Síða 1 af 1

Bestu staðirnir til að kaupa Cat snúrur?

Sent: Lau 15. Okt 2022 00:52
af thrkll
Hvar er best að kaupa cat snúrur? Ég þarf að leggja smá kapal í öryggismyndavél og þyrfti að kaupa svolítið af þessu eftir metranum.

Það er voða erfitt að gúgla þetta þar sem að það er til svo mikið af köplum í ákveðnum lengdum. Og sömuleiðis flækir málin að þurfa útikapal, svartan sem sagt.

Ég var kominn á að fara í Öreind að kaupa þetta en sé að þar er lokað um helgar. Vitið þið um einhvern góðan stað til að kaupa svona útikapal eftir metranum?

Re: Bestu staðirnir til að kaupa Cat snúrur?

Sent: Lau 15. Okt 2022 01:21
af ZiRiuS

Re: Bestu staðirnir til að kaupa Cat snúrur?

Sent: Lau 15. Okt 2022 09:54
af audiophile
ZiRiuS skrifaði:Klárlega https://ortaekni.is/


Algjörlega. Hef oft verslað hjá þeim í allskonar lengdum og litum. Topp þjónusta og gæði.

Re: Bestu staðirnir til að kaupa Cat snúrur?

Sent: Lau 15. Okt 2022 10:31
af thrkll
ZiRiuS skrifaði:Klárlega https://ortaekni.is/


Vá, frábær búð. Klárlega verslun sem ég myndi vilja versla við ef það væri bara opið núna um helgina.

Haldið þið að það sé kannski hægt að kaupa þetta í BYKO/húsasmiðjunni, Tölvulistanum eða eitthvað svoleiðis?

Re: Bestu staðirnir til að kaupa Cat snúrur?

Sent: Lau 15. Okt 2022 10:32
af nidur
230 kr á meterinn há örtækni virðist vera í dýrari kantinum, og það virðist ekki vera útikapall.

Hjá íhlutum er meterinn að kosta 160kr úti. 110kr inni, En það er á 100m rúllum

Re: Bestu staðirnir til að kaupa Cat snúrur?

Sent: Lau 15. Okt 2022 11:11
af jonsig
Getur athugað þessar "nýju" pass-throu krumputangir fyrir ethernet mola. Þær eru ódýrar og gera ferlið fljótlegt og idiot proof að pressa mola á strengi.
Ég notast við töng frá klein tools sem ég fékk á lítinn pening og keypti haug af pass-thru molum til að pressa á fyrir kúk og kanil á aliexpress.

Þú borgar þetta kit upp með nokkrum skottum. Ég hirði bara afklippur af Cat strengum úr ruslinu í vinnunni til að nota heima.