Síða 1 af 1

Míla fékk úthlutað öðru AS númeri

Sent: Fim 25. Maí 2023 21:08
af kjartann
Eitt áhugavert sem ég fann þegar ég var að skoða listann af íslenskum AS númerum í dag: Míla fékk úthlutað frá RIPE AS203566 fyrir rétt rúmum 6 mánuðum núna.

Etv. er þetta þeirra tilraun til þess að aðskilja AS númer Mílu eða Símanns frá AS6677 sem að báðir aðilar deila eins og er.

Ég vildi að ég hafði tekið eftir þessu þegar að númerinu var úthlutað, eiginlega eru þetta gamlar fréttir núna, en þó hef ég á tilfinningunni að fáir hafi komið auga á úthlutunina.

Ég deili þessu hér með þeirri von að einhverjum finnist þetta líka áhugavert og/eða hafi frekari upplýsingar.

~ kjartan

Re: Míla fékk úthlutað öðru AS númeri

Sent: Lau 27. Maí 2023 00:12
af AntiTrust
Má ekki leiða lyktum að því að þetta tengist sölunni á Mílu til Ardian France SA undir lok síðasta árs?

Re: Míla fékk úthlutað öðru AS númeri

Sent: Þri 30. Maí 2023 14:32
af mort
Síminn selur internettengingar - og væntanlega þarf að færa IP netin fyrir viðskiptavini yfir í þetta AS númer. Basically verður Míla transit aðili fyrir Símann. Þeir gætu meirasegja verslað internet frá einhverjum öðrum en Mílu ;)
Míla heldur gamla AS6677 fyrir backbone - enda nær ómögulegt fyrir þá að skipta um AS.

Re: Míla fékk úthlutað öðru AS númeri

Sent: Fim 01. Jún 2023 21:38
af kjartann
mort skrifaði:Síminn selur internettengingar - og væntanlega þarf að færa IP netin fyrir viðskiptavini yfir í þetta AS númer. Basically verður Míla transit aðili fyrir Símann. Þeir gætu meirasegja verslað internet frá einhverjum öðrum en Mílu ;)
Míla heldur gamla AS6677 fyrir backbone - enda nær ómögulegt fyrir þá að skipta um AS.


Já nákvæmlega. Ég reyndar hef mínar efasemdir um að þetta sé AS nr. fyrir Símann nú þegar ég les yfir þennan þráð aftur því að þetta nýja nr. er merkt Mílu frekar en Símanum. Síminn setur etv. upp nýja RIPE aðild fyrir sjálfa sig þegar þeir fara að færa sig, eða að minsta kosti fá ASN "sponsored" undir sínu nafni frekar en einhvers annars.