Að hringja i landlínusíma þegar ekkert "signal" er til staðar
Sent: Mið 25. Maí 2022 11:03
Daginn Vaktarar,
Ég á við undarlegt vandamál að stríða. Ég þarf að geta hringt í landlínu þegar ég er utan þjónustusvæðis en samt með blússandi wifi yfir ljósleiðara. Það eru ennþá nokkrir GSM sambandslausir blettir á landinu og ég held stundum til á einum slíkum. Það er dálítið þreytt að fara í fjallgöngu í hvert skipti sem maður vill geta hringt.
Ég veit að ég get notað Skype, en það er ekkert fútt í því. Það sem mig langar til að vita er hvort til sé Android hugbúnaður sem maður getur komið fyrir á síma sem staðsettur er þar sem símasamband næst (og Wifi er til staðar) og hringt svo í gegnum netið í hann og svo áfram út á GSM netið? Þ.e. VOIP<=>3G/LTE call gateway.
Hefur einhver notað svona, t.d. VoDroid eða https://www.gempro.com.tw/?
kv, Megni
Ég á við undarlegt vandamál að stríða. Ég þarf að geta hringt í landlínu þegar ég er utan þjónustusvæðis en samt með blússandi wifi yfir ljósleiðara. Það eru ennþá nokkrir GSM sambandslausir blettir á landinu og ég held stundum til á einum slíkum. Það er dálítið þreytt að fara í fjallgöngu í hvert skipti sem maður vill geta hringt.
Ég veit að ég get notað Skype, en það er ekkert fútt í því. Það sem mig langar til að vita er hvort til sé Android hugbúnaður sem maður getur komið fyrir á síma sem staðsettur er þar sem símasamband næst (og Wifi er til staðar) og hringt svo í gegnum netið í hann og svo áfram út á GSM netið? Þ.e. VOIP<=>3G/LTE call gateway.
Hefur einhver notað svona, t.d. VoDroid eða https://www.gempro.com.tw/?
kv, Megni