Lykilorð og öryggi
Sent: Fös 16. Sep 2022 15:25
Þar sem vefþjónninn minn var hakkaður um daginn að þá vakti það mig til umhugsunar hvernig ég gæti betur tryggt öryggið á öllum gögnum og ýmsum notendareikningum. Eruð þið með einhver góð ráð varðandi lykilorð og þá líka þegar maður er að nota mörg lykilorð hvernig sé best að tryggja þau án þess að gleyma þeim. Getur verið flókið mál að muna mörg flókin lykilorð.
Ég veit svo sem ekkert hvort það var lélegt lykilorð eða einhver annar öryggisgalli sem varð mér að falli hvað vefþjóninn varðar, tel það nú samt ólíklegt að lykilorðið hafi verið of veikt.
Ég var að pæla í hvort að það væri sniðugt að kveikja á 2-þátta öryggi á Google reikningnum mínum en svo fór ég að hugsa hvað ef ég týni símanum eða hann bilar. Er maður þá ekki bara læstur úti?
Ég veit svo sem ekkert hvort það var lélegt lykilorð eða einhver annar öryggisgalli sem varð mér að falli hvað vefþjóninn varðar, tel það nú samt ólíklegt að lykilorðið hafi verið of veikt.
Ég var að pæla í hvort að það væri sniðugt að kveikja á 2-þátta öryggi á Google reikningnum mínum en svo fór ég að hugsa hvað ef ég týni símanum eða hann bilar. Er maður þá ekki bara læstur úti?