Síða 1 af 3

Atvinna?

Sent: Mán 28. Nóv 2005 23:27
af natti
Jæja...
Það er nú ekki svo langt síðan að ég m.a. auglýsti hvort einhverjum vantaði vinnu í þræði hérna á vaktinni, og reyndar fleiri stöðum. (Þar sem að ráðningarstofurnar voru ekki alveg að fúnkera.)
Það er skemmst frá því að segja að það var ráðinn starfsmaður sem sá póstinn minn hérna á vaktinni. Reyndar ekki virkur notandi, but hey.

Þó ég hafi hugsað mér að vinna áfram hjá Símanum í einhvern tíma, þá er þetta spurningin um að grípa tækifærin þegar þau bjóðast. Og þar af leiðandi sagði ég starfi mínu lausu eftir 5 ára starf.
Þannig að ef einhver hérna kann e-ð á networkin, og vantar vinnu eða langar að breyta til...
http://dev02.simi.is/Brunnar%5Ctesting%5CSiminnStaffApp.nsf/form/umsokn.html?openForm&E454C4ACE77AB514002570C20056D1D2
Þetta er reyndar sami texti og var við fyrri auglýsingu, líklega einhver leti í stjórnendum, but hey. :8)

Sent: Þri 29. Nóv 2005 11:43
af hilmar_jonsson
Hlekkurinn virkar ekki hjá mér.

Sent: Þri 29. Nóv 2005 13:20
af gumol
Virkar hér

Sent: Þri 29. Nóv 2005 13:26
af hilmar_jonsson
Virkar núna.

Sent: Fös 02. Des 2005 20:23
af emmi
Veistu hver launakúrfan er í þessu ákveðna starfi?

Sent: Sun 04. Des 2005 17:10
af tms
· Leitum eftir starfsmanni sem lokið hefur námi við tölvubraut (netkerfi) frá Iðnskólanum í Reykjavík eða sambærilegu námi.

Ég skil ekki afhverju fólk er að ráðleggja manni að halda áfram á náttúrufræðibraut!

Sent: Sun 04. Des 2005 17:20
af Vilezhout
afþví að það felur oft í sér mesta stærðfræði sem er grunnurinn að viðskiptanámi og verkfræði sem eru sennilega aðeins betur borguð enn þetta :)

Sent: Sun 04. Des 2005 17:25
af axyne
flestir háskólar eru farnir að taka við fólki sem ekki hafa lokið stúdent.

t.d fyrir nokkrum árum tók HI ekki við fólki sem hafði útskrifast frá tölvubraut frá IR. en núna eru þeir að sækjast eftir þeim nemendum.

held að margir sem skráðu sig í nátturufræðibraut hafa séð eftir því. allavega sá ég eftir því. :?

Sent: Sun 04. Des 2005 17:33
af Xyron
Nú er ég búinn að klára náttúrufræðibraut um áramótin.. var að velta því fyrir mér að vinna eitthvað áður en að ég held áfram í námi, fór einmitt á náttúrufæðabraut vegna þess að mér var sagt að ég gætti valið mest útfrá henni.. þó svo að ég hafði mikið meiri áhuga á tölvum :oops:

Er það alveg must að vera með gráðu frá Iðnó til að eiga möguleika að komast inn í þessa vinnu? :roll:

Sent: Sun 04. Des 2005 17:54
af CendenZ
axyne skrifaði:flestir háskólar eru farnir að taka við fólki sem ekki hafa lokið stúdent.

t.d fyrir nokkrum árum tók HI ekki við fólki sem hafði útskrifast frá tölvubraut frá IR. en núna eru þeir að sækjast eftir þeim nemendum.

held að margir sem skráðu sig í nátturufræðibraut hafa séð eftir því. allavega sá ég eftir því. :?



Þetta er ekki svona einfalt.

fólk sem kemur úr td. fjölmennt hefur mikið mikið betri lesskilning en td. þeir sem koma úr versló og ms, en aftur á móti eru verslingar mjög öflugir í stærðfræði, sem td. Borghyltingar eða FÁ-vitar eru ekki.

