Síða 1 af 2
hvernig er best að hafa windowsið ???
Sent: Sun 20. Nóv 2005 02:51
af kraft
Hæ vaktarar.
Ég var að pæla í því hvernig væri best að hafa windowsið. Ég meina Hvað er sniðugast ... hafa kannski ´ser partition fyrir hann á 200 gb disk með 8 mb buffer, eða væri kannski sniðugt hjá mér að kaupa disk með 16 mb buffer og gera það eða þá að fá mér raptor disk með 10.000 snúningum. Hvað myndi virkar best ?
Sent: Sun 20. Nóv 2005 04:15
af Cascade
2x 74gb Raptors á stribe
Sent: Sun 20. Nóv 2005 07:42
af fallen
Mæli ekki með að hafa stórann disk og gera sér partition fyrir OS'ið.
Taktu þér annaðhvort 1 eða 2 WD Raptors, skothelt stuff.
Sent: Sun 20. Nóv 2005 11:31
af DoRi-
en á móti kemur það að fólk hefur oft lennt í vandræðum með að setja windows á sata disk, ef þú ætlar þér að gera það, vertu með floppy drif
Sent: Sun 20. Nóv 2005 12:17
af Veit Ekki
Gætir líka tekið þér einn 36GB, það er alveg nóg fyrir windows en ef þú ætlar að fá meiri hraða þá eru 2 í raid nátturulega málið.
Sent: Sun 20. Nóv 2005 18:30
af kristjanm
74GB útgáfan er þó nokkuð hraðvirkari
Og svo veit ég ekki til þess að fólk hafi lent í vandræðum með að installa Windows á SATA. Það er nú bara mjög einfalt, þarf bara að vera með floppy diskinn sem fylgdi móðurborðinu og ýta á F6 í byrjun.
Sent: Sun 20. Nóv 2005 19:28
af DoRi-
málið er að fólk þarf að vita hvað það á að gera
Sent: Mán 21. Nóv 2005 11:37
af Róbert
Er með 36 GB, WD Raptor og fynnst hann frekar hávær
Sent: Mán 21. Nóv 2005 11:41
af kristjanm
74GB útgáfan er hljóðlátari, með "Liquid Bearing" sem fyrri útgáfan hefur ekki.
Sent: Mán 21. Nóv 2005 12:34
af gumol
Er hún hljóðlát?
Re: hvernig er best að hafa windowsið ???
Sent: Mán 21. Nóv 2005 14:03
af CendenZ
kraft skrifaði:Hæ vaktarar.
Ég var að pæla í því hvernig væri best að hafa windowsið.
Nýformattað.
Re: hvernig er best að hafa windowsið ???
Sent: Mán 21. Nóv 2005 14:05
af Veit Ekki
CendenZ skrifaði:kraft skrifaði:Hæ vaktarar.
Ég var að pæla í því hvernig væri best að hafa windowsið.
Nýformattað.
*drumtiss*
Sent: Mán 21. Nóv 2005 14:06
af Xyron
Cascade skrifaði:2x 74gb Raptors á stribe
Hvers vegna eru talsvert margir hérna á vaktini sem segja oft á tíðum 2x 74Gb Raptora.. væri ekki hagkvæmara að hafa bara einn undir stýrikerfið/leikina/forritin og síðan hafa annan stóran 7400rpm disk undir öll gögn
Sent: Mán 21. Nóv 2005 14:33
af gnarr
jú. það breytir sama og engu að hafa raid0 undir win og forrit.
Sent: Mán 21. Nóv 2005 14:50
af CendenZ
sjálfur er ég með 2 partinion á OS disknum
eitt fyrir windows og svo 10 gb fyrir Ghost
aldrei að formatta eða setja allt uppá nýtt
ghost er ~ 10 min max
Sent: Mán 21. Nóv 2005 15:10
af Tyler
Fallen, af hverju ekki gera sér partition fyrir OS´ið á stórum disk? Var nefnilega að enda við að gera það á 250gb disk.
Einn forvitinn...
Sent: Mán 21. Nóv 2005 15:23
af gnarr
ég er með þetta svona hjá mér í XPC vélinni minn:
1x Seagate 200GB skipt svona (og í þessari röð á disknum. Það sem er efst er yst á disknum og það sem er neðst innst.):
C: - 3GB partition Bara með Windows möppunni, hef það yst, semsagt á hraðasta og óöruggasta hlutanum af disknum. Þar sem að hraðinn skiptri mestu máli og það skiptir engu þótt það corruptist.
