Síða 1 af 1

LoRa Helium Network

Sent: Fim 21. Júl 2022 21:47
af Rafurmegni
Sælr Vaktarar,

Ég var að skoða LoRa tæknina (https://en.wikipedia.org/wiki/LoRa) og Helium Network sem gerir fólki kleift að deila sambandi við internetið til að búa til mjög langdrægt net fyrir IoT tæki.
Þetta er aðeins byrjað að þéttast á höfuðborgarsvæðinu (sjá hér: https://explorer.helium.com/) en svakalega er áhugavert þetta "black spot" í Garðabæ? Greinilega engir tækninördar sem eru búsettir þar. Sennilega bara lögfræðingar og bankafólk?

Megni

Re: LoRa Helium Network

Sent: Fös 22. Júl 2022 11:23
af ZiRiuS
Sé að tækin eru að þéna um 5-20 dollara á mánuði í mínu hverfi sem er með eitt besta viewið í bænum. Ekki mikið return í dag og lítið vit í að kaupa 200-400 dollara græju?

Er ég að misskilja þetta eitthvað

Re: LoRa Helium Network

Sent: Fim 04. Ágú 2022 11:36
af Rafurmegni
ZiRiuS skrifaði:Sé að tækin eru að þéna um 5-20 dollara á mánuði í mínu hverfi sem er með eitt besta viewið í bænum. Ekki mikið return í dag og lítið vit í að kaupa 200-400 dollara græju?

Er ég að misskilja þetta eitthvað


Þannig að tíminn sem tekur til að ná break even er þá 10-15 mánuðir? Hvernig er það með crypto minera, er það mikið betra?

Re: LoRa Helium Network

Sent: Fim 04. Ágú 2022 12:35
af dori
Það sem þú færð fyrir að hafa þetta á mánuði er niðurgreitt af þeim sem koma inn á eftir þér. Virðast vera hverfandi tekjur að koma inní kerfið fyrir notkun á því.

https://www.theverge.com/2022/7/29/2328 ... ce-denials

Það getur vel verið að þú náir að borga þetta til baka á 10-15 mánuðum en ég myndi ekki gera ráð fyrir því.