Síða 1 af 1

Colocation í Íslenskum gagnaverum

Sent: Mán 18. Sep 2023 16:30
af kjartann
Sæl öll,

Ég er að vinna að litlu verkefni núna sem að krefst hýsingar á netþjóni í gagnaveri hérlendis. Var bara að velta því fyrir mér hvort að einhverjir hérna hafi einhverjar ábendingar um hvar slíka þjónustu er að finna (1-2U hýsing, miðað við 30TB gagnamagn á neti).

Ég skoðaði líka fyrri þræði hér inná um sama málefni og sýndist þeir allir snúast um leigu á stærra plássi (1/4, 1/2, og full-rack) ásamt því að vera nokkuð gamlir (nýjasti stofnaður 2019).

Ég hef nú þegar haft samband við Opin Kerfi, Origo, og Sensu en fleiri kostir eru alls ekki verri og því vona ég að ég fái einhverjar ábendingar héðan :japsmile

Takk fyrirfram!

P.s. ég ætti líka að taka það fram að ég hef strikað bæði Flokinet og Orangewebsite út vegna þess að hvort tveggja eru skeljafélög skráð í skattaskjólum og hafa ekki beint besta orðspor sem maður hefur séð.

Re: Colocation í Íslenskum gagnaverum

Sent: Mán 18. Sep 2023 16:34
af hagur
Hvað með https://www.atnorth.com/ ? Fyrrum Advania data centers.

Re: Colocation í Íslenskum gagnaverum

Sent: Mán 18. Sep 2023 16:48
af kjartann
hagur skrifaði:Hvað með https://www.atnorth.com/ ? Fyrrum Advania data centers.


Hef verið hjá þeim áður í öðru verkefni, þeir s.s. leigja aðeins heila eða hálfa skápa og á löngum samningum. Fyrir minni einingar benda þeir þér á endursöluaðila eins og t.d. Flokinet.

Re: Colocation í Íslenskum gagnaverum

Sent: Mán 18. Sep 2023 20:20
af Arnarr
Hefur þú prufað að tala við Borealis https://www.bdc.is/ eða Verne ? https://verneglobal.com/

Re: Colocation í Íslenskum gagnaverum

Sent: Mán 18. Sep 2023 23:02
af gnarr
Þeir sem þekkja þetta, hvað er circa verð fyrir 3U vél með nokkuð ótakmarkaðri bandvídd?