í td. Borgarholtsskóla og Fjölbraut í Ármúla eru 2 stærðfræðiáfangar nóg til stúdents prófs, en í hverjum lesáfanga eru að meðaltali 6 áfangar.

í Versló og MS eru að virði fjölbrautar, 6 stærðfræðiáfangar en einungis að meðaltali andvirði 3 áfanga í lesáföngum.


Háskólar sækjast ekki endilega eftir fólki sem er gífurlega öflugt í stærðfræði, né endilega gífurlega öflugt í fræðilegum greinum.

Þess vegna hefuru "tekið eftir því" að HÍ eru farnir að taka fleiri inn með mismunandi bakgrunn.

Það sem þú sagðir er líkt og að segja að þjóðverjar séu gáfaðastir allra þjóða vegna Albert Einstein.

Sent: Sun 04. Des 2005 18:01
af Xyron
Einstein er frá Austurríki btw..

Sent: Sun 04. Des 2005 18:18
af djjason
Ithmos skrifaði:
· Leitum eftir starfsmanni sem lokið hefur námi við tölvubraut (netkerfi) frá Iðnskólanum í Reykjavík eða sambærilegu námi.

Ég skil ekki afhverju fólk er að ráðleggja manni að halda áfram á náttúrufræðibraut!


Það er nú held ég eingögnu vegna þess að ef þú skildir vilja fara í eitthvert raungreina nám á háskólastigi t.d. Tölvunarfræði, Tölvuverkfræði, Stærðfræði, Eðlisfræði, Verkfræði osfrv. þá er róðurinn mjög erfiður (ef ekki ómögulegur) ef viðkomandi hefur ekki nógu góðann bakgrunn. Ef menn hafa ekki áhuga á að fara þessa leið eftir menntaskóla nú þá er kanski bara lógíst að velja eitthvað annað. Vissulega er Síminn að auglýsa eftir einhverjum frá IR og það er bara fínt. Hinsvegar gæti einhver haft áhuga á starfi þar sem B.Sc. eða M.Sc. í raungreinum væru lágmarksskilyrði og til þess að ná sér í þá gráðu þá þarf viðkomandi að ganga í gegnum t.d. stranga stærðfræðikúrsa og þá hjálpar undirbúningurinn sem menn fengu á náttúrurfæðibrautinni.

Hinsvegar getur mikil stærðfræðiþekking seint talist ókostur sama við hvað þú vinnur. Margir vilja brenna sig á því og dæma t.d. stærðfræði sem kennd er á seinnihlutum menntaskólaáranna sem óþarfa þar sem þetta eru svo abstract dæmi að maður á aldrei eftir að nota þessar aðferðir. Vissulega er það satt að margt sem er kennt í stærðfræði lærir maður eingögnu og tekur próf og notar ekki...en það er eins og stæðfræðikennarinn minn í Verzló sagði einu sinni við bekkinn minn þegar við vorum að kvarta...."ég er alveg klár að þið munuð sennilega aldrei nota þetta sem ég kenndi ykkur í dag.....en stærðfræði er bara heilaleikfimi sem æfir heilann í góðri og rökréttri hugsun" og það er bara hárrétt.

Sent: Sun 04. Des 2005 18:23
af natti
Ithmos skrifaði:
· Leitum eftir starfsmanni sem lokið hefur námi við tölvubraut (netkerfi) frá Iðnskólanum í Reykjavík eða sambærilegu námi.

Ég skil ekki afhverju fólk er að ráðleggja manni að halda áfram á náttúrufræðibraut!


