Semboy skrifaði:thetta timeout stuff er ljott ad sja en thad virkar, anyhow hefur einhver profad bun?? Hljomar eins og thetta er akkurat sem mig vantar
Hef ekki heyrt áður um bun, en eftir að hafa horft á video-ið sem þú lést fylgja, þá sé ég ekki af hverju þú ættir ekki bara að nota create-react-app í staðin? Getur valið að búa bara til project með typescript strax í upphafi og gert þessa sömu hluti í einni skipun.
https://create-react-app.dev/docs/adding-typescript/Varðandi update_display, þá væri líklega eðlilegra að nota setInterval í stað recursive setTimeout líkt og þú ert að gera.
Ef þú ert að fara að skrifa þetta í React, þá líklega hendirðu þessari lógík inn í useEffect og lætur það setja state með useState, þá uppfærist viðmótið við hverja keyrslu á intervalinu.
Mæli einnig með að nota einhvern pakka fyrir tímasetningarnar eins og Viktor bendir á, momentjs, dayjs eða luxon eru vinsælir.
Þá sleppurðu við þetta leiðinlega string manipulation, og getur t.d. bara sagt dayjs().format('HH:mm:ss') til að fá tímann í klukkustundum:mínútum:sekúndum. Að sama skapi bjóða þessir pakkar upp á localization, þ.e. þýðingar svo þú þarft ekki að græja þýða þetta sjálfur frekar en þú vilt.
Ef þú vilt halda þig við að gera þetta í höndunum sjálfur, þá mæli ég samt með því að nota `${variable} ${annadVariable}` til að útbúa strengi, mikið læsilegra og þægilegra í viðhaldi heldur en að nota variable + ' ' + annadVariable.
https://developer.chrome.com/blog/es6-template-strings/** Bætt við **
En annars er ég ánægður með þig að djöflast í þessu!
Gæluverkefni sem hafa eitthvað raunverulegt notagildi myndi ég segja að væru bestu verkefnin til að þróast sem forritari