Síða 1 af 1

Næ ekki sambandi við Acces point.

Sent: Fös 23. Des 2005 21:19
af legi
Sælir,

Ég var að fá mér þráðlausan acces point frá Planet og á í smá vandamáli.
Málið er það að ég næ engu sambandi við hann , ég er búinn að koma þráðlausa netkortinu fyrir í vélinni minni og það virðist virka fínt.
En þegar ég ætla að reyna að komast inn á boxið til að stilla það gerist ekkert, ekki einu sinni þegar ég tengi í það með netkapli.
Vitið þið hvort að svona acces point eigi að svara pingi ?
Ég er rosalega lítið inn í þessum netkerfum eins og þið kannski sjáið :oops:

en allavega skjótið á mig öllum mögulegum uppástungum sem ykkur dettur í hug :)

Re: Næ ekki sambandi við Acces point.

Sent: Fös 23. Des 2005 21:21
af legi
Já og ég er búinn að gera þetta klassíska , repair restarta öllu griljón sinnum og fara yfir allar tengingar og stýrikerfið er win xp pro.

Þetta er planet WAP 4033.

Sent: Sun 25. Des 2005 03:18
af gumol
Finndu IP töluna á routernum

Settu hana sem defualt gateway í Windows og hafðu IP töluna á windows vélinni alveg eins nema bara öftustu töluna (eitthvað milli 1 og 255 minnir mig). Farðu svo í vafra og notaðu IP töluna á routernum sem address og þú ættir að komast inn í stillingarnar fyrir routerinn.

Sent: Sun 25. Des 2005 13:58
af legi
gumol skrifaði:Finndu IP töluna á routernum

Settu hana sem defualt gateway í Windows og hafðu IP töluna á windows vélinni alveg eins nema bara öftustu töluna (eitthvað milli 1 og 255 minnir mig). Farðu svo í vafra og notaðu IP töluna á routernum sem address og þú ættir að komast inn í stillingarnar fyrir routerinn.


Prófaði þetta, en næ samt engu sambandi ( á subnet mask talan annars ekki alltaf að vera 255.255.255.0 ? ) ég er semsagt með default gateway sem 192.168.0.1 ( sem er uppgefin ip fyrir acces pointinn ) svo er ég með ip töluna fyrir þráðlausa netkortið 192.168.0.19 og subnet mask 255.255.255.0.

Ég er með ip töluna á ADSL routernum sem DNS server.

Öll ráð vel þegin :)