Síða 1 af 1

Góður ókeypis vírus skanner?

Sent: Fim 01. Des 2005 14:16
af Snorrmund
veit einhver um gott ókeypis vírusvarnar forrit aðalega til að hreinsa eina tölvu ég ætlaði að nota þetta online dót hjá trendmicro en netið virkar ekki :(

Sent: Fim 01. Des 2005 14:25
af Stutturdreki
http://www.avast.com/ er fínn.. held ég.. reyndar aldrei fundið vírus.. veit ekki hvort það sé vegna þess að hann er góður eða lélegur :) En er amk. ókeypis.

Sent: Fim 01. Des 2005 15:42
af gnarr
Avast er alveg lang bestur.

Ég hef nokkrumsinnum sett hann inná tölvur sem hafa verið með aðrar varnir, eins og norton eða álíka, og hann hefur alltaf fundið nokkra vírusa sem hafa sloppið framhjá hinum vörnunum.
Ég hef aldrei fundið vírus á tölvu með Avast, allaveganna ekki enþá. Það virðist bara ekkert koma framhjá resident skannanum hjá avast :)

Sent: Fim 01. Des 2005 17:09
af kristjanm
En Norton Antivirus er svo miklu fallegri en Avast :D

Sent: Fim 01. Des 2005 17:39
af CraZy
en miklu þyngri, avast er stálið

Sent: Fim 01. Des 2005 18:24
af Snorrmund
hmm kíkti á tölvuna áðann með avast tilbúið á diski og gaurinn var með norton uppsettann. hann var greinilega ekki að virka eftir að taka svona boot scan með avast og eitt skann með spybot var tölvan eins og ný.

Sent: Fös 02. Des 2005 17:41
af kjaran

Sent: Fös 02. Des 2005 19:41
af so
Avast er mjög góður.
Er búinn að vera með hann lengi, hann hefur fundið nokkra vírusa, er mjög stapill og algjörlega automatiskur og maður finnur ekkert fyrir honum nema hin undurþýða rödd sem kemur alltaf reglulega til að segja manni að vírusvörnin hafi verið uppfærð :D

Sent: Fös 02. Des 2005 21:08
af MezzUp
Avast, ekki spurning

Sent: Fös 02. Des 2005 21:42
af gumol
so skrifaði:hin undurþýða rödd sem kemur alltaf reglulega til að segja manni að vírusvörnin hafi verið uppfærð :D

Svakalega gaman, eða þannig, að vakna við þessa "undurþýðu rödd" um helgar :?

Sent: Lau 03. Des 2005 03:53
af bluntman
VIRUS DATABASE HAS BEEN UPDATED.

Sent: Lau 03. Des 2005 19:47
af gnarr
þið eruð að grínast er það ekki?? þið vitið að það er EKKERT mál að slökkva á þessari rödd..

Sent: Lau 03. Des 2005 19:52
af bluntman
Haha hef aldrei pælt í að taka hana af en það er samt easy as hell :) En þetta hefur ekkert böggað mig neitt svosem...

Sent: Lau 03. Des 2005 20:55
af CraZy
gott hljóðið sem kemur líka þegar það finnur Vírus í tölvunni "víííu warning there is a virus on your computer!" hehe

Sent: Lau 03. Des 2005 21:02
af gumol
bluntman skrifaði:Haha hef aldrei pælt í að taka hana af en það er samt easy as hell :) En þetta hefur ekkert böggað mig neitt svosem...

Sama hér.

Ef maður er farinn að sofa það létt að maður vakni við þetta er maður búinn að sofa of lengi, svo þetta er bara gott ;)

Sent: Sun 04. Des 2005 18:26
af DoRi-
lennti íþ því að vera með hátalarana á fullu þegar ég var búinn að setja upp avast, og akkurat þegar eitthvað lag var búið kom þetta hljóð, mikið andskoti brá mér :?

Sent: Sun 04. Des 2005 18:29
af djjason
Ég lenti í því einusinni að vera að flytja fyrirlestur hérna úti í skólanum fyrir framan 30 manns..og hafði ekki tekið hljóðið af og það var frekar hátt stillt því ég hafði verið að hlusta á músík.

Svo byrjaði ég á fyrirlestrinum....

"Welcome to this presentation...today I am going to talk ab....VIRUS DATABASE HAS BEEN UPDATED......"

ég dó.



Annars mæli ég alveg 100% með Avast.

Sent: Sun 04. Des 2005 18:42
af ICM
þetta er þarna svo að fólki finnist það 1337... ég er svo 1337 að tölvan talar passaðu bara að ég h4xx0ri þig ekki

Sent: Sun 04. Des 2005 19:29
af MezzUp
Hmm, ég hef nú aldrei heyrt þetta sound í avast, enda disable'a ég öll aukahljóð um leið og ég sé stillinguna til þessa :P