Nariur skrifaði:Ég á voða erfitt með að skilja hvað það er sem þú græðir á að hafa mörg instance. Að deila resources á milli verkefna er nákvæmlega það sem stýrikerfi gerir og að bæta við fleirum inniheldur bara massíft overhead og er í dag, held ég, ekki hægt eins og ég skil að þú viljir það.
Frá mínu sjónarhorni værirðu eingöngu að ræna þig af functionality og resources með því að gera þetta ekki allt innan eins stýrikerfis. Lang eðlilegasta lausnin er bara að draga gluggana inn á þann skjá sem þú vilt hafa þá á.
Minuz1 skrifaði:Sé ekki þörfina til þess að vera með alveg aðskilin stýrikerfi.
Málið er að ég vil gera þetta allt saman innan "eins stýrikerfis" en bara geta haft aðskyld svæði. Ég er þegar með allt skipt á milli skjáa, desktop
icons osf. það virkar alveg ágætlega, en það sem ég er helst að leita eftir er að geta verið verkefnin skipt niður í þeirra "eigin stýrikerfi".
Myndi virka svipað og quarantine í vírusvörnum, gögnin í quarantine get ekki séð önnur gögn á tölvunni og önnur gögn/forrit geta ekki séð
gögnin í quarantine. Þannig að ég gæti t.d. sótt Handbrake og installað því í video instance án þess að hafa það í main instance eða í
game creation instance, þetta er svo mikið af forritum sem að fylgja leikjagerð og video editing að það er ekki fyndið, þess vegna langar
mér að geta aðskilið þetta. Og svo ef maður þarf að strauja vélina/instance að þá þyrfti maður ekki að sækja allt draslið og eyða mörgum
dögum í að setja allt upp aftur.
Minuz1 skrifaði:Eitt stýrikerfi tekur yfir alla þá resource-a sem það hefur aðgang að.
Þú getur ekki nýtt 100% minni tvisvar á sömu tölvunni. Þú þarft að aðskilja það svo að hvert instance sem þú ert að óska hafi sér pláss.
Þar er munurinn á "stýrikerfi" og hefðbundnu forriti.
Nei enda er ég ekki að tala um að nýta minnið 100% tvisvar, meikar ekki sense. Er að tala um að hvert instance geti
tekið sín % sem það þarf hverju sinni. Held að fólk sé aðeins of fast í þessari stýrikerfis hugsun, þetta þarf ekkert að vera stýrikerfi "per se"
heldur lokað instance sem væri keyrt sem forrit þá væntanlega. Rétt eins og forrit geta óskað eftir 4gb RAM og 4 kjarna en skilað svo 2gb RAM
og 2 kjörnum seinna meir því það þarf ekki svo mikið af resources.
nonesenze skrifaði:Windows 11 býður líka uppá að setja upp sithvort desktop á hverjum skjá
Það er bara það sama og virtual desktop og er í windows 10, að mér sýndist.
Hizzman skrifaði:gúglaði smá: það virðast vera til lausnir sem leyfa fleiri en einn user loggaðan inn í einu og þá hver með sinn skjá.mús.lyklaborð.
'multi user computer' eða eitthvað þannig
Já eins og t.d. MS multipoint server, nema að þá þarftu að hafa einhverja smá vél á hinum endanum til þess að tengja skjá/lyklaborð/mús.
Það er ekki alveg að gera sig, og mig minnir að hver user er með fast resource allocation, og ef að user þarf auka RAM þá þarf að fara í main vélina
og slökkva á usernum til þess að geta bætt við hann RAM. Einnig minnir mig með t.d. multipoint serverin að öll forrit sem á að nota þurfa
að vera instölluð á servernum sjálfur, en þá er ég komin bara í sama pakka og ég er núna.
Veit ekki alveg hvernig ég á að geta útskýrt þetta frekar, maður er með þetta í hausnum en nær ekki að koma þessu frá sér á rituðu máli.
Ætli það sé ekki hægt að líkja þessu við íbúð, Þú ert með 200fm íbúð sem bara einn stór geymir, eldhús, baðherbergi, bílskúr os.f. er allt
í þessum eina geymi, og þér langar ekkert að þurfa horfa uppá vin þinn koma í heimsókn og skjóta einni þynnku bombu hjá þér, það
myndi stinka upp alla íbúðina eða setja bílin í gang eða vera að rafsjóða eitthvað og vilt ekki að allar eiturgufurnar fari um alla íbúð og yfir alla fjölskylduna, þannig
að þú myndir vilja setja upp veggi og hurðar til þess að haga þessu öllu í sínum eigin herbergjum (Instances) og samt
notað heitt/kalt vatn og glugga (resources) eins og hvert herbergi þarf fyrir sig.
Hvort sem að þetta sé til eða ekki, þá er þetta það sem að ég er að leitast eftir.