðis þegar þau tengjast east coast servers, spurning hvort að Míla er með svipað routing / peering þangað.


fæ bara flashback við að reyna routing sem splittar á milli heimsálfa. Mesta lógíkin í rútun væri að rúta USA umferð í gegnum Greenland Connect enn það er hræðilegt að reyna passa uppá það að providerar taki ekk neina Europe umferð og rúti henni til Bandaríkjana og svo til Íslands. Ísland er svo spes case vegna legu.

Sko "gæti verið". Enn ég myndi bara prófa. Yfirleitt eru Hringdu og Síminn til í að gefa þér fyrsta mánuðinn og ef þú ert á ljósleiðara þá tekurðu þetta einhverjar sekúndur að skipta.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Þri 28. Nóv 2023 01:07
af HringduEgill
depill skrifaði:
Monarch skrifaði:
Veistu nokkuð hvort að ping til Bandaríkjana er eitthvað betra gegnum Símann eða Hringdu miðað við Vodafone?

Ég spila mjög mikið á NA (North America) east coast servers þar sem ég þekki meira af Bandaríkja spilurum, hef heyrt að fólk frá Englandi geta farið sub 100 ms og svoleiðis þegar þau tengjast east coast servers, spurning hvort að Míla er með svipað routing / peering þangað.


fæ bara flashback við að reyna routing sem splittar á milli heimsálfa. Mesta lógíkin í rútun væri að rúta USA umferð í gegnum Greenland Connect enn það er hræðilegt að reyna passa uppá það að providerar taki ekk neina Europe umferð og rúti henni til Bandaríkjana og svo til Íslands. Ísland er svo spes case vegna legu.

Sko "gæti verið". Enn ég myndi bara prófa. Yfirleitt eru Hringdu og Síminn til í að gefa þér fyrsta mánuðinn og ef þú ert á ljósleiðara þá tekurðu þetta einhverjar sekúndur að skipta.


Það fer engin umferð lengur í gegnum Greenland Connect :/

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Þri 28. Nóv 2023 03:31
af jonfr1900
depill skrifaði:
Monarch skrifaði:
Veistu nokkuð hvort að ping til Bandaríkjana er eitthvað betra gegnum Símann eða Hringdu miðað við Vodafone?

Ég spila mjög mikið á NA (North America) east coast servers þar sem ég þekki meira af Bandaríkja spilurum, hef heyrt að fólk frá Englandi geta farið sub 100 ms og svoleiðis þegar þau tengjast east coast servers, spurning hvort að Míla er með svipað routing / peering þangað.


fæ bara flashback við að reyna routing sem splittar á milli heimsálfa. Mesta lógíkin í rútun væri að rúta USA umferð í gegnum Greenland Connect enn það er hræðilegt að reyna passa uppá það að providerar taki ekk neina Europe umferð og rúti henni til Bandaríkjana og svo til Íslands. Ísland er svo spes case vegna legu.

Sko "gæti verið". Enn ég myndi bara prófa. Yfirleitt eru Hringdu og Síminn til í að gefa þér fyrsta mánuðinn og ef þú ert á ljósleiðara þá tekurðu þetta einhverjar sekúndur að skipta.


Sýnist að allri umferð til Bandaríkjanna sé routað í gegnum Evrópu frá Íslandi. Einnig hina leiðina.

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Þri 28. Nóv 2023 07:12
af depill
HringduEgill skrifaði:Það fer engin umferð lengur í gegnum Greenland Connect :/

Enda hræðilegt að reyna það :D

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Þri 28. Nóv 2023 10:01
af dadik
Hvað er vandamálið með Greeland Connect?

Re: Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

Sent: Mið 29. Nóv 2023 22:59
af kjartann
kornelius skrifaði:Held að þetta sé reyndar svana söngurinn - Vodafone er að fara á hausinn

Mín 2 Cent

K.


Ég verð að segja, það að Voda tengi sig við erlenda netskiptistöð hefur ansi lítið að gera með velgegni félagsins í heild sinni.

Það sem þeir eru að gera hérna er þrískipt:
- Peering sambönd lækka kostnað á netumferð, sér í lagi hérlendis.
- Peering sambönd tengja net beint við hvor önnur og minnka þannig oft svartíma.
- Fleiri "leiðir" að sama áfangastað = fleiri backup leiðir ef aðalsamböndin þín liggja niðri.