Aðstoð 4g router
Sent: Mið 09. Feb 2022 22:13
Þannig er mál með vexti að tengdó eiga hús út í rassgati sem er með handónýta kopartengingu, engan ljósleiðara og fínt 4g samband. Þau fengu sér loftbelg frá nova til að tengjast umheiminum (Sjá hér: https://www.nova.is/barinn/vara/4-5-loftbelgur). Hængurinn er hins vegar sá að húsið er það stórt að routerinn sem fylgdi þessu drífur ekki um allt húsið. Þau eru þá búin að tengja hann við google wifi pökka til að ná netsambandi í öllum herbergjum. Langar svo að reyna að tengja loftnetið sjálft sem er keyrt með POE af routernum beint yfir í google wifi kerfið og hafa það í bridge (þar af leiðandi sleppa þessum routet sem kemur inn á milli). Ég bara finn ekki hvernig POE stöðul þessi loftbelgur notar. Er frekar grænn í þessu öllu saman og langaði því að spyrja hvort einhver hér kannist við þetta dóterí og geti leiðbeint mér með hvaða POE injector ég gæti notað.