Hjálp! Endalaust vesen með Windows XP, BSOD og vesen...
Sent: Mán 02. Jan 2006 02:12
Systir mín er með tölvu og það er alltaf eitthvað vesen með hana, hún er oft pínu hægvirk á netinu en samt er hún ágætlega öflug (1.4ghz, 512mb minni). Ég hef prófað minnið með memtest86 og það er alveg í 100% lagi (keyrði testið í 12 tíma um daginn!). Svo hefur komið fyrir að maður fái BSOD villur og það er mismunandi hvað stendur. En um daginn gerðist það svo að einhverra hluta vegna þá hætti Security Center að virka og eldveggurinn í Windows var fastur á on sem gerði það að verkum að það virkaði ekki t.d. að nota dc. Til að reyna að laga þetta þá keyrði ég Windows XP setup diskinn og gerði repair en það gerði ekki baun. Ef ég man rétt þá fór ég loks framhjá þessu veseni með því að stilla eldvegginn á disable í services.msc í stað automatic. En svo gerðist það stuttu seinna að BSOD villa kom á skjáinn (BAD_SYSTEM_CONFIG_ERROR) og við endurræsingu þá kom hún alltaf aftur á skjáinn og hindraði mann því algjörlega í því að komast í Windows, líka þegar maður valdi safe mode. Á microsoft.com sá ég að þessi villa kæmi vegna gallaðs minnis sem ég er pottþétt ekki með eins og áður sagði. Þetta endaði með því að ég setti Windows upp aftur á vélina og þá erum við komin að nýjasta vandamálinu og ef ég get fundið lausn á því með ykkar hjálp þá kemst ég amk. aðeins nær því að útrýma öllum svona vandamálum á þessari tölvu.
Það sem er s.s. að henni núna er að þegar systir mín var bara í sakleysi sínu að skoða netið þá kom þessi leiðinda BSOD villa á skjáinn og hún hljómaði svona:
STOP 0x0000008E (0xC0000005, 0xBF819ECD, 0xF806B778, 0x00000000)
win32k.sys - Address BF819ECD, base at BF800000, Datestamp 41107F7a
Ég hef að sjálfsögðu prófað að leita eftir upplýsingum um þessa villu en eins og venjulega þá hjálpar það mér ekki baun.
Tölvan er annars svona:
1.4ghz Pentium4 örgjörvi, 512mb minni, GeForce2 MX 400 64mb skjákort, 845 Pro (MS-6529) móðurborð frá MSI, 80gb WD diskur (með 30gb sem C drifið, nýlegur diskur), 2 aðrir gamlir diskar og einn Lite-On skrifari
Einhver með einhverja hugmynd um hvað er í gangi?
Það sem er s.s. að henni núna er að þegar systir mín var bara í sakleysi sínu að skoða netið þá kom þessi leiðinda BSOD villa á skjáinn og hún hljómaði svona:
STOP 0x0000008E (0xC0000005, 0xBF819ECD, 0xF806B778, 0x00000000)
win32k.sys - Address BF819ECD, base at BF800000, Datestamp 41107F7a
Ég hef að sjálfsögðu prófað að leita eftir upplýsingum um þessa villu en eins og venjulega þá hjálpar það mér ekki baun.
Tölvan er annars svona:
1.4ghz Pentium4 örgjörvi, 512mb minni, GeForce2 MX 400 64mb skjákort, 845 Pro (MS-6529) móðurborð frá MSI, 80gb WD diskur (með 30gb sem C drifið, nýlegur diskur), 2 aðrir gamlir diskar og einn Lite-On skrifari
Einhver með einhverja hugmynd um hvað er í gangi?