Þeir sem hafa lesið auglýsinguna hafa tekið eftir því að það eru ekki gerðar miklar kröfur. (Hence the above)

Ástæðan fyrir þessu er einföld, það er voðalega lítið af fólki á markaðnum sem hefur einhverja hugmynd um netkerfi eða slíkt.
Á þessu ári hefur töluvert verið auglýst eftir fólki í netkerfa-related störf.
Í þau skipti sem það hafa verið gerðar einhverjar kröfur um netkunnáttu (ekki miklar alltaf samt) þá hafa svo gott sem engar marktækar umsóknir komið inn.
Fyrirtæki eru því farin að gera lægri kröfur um reynslu og kunnáttu, en meiri kröfur til lærdóms og að viðkomandi sé fljótur að tileinka sér nýja hluti (oftast undir leiðsögn annarra sem vinna þarna fyrir.)

djjason skrifaði:Vissulega er það satt að margt sem er kennt í stærðfræði lærir maður eingögnu og tekur próf og notar ekki

Rétt hjá þér það sem þú nefnir svo með rökhugsunina. En það eru reyndar ótrúlegustu hlutir sem maður hélt að maður myndi aldrei nota, en koma svo að góðum notum seinna.
En eins og með stærðfræðina, þá halda margir sem eru í tölvunámi að þeir græði ekkert á því að kunna binary og geta umbreytt frá dec-bin og öfugt á blaði eða í huganum.
Og það er kannski rétt, að margir í tölvubransanum koma aldrei til með að nota binary, en svo eru margir aðrir sem koma til með að nota binary, eða verða amk að skilja binary til að geta leyst ákveðin vandamál.

Sent: Sun 04. Des 2005 19:22
af MezzUp
natti skrifaði:En eins og með stærðfræðina, þá halda margir sem eru í tölvunámi að þeir græði ekkert á því að kunna binary og geta umbreytt frá dec-bin og öfugt á blaði eða í huganum.
Og það er kannski rétt, að margir í tölvubransanum koma aldrei til með að nota binary, en svo eru margir aðrir sem koma til með að nota binary, eða verða amk að skilja binary til að geta leyst ákveðin vandamál.
Subnetting? :)

Sent: Sun 04. Des 2005 19:52
af natti
MezzUp skrifaði:Subnetting? :)

heh, ahm, tildæmis :)

Sent: Sun 04. Des 2005 20:10
af djjason
natti skrifaði:Rétt hjá þér það sem þú nefnir svo með rökhugsunina. En það eru reyndar ótrúlegustu hlutir sem maður hélt að maður myndi aldrei nota, en koma svo að góðum notum seinna.


Einmitt...ég ákvað að fara ekkert inn á þá umræðu :)

natti skrifaði:En eins og með stærðfræðina, þá halda margir sem eru í tölvunámi að þeir græði ekkert á því að kunna binary og geta umbreytt frá dec-bin og öfugt á blaði eða í huganum.


Það er líka bara hárrétt. Ég lendi tildæmis oft í rökræðum við vini mína varðandi þessa hluti. Sjálfur er ég "stærðfræði-oriented" einstaklingur (og er í raunvísindanámi). Vinir mínir (sem eru allir í viðskipta eða hagfræðinámi) bölva stærðfræðinni í sand og ösku því þeim finnst hún erfið hjá þeim (svo sem bara sjálfum þeim að kenna þar sem þeir sluksuðu hana í menntaskóla og hafa ekki nógu góðann grunn....en það er önnur umræða). Þeir bara skilja ekki afhverju þeir geta ekki lært að nota nýju svörtu fínu "Hyper Ultra Casio 2000" reiknivélina sem þeir keyptu í að leysa þetta alltsaman....til hvers að læra "bakgrunninn" ef Casio-inn getur bara leyst þetta?

Ef þú lendir í vandamáli hvað geriru þá? Ef þú færð vitlaust út? Hvernig ætlaru að vita hvaða tölur þú ætlar að slá inn? Ef maður kann stærðfræðina þá a) veit maður hvað maður er að gera og b) ef þú lendir í veseni þá geturu bjargað þér. Casio-inn er bara til að flýta fyrir ;)

En þetta er nú komið held ég aðeins off-topic.....þetta er bara mikilvægt málefni hjá mér :)

Sent: Sun 04. Des 2005 22:18
af CendenZ
casioin er náttla brill í runum

Sent: Mán 05. Des 2005 01:28
af tms
Held að stærfræðin, eðlisfræðin og tölvuáfangarnir sem maður tekur í kjörsviði er það eina sem er að halda mér í skólanum. Á í erfiðum í hinum greinunum, sérstaklega íslensku og sögu, líklegast vegna þess að ég er ekkert gefinn fyrir að hanga yfir bókum og læra "af því svona er það bara" uppúr bók.