Z: - 2GB partition bara með Page File. Hef það næst yst, þar sem að það þarf mikinn hraða, og skiptir engu máli þótt það corruptist.
D: - 40GB partition bara með Program Files. Hef það þriðja yst, þar sem að það skiptir engu máli þótt instöllin tapist, og þarna fær þetta nógann hraða.
F: - 131GB partition næst innst á disknum. Þarna geymi ég alla tónlist, bíómyndir, setup fyrir forrit og annað sem væri leiðinlegt að tapa, en myndi þó ekki skipta neitt svakalega miklu máli þótt ég myndi missa það. Það skiptir líka litlu máli þótt þetta sé svona innarlega á disknum, þar sem að hver fæll þarna er opnaður mjög sjaldan.
E: - 10GB partitin alveg innst á disknum. Semsagt á lang hægasta, en lang öruggasta hlutanum af disknum. Þar er bara Documents and Settings, Þarna er allt mikilvægasta dótið mitt. Öll skjöl, ljósmyndir, notenda stillingar og annað sem væri mjög leiðinlegt að tapa.
Svo nota ég OO Defrag til að defragga hvert partition með Complete/Space, og fæ þannig hámarks afköst af disknum, án þess að tapa hraða eða öriggi.
Sent: Mán 21. Nóv 2005 15:32
af hilmar_jonsson
gnarr skrifaði:Svo nota ég OO Defrag til að defragga hvert partition með Complete/Space, og fæ þannig hámarks afköst af disknum, án þess að tapa hraða eða öryggi.
Hefur þetta einhverja kosti fram yfir það sem er innbyggt í windows?
Sent: Mán 21. Nóv 2005 16:02
af gnarr
Já. Mjög marga.
Sent: Mán 21. Nóv 2005 16:30
af Stutturdreki
Tyler skrifaði:Fallen, af hverju ekki gera sér partition fyrir OS´ið á stórum disk? Var nefnilega að enda við að gera það á 250gb disk.
Einn forvitinn...
Af því að ef þú ert með einn disk getur tölvan bara lesið á einum stað í einu og gögnin eru dreifð út um allann disk, ef þú ert með tvo diska getur tölvan lesið af þeim báðum samtímis. Það styttir tíman sem fer í að leita af réttum stað til að lesa á harðadisknumn þegar tölvan þarf að lesa gögn og eitthvað úr stýrikerfinu til skiptis.
Draumurinn minn er að hafa amk. fjóra diska; einn fyrir stýrikerfi, einn fyrir cache, einn fyrir forrit og einn fyrir data. Stýrikerfis og forrita diskarnir myndu sjaldan breytast og væru vel upp raðaðir, þar af leiðandi minni tímií að leita af réttu sectorunum til að lesa. Eini gallinn er að stýrikerfis diskurinn þyrfti ekki að vera meira en 10gb, cache diskurinn um 2-5gb.. og það bara fást ekki svona litlir diskar enþá
Re: hvernig er best að hafa windowsið ???
Sent: Mán 21. Nóv 2005 16:40
af urban
CendenZ skrifaði:kraft skrifaði:Hæ vaktarar.
Ég var að pæla í því hvernig væri best að hafa windowsið.
Nýformattað.
já og ekki gleyma updateað
Re: hvernig er best að hafa windowsið ???
Sent: Mán 21. Nóv 2005 16:51
af DoRi-
urban- skrifaði:CendenZ skrifaði:kraft skrifaði:Hæ vaktarar.
Ég var að pæla í því hvernig væri best að hafa windowsið.
Nýformattað.
já og ekki gleyma updateað
og vel varið gegn vírusum og hackerum
Re: hvernig er best að hafa windowsið ???
Sent: Mán 21. Nóv 2005 16:52
af Stutturdreki
urban- skrifaði:CendenZ skrifaði:kraft skrifaði:Hæ vaktarar.
Ég var að pæla í því hvernig væri best að hafa windowsið.
Nýformattað.
já og ekki gleyma updateað
Og alls ekki gleyma að taka það aldrei úr umbúðunum
Sent: Mán 21. Nóv 2005 16:52
af DoRi-
eða bara að sleppa windowsinu
Sent: Mán 21. Nóv 2005 17:43
af fallen
gnarr skrifaði:Svo nota ég OO Defrag til að defragga hvert partition með Complete/Space, og fæ þannig hámarks afköst af disknum, án þess að tapa hraða eða öriggi.
Betri en Diskeeper ?
Er búinn að vera að nota hann í soldinn tíma og hann er frekar góður.. ss:
Fer svo alltaf niðrí 0 microsekundur í 'Current read time' eftir defraggið..