Er að keyra 6 x 4 TB diska 7200 RPM í ZFS í RaidZ. Er með custom Alpine Linux build sem þarf að geta skilað þessum þjónustum vel af sér:
- Keyrir af USB minnislykli og upprunaleg stærð sé ekki meira en 2GB (partition expansion á fyrsta booti)
- Keyri NFS, SMB og SSH þjónustur. Annað er ekki keyrt á þessu
NAS vélin er samtíningur sem ég fékk gefins. Þetta keyrir 24 x 7 og ekki lent í neinu stóru veseni. Setti þessa vél í loftið rétt fyrir jól. Þetta er einhver gamall AMD örgjörvi og móðurborðið með 6 x SATA portum. Keypti nýja diska í hana. Öll umsýsla með skrár er í gegnum MC (midnight commander) yfir SSH.
Ég er svo að keyra Plex undir Docker á Linux á annari vél sem NFS mountar NAS boxið.
Ég sé ekki betur en að það sé fullt af fólki að keyra einhvern "overkill" vélbúnað í mjög einfalda hluti. Fyrir allflesta ætti að vera hægt að keyra NAS + Plex á gömlu boxi.
Undanfarin þrjú til fjögur ár hef ég verið með eigin útgáfu af Debian keyrandi á 2GB USB lykli með ZFS stuðningi á öðru boxinu og MHHDFS á hinu, (ég gerði prófanir með mergerfs líka). Með þessu var ég að nota Snapraid líka til þess að geta náð gögnum til baka ef að diskar deyja.
Planið var alltaf að gefa þetta prójekt út, ég kallaði þetta alltaf funraid þegar ég var að smíða þetta. Á einvhverjum tímapunkti var ég með súpereinfalt vefviðmót sem hægt var að nota til þess að stýra SMB shares. En sökum þess að vefviðmót heimtar öryggi að þá skrappaði ég því. Ég er fljótari að skrifa þessar config skrár í console.
Ef einhverjum langar að fara í einhverjar custom build æfingar á einhverju distrói þá er ég meira en til í það. Hef verið að föndra í þessu einn með smá innslagi frá félaga mínum.
Alla daga myndi ég bara keyra storage hlutinn minn á native járni frekar en að fara í "passthrough" æfingar á Proxmox í ljósi þess að þarna undir situr bara Debian og þú getur gert það sem þér dettur í hug, en það er bara ég alger óþarfi að flækja málið.
p.s. gaman að sjá einhvern nota mergerfs (man ekki afhverju ég slaufaði því og notaði mhddfs á sínum tíma)
gnarr skrifaði:Hvernig uppsetningu eru þið að nota fyrir plex þjónana ykkar?
Ég er sjálfur að keyra docker á ubuntu server og með diskana mína formataða með XFS og poolaða á bakvið mergerfs.
Ég hef verið að hugsa hvernig væri hægt að optimize'a þetta ennþá meira, þar sem að í þessi einstaka skipti sem þarf að endurræsa ubuntu vegna uppfærsla er allt draslið niðri í circa 5 mínútur þar sem að server hardware er frekar lengi að fara í gegnum reboot ferlið.
Ég hef velt fyrir mér að setja einhverskonar hypervisor (líklegast Proxmox) þarna inní, en hef ekki ennþá nennt því vegna þess að þá þarf ég líklega að gera pass through fyrir hvern einasta disk yfir á ubuntu vélina. Eða er mögulega einhver leið til þess að gera auto passthrough fyrir alla diska yfir í ákveðna VM ?
Ég fór svo að velta fyrir mér hvort það gæti mögulega verið ennþá sniðugri lausn að reka þetta sem 2 virtual vélar, þar sem að önnur væri ekkert nema NAS sem expose'ar NFS share eða eitthvað álíka og hin vélin keyrði docker með plex og öllu því tengdu og þær myndu þá hafa samband yfir virtual net fyrir nfs samskipti.
Ég er annars mjög forvitinn að sjá hvernig ykkar arkitektúr er.