Síða 1 af 1

Virtual Memory

Sent: Sun 18. Des 2005 19:41
af zream
Það er málið að það er farið að koma stundum þegar ég er í cs eða á irc
að það kemur eitthvað "Low Virtual Memory" og tölvan er byrjuð að hökta.

Hvað getur þetta verið, gæti verið að þetta lagast bara með nýju Windows.
Orðið pirrandi þegar tölvan höktar bara þegar ég er að skrifa þetta.

Sent: Sun 18. Des 2005 19:46
af @Arinn@
Kemur líka að þú þurfir að slökkva á einhverju til að geta opnað hitt ?

Sent: Sun 18. Des 2005 19:56
af zream
Hef nú ekki tekið eftir því, slökkti á öllum forritum nema firefox.
Laggar/Höktar stundum þegar ég skrifa.

Sent: Sun 18. Des 2005 20:57
af Veit Ekki
Þetta er þannig að þegar það er ekki nóg af vinnsluminni þá er þetta virtual memory notað af harða disknum til að líkja eftir vinnsluminninu, þetta ætti að lagast ef þú bætir við vinnsluminnið.

Sent: Sun 18. Des 2005 21:45
af @Arinn@
Þetta hefur komið fyrir áður hjá mér það endaði með því að tölvan hætti að taka memory test og ég gat ekki farið í tölvuna. Ef ég væri þú þá myndi ég fara að drýfa í því að fá annann alveg eins kubb.

Sent: Sun 18. Des 2005 21:54
af gumol
Hvernig kemur Low Virtual Memory? Popup gluggi, skilaboð í CS, BIOS skilaboð?

Stendur ekki meira en Low Virtual Memory?

Sent: Sun 18. Des 2005 21:56
af @Arinn@
Þetta kemur ekkert bara þá. Eða ætti ekki ða ger það þetta kom hjá mér begar ég var með nokkuð marga netglugga uppi.

Sent: Sun 18. Des 2005 22:06
af Stutturdreki
"My Computer" -> "Properties" -> "Advanced" -> "Performance Settings" -> "Advanced" -> "Virtual Memory Change"

Stilla á "Custom size" og setja "Initial size" og "Maximum size" í svona 2x minnið sem er í tölvunni þinni, þ.e. hafa bæði í sömu MB tölunni.

Ef þú ert að tala um sömu skilaboðin og ég held, þá er stýrikerfið bara að láta þig vita að það hefur notað allt sýndar minnið þitt og er að stækka page fileinn.

Sent: Sun 18. Des 2005 22:32
af @Arinn@
Mæliru með að allir geri þetta eða bara hann ?

Sent: Mán 19. Des 2005 00:14
af gumol
Allir ættu amk. að setja sömu hámarks og lámarks töluna.

Sent: Mán 19. Des 2005 10:33
af Stutturdreki
@Arinn@ skrifaði:Mæliru með að allir geri þetta eða bara hann ?
Allir sem eru með of lítið sýndar minni :)

Sent: Mán 19. Des 2005 11:34
af zream
Jæja þetta lagaðist með þessu sem þú mældir með.
En svo defraggaði ég og vírusskannaði og fann nokkra vírusa þannig ég er hættur að hökta.


Annars var þetta popup í Windows og man ég ekki alveg hvað stóð.
Er með 1gb OCZ PC3200 þannig þetta ætti að vera nóg í bili

Takk.