Síða 1 af 1
Gífurlega langur export tími í Premiere Pro
Sent: Þri 05. Sep 2023 14:53
af REX
Daginn, langaði að athuga hvort einhver hér gæti frætt mig um það af hverju Macbook Air M1 tölvan mín er að bjóða upp á extreme langan export tíma í Premiere Pro. Ég var sem sagt að klippa saman tæplega 5 mínútna myndband og hún tók sér alla nóttina og fram til kl 14 að klára að rendera, eða rúmar 12 klst fyrir 5 mínútna langt klipp?
Það var alls ekki mikið color grade í gangi né mikið af effektum eða öðru í myndbandinu.
- Screenshot 2023-09-05 at 14.45.17.png (923.82 KiB) Skoðað 3102 sinnum
Re: Gífurlega langur export tími í Premiere Pro
Sent: Þri 05. Sep 2023 15:50
af Fennimar002
Veit lítið um apple silicon og kann ekki eins mikið á premire, en gæti það verið útaf render stillingunum? 4k, hevc format og/eða Render at maximum depth og fyrir neðan það? Kannksi thermal throttle?
Bara eitthvað að speculera...
Re: Gífurlega langur export tími í Premiere Pro
Sent: Þri 05. Sep 2023 16:23
af chaplin
Núna þekki ég ekki Premiere Pro nógu vel, en í mínum tilvikum að export-a 10-15 mín klippur 4K30 (400 Mbps) hefur almennt tekið um 5-10 mín í FCPX. Sömuleiðis var DaVinci Resolve mjög fljótt að export-a klippur.
Ég spurði félaga minn út í þetta þar sem hann notar Premiere Pro, Canon EOS R3, 4K60 (ekki hugmynd hvaða codec, bitrate etc.) , mikið editing og color grade, er með M1 (ekki viss hvaða týpa) og hann sagði að 30-60 mín sé average export time fyrir 5-20 mín klippur.
Þetta er alveg mjög líklegast export stillingar hjá þér, getur einnig prufað að transcoding source efnið í betri codec áður en þú ferð að vinna með það.
Re: Gífurlega langur export tími í Premiere Pro
Sent: Fim 07. Sep 2023 12:50
af gnarr
Þetta er alveg ábyggilega útaf H265 encode'inu. Líklega er Premiere ekki að nota hardware encoder fyrir H265 og þarf þar af leiðandi að gera allt á örgjörvanum.
Það væri mögulega sniðugt að export'a þessu í Prores eða eitthvað álíka visually lossless format og svo transcode'a því formati yfir í HEVC í öðru forriti sem er með hardware accelerated stuðning fyrir H265
Re: Gífurlega langur export tími í Premiere Pro
Sent: Fim 07. Sep 2023 18:32
af Dóri S.
Þú ert með stillt á "Software encoding" sem lokar á alla innbyggðu encoding kjarnana í örgjörvanum.
Re: Gífurlega langur export tími í Premiere Pro
Sent: Fös 08. Sep 2023 04:49
af DJOli
gnarr skrifaði:Þetta er alveg ábyggilega útaf H265 encode'inu. Líklega er Premiere ekki að nota hardware encoder fyrir H265 og þarf þar af leiðandi að gera allt á örgjörvanum.
Það væri mögulega sniðugt að export'a þessu í Prores eða eitthvað álíka visually lossless format og svo transcode'a því formati yfir í HEVC í öðru forriti sem er með hardware accelerated stuðning fyrir H265
Handbrake er einmitt tilvalið í svoleiðis vinnu, og svo vill einmitt til að það er fáanlegt á MacOS.
https://handbrake.fr/downloads.php