Er byrjaður að fikta meira með Persónulegan Azure account sem ég nota annað slagið og ákvað að reyna skipuleggja nethögunina betur þar sem ég var byrjaður að eyða út Virtual netum við einföldustu aðgerðir og þurfti alltaf að byrja skipulag upp á nýtt í hverju verkefni.
Mögulega hefur einhver net nördi gaman af þessu þannig að ég bara ákvað að henda í þráð. Það má líka pönkast í mér ef þetta er illa skipulagt (er ekki að vinna við að hanna netkerfi á hverjum degi).
Svona hugsaði ég skipulagið
/16 per Vnet - web,app,db Tier+1 stk reserved
/16 Vneti splittað í 4 subnets = /18 per subnet (16384 IPs)
Ákvað að skipta þessu upp svona og nota 10.x.x.x Ip range (nota 4 Vnet í hverju Region á hverja Azure subscription þar sem stofnuð Vnet í Azure flytjast ekki milli Regions)
https://hjalti-my.sharepoint.com/:x:/g/personal/hjalti_hjalti_me/ESrHeaUlX2FOi1ksZxj2IzUBJvf6VEwO27kXz7QTxILN5A?e=GZbb2Y
Notaði einfaldan subnet calculator t.d þegar ég bjó til Neurope-General-Vnet1 (10.16.0.0/16)
https://www.site24x7.com/tools/ipv4-subnetcalculator.html
10.16.0.0/16 General-Vnet1 í Azure
Ég reyndi að koma þessu frá mér á þokkalega skiljanlega máta (gaf mér það að sá sem nennir að lesa þennan þráð skilja mig allavegana nokkurn veginn).
Kom mér skemmtilega á óvart að þegar ég stofna Azure Virtual network og subnet að þau eru aðgengileg í öllum availability zone-um í því Azure Region sem maður stofnar net (í AWS þurfti maður að plana VPC/Subnet nethögun fyrir hvert Availability zone sem er frekar pirrandi).
Edit: Ætli ég bæti ekki úr nafnareglum á Virtual netum fljótlega , var að spotta að Microsoft er með best practice á hvernig maður eigi að nefna Azure resource-a: https://docs.microsoft.com/en-us/azure/cloud-adoption-framework/ready/azure-best-practices/resource-naming
Plana nethögun Azure
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Plana nethögun Azure
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 15. Maí 2022 18:31, breytt samtals 2 sinnum.
Just do IT
√
√