Síða 1 af 1

Vírus sem ég er í vandræðum með

Sent: Lau 17. Des 2005 16:12
af Gormur11
Hæ.

Ég er kominn í þrot með vírus sem er inni á tölvunni hjá mér og ef einhver getur aðstoðað þá væri ég mjög þakklátur.

Hann lýsir sé þannig að í taskbarinu kemur Icon sem lítur út þannig að það er mynd af umslögum og svo er eitthvað blátt þar fyrir framan sem lítur út eins og lögguljós eða eitthvað svoleiðis. Þetta virkar þannig að það eru stöðugt að opnast auglýsingagluggar og tölvan er hægvirkari en venjulega.

Ég nota Avast vírusvörn og þessi vírus hefur greinilega einhver áhrif á hana þar sem ég er stöðugt að fá popup frá Avast sem segir "connection timeout"

Ég er með Microsoft Antispyware sem virðist ekki finna þetta og svo nota ég Adaware og Spybot en ekkert af þessu virkar.

Ef einhvern er með lausn þá yrði ég mjög þakklátur.

Sent: Lau 17. Des 2005 16:26
af Stutturdreki
Þetta er reyndar ekki vírus heldur svo kallað adware. Ef Ad-aware og/eða spybot ráða ekki við að fjarlægja þetta þarftu að kíkja á tól sem heitir HiJackThis. Það eru til forum á netinu með nákvæmum leiðbeiningum um hvernig sé best að nota þetta tól og svo geturðu sent niðurstöðurnar úr HiJackThis inn á forumið og fengið ráðleggingar um hverju þú mátt eyða út og hverju ekki.

N.B.!HiJackThis gerir engan greinarmun á forritum, registry lykklum eða öðru sem það birtir! Svo ef þú sérð eitthvað sem þú kannast ekki við, googlaðu það vel og vandlega áður en þú eyðir, eða pósta á eitthvað svona forum eins og ég talaði um.

Meiri hlutinn af því sem HiJackThis birtir er hugsanlega nauðsynlegur fyrir stýrikerfið.

Sent: Lau 17. Des 2005 16:26
af Veit Ekki
Prófaðu að skanna með þessu:

http://housecall.trendmicro.com

Þetta leitar af vírusum og spyware í tölvunni hjá þér og einnig geturu leitað á síðunni hjá þeim hvernig á að fjarlægja vírus ef einhver finnst.

Sent: Lau 17. Des 2005 16:42
af CraZy
haha þetta er sama merki þarna í taskbarnum og þarna "conection time out" sem kom hjá mér, munið þið eftir þræðinum, "Hive poppar upp þegar ég hjá símanum" ;) kom samt ekkert adaware eða neitt vesen :? hvarf eftir nokkur skipti