DNS - Isnic og Cloudflare
Sent: Þri 27. Des 2022 15:20
Sælir,
Ég er með smá vandamál sem ég veit ekki alveg hvers vandamál er.
Ég á íslenskt lén sem að ég skráði á sínum tíma í gegnum x.is. Mér skilst að það sé Premis í dag. Lénið er DNS hýst hjá x.is og ég er með aðgang að stjórnborði hjá x.is þar sem að ég get sýslað með DNS færslur.
Nú sá ég um daginn að Cloudflare býður uppá nokkurskonar SSL proxy þjónustu fyrir lén en til þess að nýta þjónustuna þarf að DNS vista lénið hjá þeim. Mér datt í hug að prófa þetta og athuga hvort að ég gæti flutt DNS hýsingu lénsins til þeirra. Það hefur ekki alveg gengið sem skildi, stóð samt í þeirri meiningu að Cloudflare væri með starfsemi á Íslandi og hlyti þar af leiðandi að vera viðurkenndur af Isnic.
Er einhver bærilega fróður í svona DNS hýsingarmálum og þekkir hvort að;
1. þetta er yfir höfuð hægt. Þ.e. get ég DNS hýst íslenskt lén hjá Cloudflare,
2. þetta er aðgerð sem að á að framkvæma á stjórnborðinu hjá Isnic eða x.is sem skráningaraðila lénsins,
3. ég er í tómu rugli
K.
Ég er með smá vandamál sem ég veit ekki alveg hvers vandamál er.
Ég á íslenskt lén sem að ég skráði á sínum tíma í gegnum x.is. Mér skilst að það sé Premis í dag. Lénið er DNS hýst hjá x.is og ég er með aðgang að stjórnborði hjá x.is þar sem að ég get sýslað með DNS færslur.
Nú sá ég um daginn að Cloudflare býður uppá nokkurskonar SSL proxy þjónustu fyrir lén en til þess að nýta þjónustuna þarf að DNS vista lénið hjá þeim. Mér datt í hug að prófa þetta og athuga hvort að ég gæti flutt DNS hýsingu lénsins til þeirra. Það hefur ekki alveg gengið sem skildi, stóð samt í þeirri meiningu að Cloudflare væri með starfsemi á Íslandi og hlyti þar af leiðandi að vera viðurkenndur af Isnic.
Er einhver bærilega fróður í svona DNS hýsingarmálum og þekkir hvort að;
1. þetta er yfir höfuð hægt. Þ.e. get ég DNS hýst íslenskt lén hjá Cloudflare,
2. þetta er aðgerð sem að á að framkvæma á stjórnborðinu hjá Isnic eða x.is sem skráningaraðila lénsins,
3. ég er í tómu rugli
K.