Síða 1 af 1

Sent: Fim 08. Des 2005 15:53
af noizer
Þetta er sem sagt eigilega eins og Skype

Sent: Fim 08. Des 2005 15:57
af gumol
Frekar eins og MSN messenger

Sent: Fim 08. Des 2005 16:44
af gnarr
web cam og file transfer virkar nú bara mjög vel hjá mér.

Svo þykir mér fýnt að geta stillt tildæmis audio dótið, þar sem að ég er með circa 30 "Audio Device" í tölvunni hjá mér.

Sent: Fim 08. Des 2005 16:48
af Pandemic
Google talk er sorp í mínum augum ég prófaði það og fannst akkurat ekkert nýtt né spennandi við það.

Sent: Fös 09. Des 2005 00:24
af ICM
Google Talk hefur EKKERT fram yfir önnur IM forrit nema þú sért enn að keyra á 486 vél :roll: Eina sem er merkilegt við þetta er að það er Google merki á þessu.

Sent: Fös 09. Des 2005 00:46
af Vilezhout
það eina sem þetta gerir fyrir mig er að festa gaim í sæti sínu sem besti im clientinn

Sent: Fös 09. Des 2005 12:22
af ErectuZ
Mér finnst Google Talk vera betra en önnur svipuð forrit varðandi sound quality þegar maður er að tala við annað fólk í gegnum mic, sem IM forrit er Google Talk ekkert spes í mínum augum.

Sent: Fös 09. Des 2005 17:16
af Viktor
Gátu þeir ekki búið til einhverja skemmtilega fídusa eins og t.d. eitthvað forrit sem lýkist vent/msn/irc ! Það væri yndi!

Sent: Fös 09. Des 2005 18:30
af Birkir
Viktor skrifaði:Gátu þeir ekki búið til einhverja skemmtilega fídusa eins og t.d. eitthvað forrit sem lýkist vent/msn/irc ! Það væri yndi!
Hmm, ég veit ekki betur en að þetta líkist MSN Messenger.

Sent: Fös 09. Des 2005 18:36
af Veit Ekki
Viktor skrifaði:Gátu þeir ekki búið til einhverja skemmtilega fídusa eins og t.d. eitthvað forrit sem lýkist vent/msn/irc ! Það væri yndi!


Það er ekkert gaman að hafa allt eins.

Sent: Lau 10. Des 2005 00:18
af ICM
Live Messenger verður lang bestur, þar á toppinum með Skype... Eins og þið vitið munu Yahoo og MSN IM sameinast.

Sent: Lau 10. Des 2005 00:23
af Veit Ekki
IceCaveman skrifaði:Live Messenger verður lang bestur, þar á toppinum með Skype... Eins og þið vitið munu Yahoo og MSN IM sameinast.


Hvað er 'Live Messenger'? Er það þetta sem MSN og Yahoo munu sameinast í?

Sent: Lau 10. Des 2005 00:48
af natti
google talk byggir á jabber, sem er plús.
Það sem mér finnst þægilegt við gtalk er einmitt að það eru ekki billjón fídusar að flækjast fyrir, einfalt og þægilegt.
Voðalega lítið "nýtt" þarna samt.
Annars nota ég msn líka.

Ég get ómögulega verið sammála að skype sé á toppnum.
Bara staðreyndin að þetta kemur frá kazaa gives me the creeps, þó þeir séu búnir að selja þetta frá sér.

En vegna þess að skype kemur frá kazaa, þá er það forritað eins, þ.e.a.s. langt frá því að vera firewall friendly. Skype virkar á random portum, en það getur notað proxy, en það getur ekki notað proxy sem primary heldur bara sem fallback þegar bein tenging virkar ekki.
Sem verður til þess að í fyrirtækjum og stofnunum þar sem ekki er allt opið by default þá byrja eldveggsloggarnir að stækka gífurlega mikið vegna skype notkunar, þegar skype er að reyna að nota hin og þessi port.
Og jafnvel þó að net-adminin væri til í að leyfa notkun á skype, þá er ekki eins og hann geti bara opnað fyrir nokkur port og vandamálið leyst, nei því skype styður það ekki heldur verður að prófa sig áfram á öllum þeim portum sem það dettur í hug.
Og við erum að tala um að þessi "try" geta verið á bilinu 4-5 þúsund og upp í 1.5 milljón request á dag.

Kazaa var byggt upp þannig að ef þú varst á public ip tölu, og ekki bakvið eldvegg og á góðri tengingu, þá varðstu sjálfkrafa "hub" fyrir aðra notendur. En þú gast hinsvegar hakað við ef þú vildir ekki verða hub þó þú uppfylltir kröfurnar.
Skype er alveg eins, nema þú getur hvergi hakað við að þú viljir ekki verða hub. Ekki alveg minn draumur að verða hub fyrir aðra.

skype er basicly matröð þeirra fyrirtækja og stofnanna sem er eitthvað annt um öryggi á sínum kerfum.

Sent: Lau 10. Des 2005 01:17
af ICM
natti ég held að fæstir hérna hafi verið að hugsa um fyrirtæki en ef fólki er alvara ætti það að skoða http://www.microsoft.com/office/livecom ... fault.mspx

Sent: Lau 10. Des 2005 01:20
af natti
Jah, það eru samt notendur í fyrirtækjum.
Notendur sem vilja kannski spjalla við aðra notendur utan fyrirtækisins.
Rétt eins og fólk í fyrirtækjum notar msn.

Sent: Lau 10. Des 2005 02:52
af Birkir
IceCaveman skrifaði:Live Messenger verður lang bestur, þar á toppinum með Skype... Eins og þið vitið munu Yahoo og MSN IM sameinast.
Betan er amk frábær!

Sent: Lau 10. Des 2005 10:17
af andrig
þarf mar ekki að borga fyrir þetta LiceMessenger