oliuntitled skrifaði:Ef þú ert á facebook þá mæli ég með hópnum Fjármálatips, það hafa komið upp þónokkrir þræðir þar varðandi verktakavinnu.
General dæmið virðist vera að ef þú ert undir 2 milljónum á ári að þá þurfiru ekki að hafa áhyggjur af skattinum en yfir því þá þarftu vsk númer og standa skil á viðeigandi greiðslum.
Viðurkenni að ég þekki ekki hvernig það er ef þú ert í fullri vinnu samhliða en það er pottþétt svar inná fb hópnum.
Þarft ALLTAF að huga að skatti, sama hvað þú rukkar mikið. ALLAR verktakagreiðslur eru tekjuskattskyldar. Ef þú rukkar minna en 600þús á ári í verktakagreiðslur þá er nóg að gefa þær upp á skattframtali og þá borgarðu tekjuskatt/tryggingagjald o.þ.h. af þessu við næstu álagningu. Ef þú ert umfram 600þús á ári, þá þarftu að vera skráður á launagreiðendaskrá og þarft að standa skil á staðgreiðslu skatta í hverjum mánuði.
Þetta 2 milljóna limit sem kemur oft fram snýr að VSK. Ef þú ert komin yfir 2mill á hverju 12 mánaða tímabili, þá þarftu að fá þér VSK númer og þarft þá að smyrja VSK ofan á alla reikninga og standa skil á þeim VSK sem þú rukkar inn.