Síða 1 af 1

freelance og skattur?

Sent: Fim 03. Feb 2022 22:04
af Semboy
Eg er buinn ad koda 2 forrit fyrir einstaklinga og eg var hissa hversu hratt thetta gekk fyrir sig.
og eg se ad eg mun gera mikid af thessu, hvernig er med skattinum vardandi svona?

Re: freelance og skattur?

Sent: Fim 03. Feb 2022 22:16
af elv
https://maur.is/upplysingar-fyrir-verktaka/ ætti að svara einhverju. En myndi svo skoða linkana á skattinn.

Re: freelance og skattur?

Sent: Fös 04. Feb 2022 08:39
af oliuntitled
Ef þú ert á facebook þá mæli ég með hópnum Fjármálatips, það hafa komið upp þónokkrir þræðir þar varðandi verktakavinnu.
General dæmið virðist vera að ef þú ert undir 2 milljónum á ári að þá þurfiru ekki að hafa áhyggjur af skattinum en yfir því þá þarftu vsk númer og standa skil á viðeigandi greiðslum.
Viðurkenni að ég þekki ekki hvernig það er ef þú ert í fullri vinnu samhliða en það er pottþétt svar inná fb hópnum.


edit: Ekki hlusta á mig, hlustaðu á gaurinn fyrir neðan mig, ég misskildi hrapallega erindin á fjármálatips :)

Re: freelance og skattur?

Sent: Fös 04. Feb 2022 08:55
af hagur
oliuntitled skrifaði:Ef þú ert á facebook þá mæli ég með hópnum Fjármálatips, það hafa komið upp þónokkrir þræðir þar varðandi verktakavinnu.
General dæmið virðist vera að ef þú ert undir 2 milljónum á ári að þá þurfiru ekki að hafa áhyggjur af skattinum en yfir því þá þarftu vsk númer og standa skil á viðeigandi greiðslum.
Viðurkenni að ég þekki ekki hvernig það er ef þú ert í fullri vinnu samhliða en það er pottþétt svar inná fb hópnum.


Þarft ALLTAF að huga að skatti, sama hvað þú rukkar mikið. ALLAR verktakagreiðslur eru tekjuskattskyldar. Ef þú rukkar minna en 600þús á ári í verktakagreiðslur þá er nóg að gefa þær upp á skattframtali og þá borgarðu tekjuskatt/tryggingagjald o.þ.h. af þessu við næstu álagningu. Ef þú ert umfram 600þús á ári, þá þarftu að vera skráður á launagreiðendaskrá og þarft að standa skil á staðgreiðslu skatta í hverjum mánuði.

Þetta 2 milljóna limit sem kemur oft fram snýr að VSK. Ef þú ert komin yfir 2mill á hverju 12 mánaða tímabili, þá þarftu að fá þér VSK númer og þarft þá að smyrja VSK ofan á alla reikninga og standa skil á þeim VSK sem þú rukkar inn.

Re: freelance og skattur?

Sent: Lau 05. Feb 2022 01:56
af Semboy
Fekk thetta allt a hreinu i dag og takk fyrir thad strakar.

Re: freelance og skattur?

Sent: Lau 05. Feb 2022 02:54
af Nariur
hagur skrifaði:
oliuntitled skrifaði:Ef þú ert á facebook þá mæli ég með hópnum Fjármálatips, það hafa komið upp þónokkrir þræðir þar varðandi verktakavinnu.
General dæmið virðist vera að ef þú ert undir 2 milljónum á ári að þá þurfiru ekki að hafa áhyggjur af skattinum en yfir því þá þarftu vsk númer og standa skil á viðeigandi greiðslum.
Viðurkenni að ég þekki ekki hvernig það er ef þú ert í fullri vinnu samhliða en það er pottþétt svar inná fb hópnum.


Þarft ALLTAF að huga að skatti, sama hvað þú rukkar mikið. ALLAR verktakagreiðslur eru tekjuskattskyldar. Ef þú rukkar minna en 600þús á ári í verktakagreiðslur þá er nóg að gefa þær upp á skattframtali og þá borgarðu tekjuskatt/tryggingagjald o.þ.h. af þessu við næstu álagningu. Ef þú ert umfram 600þús á ári, þá þarftu að vera skráður á launagreiðendaskrá og þarft að standa skil á staðgreiðslu skatta í hverjum mánuði.

Þetta 2 milljóna limit sem kemur oft fram snýr að VSK. Ef þú ert komin yfir 2mill á hverju 12 mánaða tímabili, þá þarftu að fá þér VSK númer og þarft þá að smyrja VSK ofan á alla reikninga og standa skil á þeim VSK sem þú rukkar inn.


Ég er einmitt nýbúinn að fara í gegn um þetta og þetta er að mestu rétt hjá þér, en mörkin fyrir að skila staðgreiðslu mánaðarlega eru 450.000 sbr. https://www.skatturinn.is/atvinnurekstu ... /2022#tab1
Ég hef að vísu séð skattinn vitna í aðrar tölur. Ég hef séð 500.000 og 507.000, en það er lítið samræmi í upplýsingunum frá þeim.

Re: freelance og skattur?

Sent: Lau 05. Feb 2022 12:56
af dodzy
Nariur skrifaði:
hagur skrifaði:
oliuntitled skrifaði:Ef þú ert á facebook þá mæli ég með hópnum Fjármálatips, það hafa komið upp þónokkrir þræðir þar varðandi verktakavinnu.
General dæmið virðist vera að ef þú ert undir 2 milljónum á ári að þá þurfiru ekki að hafa áhyggjur af skattinum en yfir því þá þarftu vsk númer og standa skil á viðeigandi greiðslum.
Viðurkenni að ég þekki ekki hvernig það er ef þú ert í fullri vinnu samhliða en það er pottþétt svar inná fb hópnum.


Þarft ALLTAF að huga að skatti, sama hvað þú rukkar mikið. ALLAR verktakagreiðslur eru tekjuskattskyldar. Ef þú rukkar minna en 600þús á ári í verktakagreiðslur þá er nóg að gefa þær upp á skattframtali og þá borgarðu tekjuskatt/tryggingagjald o.þ.h. af þessu við næstu álagningu. Ef þú ert umfram 600þús á ári, þá þarftu að vera skráður á launagreiðendaskrá og þarft að standa skil á staðgreiðslu skatta í hverjum mánuði.

Þetta 2 milljóna limit sem kemur oft fram snýr að VSK. Ef þú ert komin yfir 2mill á hverju 12 mánaða tímabili, þá þarftu að fá þér VSK númer og þarft þá að smyrja VSK ofan á alla reikninga og standa skil á þeim VSK sem þú rukkar inn.


Ég er einmitt nýbúinn að fara í gegn um þetta og þetta er að mestu rétt hjá þér, en mörkin fyrir að skila staðgreiðslu mánaðarlega eru 450.000 sbr. https://www.skatturinn.is/atvinnurekstu ... /2022#tab1
Ég hef að vísu séð skattinn vitna í aðrar tölur. Ég hef séð 500.000 og 507.000, en það er lítið samræmi í upplýsingunum frá þeim.


Það er lítið mál að hafa samband við þá og þeir svara yfirleitt frekar fljótt, spurði útí þetta fyrir ekki svo löngu og svarið var:
"Séu tekjur undir 450.000 getur þú talið þetta fram sem aðrar tekjur í framtalinu hjá þér og greitt tekjuskatt í álagningunni."