Síða 1 af 1

[Vandamál leyst] Hljóð horfið úr Firefox

Sent: Sun 18. Jún 2023 13:04
af mikkimás
Ég veit að ég á að vera nota Edge, Chrome, Vivaldi eða einhvern annan browser sem þér finnst vera bestur...en kommon, hljóðið er bara horfið.

Er búinn að eiga í vandræðum með hljóðið á YouTube undanfarið, en núna er það horfið alveg af öllum vefsíðum.

Einhver sem tengir?

Re: Hljóð horfið úr Firefox

Sent: Sun 18. Jún 2023 13:22
af rickyhien
kannski er mute kveikt, prufaðu Ctrl + M þegar youtube er opið

eða leita í Volume mixer stillingum í windows og tjékka hvort appið sé mute þarna

Re: Hljóð horfið úr Firefox

Sent: Sun 18. Jún 2023 13:36
af mikkimás
Þetta var eitthvað mjög skrítið. Hlýtur að hafa verið uppfærsla í bakgrunninum.

Fyrir klst síðan var ég með hljóð í Chrome en ekki FF. Ég náði í Vivaldi, en fékk ekkert hljóð. Svo áttaði ég mig á því að ég var ekki með neitt neitt hljóð neins staðar í tölvunni, og enga nettengingu í 10-20 sekúndur. Gat ekki einu sinni spilað myndskrár, bara virkaði ekki.

Ég endurræsti tölvuna og nú virkar FF og allt annað fínt eftir því sem ég best veit.