Frá einu off-topic í annað, var í STÆ403 og er búinn að vera að læra deildun, er það calculus á ensku?

Sent: Mán 05. Des 2005 01:41
af CendenZ
Ithmos skrifaði:Held að stærfræðin, eðlisfræðin og tölvuáfangarnir sem maður tekur í kjörsviði er það eina sem er að halda mér í skólanum. Á í erfiðum í hinum greinunum, sérstaklega íslensku og sögu, líklegast vegna þess að ég er ekkert gefinn fyrir að hanga yfir bókum og læra "af því svona er það bara" uppúr bók.

Frá einu off-topic í annað, var í STÆ403 og er búinn að vera að læra deildun, er það calculus á ensku?



calculus er örsmæðarreikningur á íslensku minnir mig

Sent: Mán 05. Des 2005 02:14
af djjason
Ithmos skrifaði:Frá einu off-topic í annað, var í STÆ403 og er búinn að vera að læra deildun, er það calculus á ensku?


Deildun (diffrun) er "differentiation" á ensku, diffrun og heildun (tegrun) er örsmæðarreikningur (e. calculus) rétt eins og CendenZ sagði.

Sent: Mán 05. Des 2005 08:23
af gnarr

Sent: Mán 05. Des 2005 14:57
af Pandemic
Ithmos skrifaði:Held að stærfræðin, eðlisfræðin og tölvuáfangarnir sem maður tekur í kjörsviði er það eina sem er að halda mér í skólanum. Á í erfiðum í hinum greinunum, sérstaklega íslensku og sögu, líklegast vegna þess að ég er ekkert gefinn fyrir að hanga yfir bókum og læra "af því svona er það bara" uppúr bók.


Ég er t.d svona gaur ég VERÐ að hafa ástæðu og áhuga til að læra hlutina eins og t.d margt í tölvum er ég no time að læra en t.d þegar ég er að læra einhverjar bölvaðar reglur í íslensku sem ég hef engan áhuga á skít ég uppá bak við að muna þær.

Sent: Þri 06. Des 2005 13:32
af pjesi
djjason skrifaði:
Ithmos skrifaði:Frá einu off-topic í annað, var í STÆ403 og er búinn að vera að læra deildun, er það calculus á ensku?


Deildun (diffrun) er "differentiation" á ensku, diffrun og heildun (tegrun) er örsmæðarreikningur (e. calculus) rétt eins og CendenZ sagði.


Diffrun er jú differentiation en heildun er integration á ensku. Er einmitt að taka Numerical Analysis á 3. ári í Bsc. Fjallað var um diffrun og tvinntölur í fyrsta tímanum, eftir það var ætlast til að allir væru með þetta á hreinu. Seinna var tekinn einn tími þar sem farið var í heildun. Restin af áfanganum gerði ráð fyrir að þú værir með 100% kunnáttu á þessu sviði (calculus).

Restin fjallaði síðan nánast eingöngu um hvernig maður getur notað tölvur til að áætla föll, núllgildi, pi, kvarðarætur, hornaföllinn. Þeir sem ekki höfðu lokið náttúrufræði eru vægast sagt í vandræðum við að komast yfir þennann áfanga þannig ég er alsæll með mitt MA próf í náttúrufræði.

Fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu mikilvæg þessi stærðfræði er í daglegu lífi.

Sent: Þri 06. Des 2005 16:28
af CraZy
Pjesi hvenar útskifaðistu? og hvað heitiru? ætla að reyna finna þig uppá vegg :)

Sent: Þri 06. Des 2005 16:37
af pjesi
CraZy skrifaði:Pjesi hvenar útskifaðistu? og hvað heitiru? ætla að reyna finna þig uppá vegg :)


Útskrifaðist 2002. Er bæði á 1999 og 2002 spjaldinu ef þú átt við það.