Síða 1 af 1

[Leyst]Nýdregið net í vegg virkar ekki

Sent: Lau 07. Maí 2022 00:03
af Daz
Ég veit ekki alveg hvort ég er bara að væla eða biðja um hjálp hérna en vandamálið mitt er eftirfarandi.
Dró streng (5e) í gegnum nokkra veggi, tengdi á báðum endum með keystone tengi (5e), notaði einfaldan cable tester, svipað og þessi, sem segir að allir vírar eru rétt tengdir. Vandinn er að mér tekst ekki að fá tölvu til að virka í gegnum þessa lögn. Hvorki ef ég tengi net-router öðru megin og tölvu hinu megin eða ef ég tengi bara tvær tölvu saman (sem ég var búinn að staðfesta að geta talað saman ef ég tengi þær með 3 metra net kapli).
Er eitthvað annað fyrir mig að gera en að draga nýtt í vegginn?
Er mögulegt að rangt tengt í tenglana geti haft þessi áhrif ("eins rangt" báðu megin þar sem cable testerinn staðfestir röðina)?

Re: [Leyst]Nýdregið net í vegg virkar ekki

Sent: Lau 07. Maí 2022 00:22
af Daz
Já, það skiptir máli ef röðin í tenglunum er röng! Ég var að láta það trufla mig hvernig maður raðar vírunum í cat 5 tengi, frekar en að fylgja þeim litakóða sem var prentaður á vegg-molann.
Skipti ekki máli að ég gerði þetta eins vitlaust báðu megin. Vonandi getur einhver annar lært af þessum 3 tíma mistökum mínum :D

Re: [Leyst]Nýdregið net í vegg virkar ekki

Sent: Lau 07. Maí 2022 15:03
af andribolla
Þessi mælir er ekki að segja þer hvort þetta se rett tengt hja þer, hann segir þer hvort það se 1 a moti 1….
Þo svo allir virar seu rettir a moti hvor öðrum þa getur þetta samt verið vitlaust tengt, en og hægt er að na samskiptum i gegn. Crosstalk getur svo orðið a milli para , þvi meiri traffik þvi meiri ahrif af ct.
Kv.