Síða 1 af 1

Vakta erlent netsamband og mikilvæga tengipunkta innanlands á Íslandi

Sent: Sun 02. Apr 2023 14:58
af Hjaltiatla
Var að velta fyrir mér hvort þið séuð með einhverja heppilega leið til að fylgjast með hvort erlent netsamband eða tengipunktar innanlands á Íslandi séu niðri eða traffík dýfa myndast sem hefur áhrif á stóran hluta notenda á íslensku interneti ? Veit að það er hægt að skrá sig á póstlista hjá Símanum og Vodafone til að fá þessar tilkynningar en mögulega er til hentugri og þæginlegri leið.

Anyone ?

Re: Vakta erlent netsamband og mikilvæga tengipunkta innanlands á Íslandi

Sent: Sun 02. Apr 2023 15:35
af izelord
Það getur verið ákveðið flækjustig í þessu þar sem þú ert alltaf sjálfur hluti af mælingunni, þe. mælingin er gerð út frá þinni tengingu, þínu hverfi, gegnum þitt ljósleiðarafyrirtæki og þinn ISP.

Mögulega er það sem þú ert að leita að þegar til staðar hér: https://rix.is/statistics

Ef þú vilt gera það frá þínu sjónarhorni þá er t.d. ein leið að setja upp endurteknar "ping" keyrslur til að átta sig á breytingu á svar- og uppitíma. Þetta er t.d. hægt að keyra inn í gagnagrunn og lesa með t.d. Grafana og þar setja upp alerts ef gildin fara út fyrir einhver mörk. Dæmi um slíkt:

Mynd

Það er 100% til einhver tilbúin lausn (þekki ekki) en ef maður vill sveigjanleika er mögulega best að útbúa slíkt sjálfur.