Síða 1 af 1

4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 06:21
af jonfr1900
Ég er núna að nota VDSL tengingu sem er með hraðann í kringum 53Mbps niður (52395 kbps) og um 25Mbps upp (25511 kbps) þessa stundina. Ég hef verið að taka hraðatest með símanum hjá mér og þar er ég að fá upp undir 250Mbps niður og í kringum 60Mbps upp hjá Síminn. Ég er að rekast á talsvert mismunandi upplýsingar um það á internetinu hvort að það sé betra að vera með VDSL, sem er stöðugra yfir símalínu heldur en 4G internet, þar sem hraðinn sveiflast aðeins eftir því hversu margir eru að nota 4G sendinn á hverjum tíma.

Það eru ekki margir notendur að 4G sendinum á hverjum tíma hérna á Hvammstanga, nema á sumrin þegar ferðamenn eru á svæðinu, bæði erlendir og íslenskir. Ég er reyndar að spá í að vera bara með VDSL tenginguna fram í lok Mars og skipta þá aftur yfir í 4G internet tengingu.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 08:17
af Manager1
Ég er með 4G net og bý úti á landi, mæli 100% með því. Hef verið með þetta í 1.5 ár og aldrei nokkurn tíman upplifað takmarkaðan hraða vegna álags.

Mæli hiklaust með þessu, líka yfir sumartímann. Langflestir ferðamenn tíma ekki að nota farsímanetið, þeir vilja bara wifi.

Þetta er líka ódýrara, ég er með net hjá Nova og borga 9.900 á mánuði fyrir ótakmarkað net, svipað verð og hjá t.d. Símanum en þar bætist línugjald við sem ég borga augljóslega ekki hjá Nova, þannig að ég spara mér það.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 13:43
af TheAdder
Svo lengi sem latency skiptir ekki miklu máli fyrir þig, þá ætti 4G að þjóna þér vel.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 15:17
af jonfr1900
Manager1 skrifaði:Ég er með 4G net og bý úti á landi, mæli 100% með því. Hef verið með þetta í 1.5 ár og aldrei nokkurn tíman upplifað takmarkaðan hraða vegna álags.

Mæli hiklaust með þessu, líka yfir sumartímann. Langflestir ferðamenn tíma ekki að nota farsímanetið, þeir vilja bara wifi.

Þetta er líka ódýrara, ég er með net hjá Nova og borga 9.900 á mánuði fyrir ótakmarkað net, svipað verð og hjá t.d. Símanum en þar bætist línugjald við sem ég borga augljóslega ekki hjá Nova, þannig að ég spara mér það.


Það er aðeins lægra verð hjá Síminn (9500 kr yfir 4G) með ótakmarkað internet þar yfir 4G. Ég er með sjónvarpið núna en í lok Mars ætla ég að hætta með það og vera bara með internetið og þá skiptir tengileið ekki öllu máli.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 15:18
af jonfr1900
TheAdder skrifaði:Svo lengi sem latency skiptir ekki miklu máli fyrir þig, þá ætti 4G að þjóna þér vel.


Ef ég vil fá góða slíka tölu. Þá þarf ég að vera kominn með internet í Danmörku. Allt internetið á Íslandi, óháð tengingu er með hátt ms í pingi. Fer aldrei undir 10ms hjá mér.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 15:56
af Hizzman
jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Svo lengi sem latency skiptir ekki miklu máli fyrir þig, þá ætti 4G að þjóna þér vel.


Ef ég vil fá góða slíka tölu. Þá þarf ég að vera kominn með internet í Danmörku. Allt internetið á Íslandi, óháð tengingu er með hátt ms í pingi. Fer aldrei undir 10ms hjá mér.


flestir íslenskir netþjónar eru 1-3 ms hjá mér. Ljósleiðari á st-R svæði.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 16:31
af SolidFeather
jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Svo lengi sem latency skiptir ekki miklu máli fyrir þig, þá ætti 4G að þjóna þér vel.


Ef ég vil fá góða slíka tölu. Þá þarf ég að vera kominn með internet í Danmörku. Allt internetið á Íslandi, óháð tengingu er með hátt ms í pingi. Fer aldrei undir 10ms hjá mér.


Mikið verður gott fyrir þig að komast til Danmerkur.

Mynd

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 17:12
af jonfr1900
SolidFeather skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Svo lengi sem latency skiptir ekki miklu máli fyrir þig, þá ætti 4G að þjóna þér vel.


Ef ég vil fá góða slíka tölu. Þá þarf ég að vera kominn með internet í Danmörku. Allt internetið á Íslandi, óháð tengingu er með hátt ms í pingi. Fer aldrei undir 10ms hjá mér.


Mikið verður gott fyrir þig að komast til Danmerkur.

Mynd


Svona er þetta hjá mér yfir VDSL. Þetta er mjög svipað yfir 4G. Í Danmörku er aðeins rukkað fyrir hraða en ekki gagnamagn (nema á 4G/5G).

latency - VDSL - Hvammstangi - 15-01-2022.png
latency - VDSL - Hvammstangi - 15-01-2022.png (39.69 KiB) Skoðað 2204 sinnum

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 17:21
af Hizzman
Gamalt speedtest frá Danmörk í símanum mínum, gert á farsímaneti, 27 ms.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Lau 15. Jan 2022 17:42
af SolidFeather
jonfr1900 skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Svo lengi sem latency skiptir ekki miklu máli fyrir þig, þá ætti 4G að þjóna þér vel.


Ef ég vil fá góða slíka tölu. Þá þarf ég að vera kominn með internet í Danmörku. Allt internetið á Íslandi, óháð tengingu er með hátt ms í pingi. Fer aldrei undir 10ms hjá mér.


Mikið verður gott fyrir þig að komast til Danmerkur.

Mynd


Svona er þetta hjá mér yfir VDSL. Þetta er mjög svipað yfir 4G. Í Danmörku er aðeins rukkað fyrir hraða en ekki gagnamagn (nema á 4G/5G).

latency - VDSL - Hvammstangi - 15-01-2022.png


Mikið er nú allt frábært í Danmörku.

Re: 4G miðað við VDSL

Sent: Sun 16. Jan 2022 00:50
af dori
Fer allt eftir því hverju þú ert að leita að, lína *ætti* að vera stabílli en loftnet þannig að ef þú ert að gera eitthvað eins og að spila tölvuleiki þar sem smá flökt í mjög stuttan tíma fokkar þér upp þá held ég að VDSL sé "betra". Þú ættir að fá jafnari hraða með VDSL. Minni breytileiki en hámarkið samt bara kannski 1/4 af því sem þú værir að fara að ná á LTE.

Ef þú ert heppinn geturðu alveg verið að ná ~200Mbps niður á LTE og ~50Mbps upp en gætir alveg dottið niður fyrir það sem þú ert að fá á VDSL þarna.

Ég held að það sé það sama með latency, það er líklegast aðeins lægra og stabílla á VDSL (hef samt enga persónulega reynslu af VDSL tengingum). Þú ert að horfa í kringum 15ms á LTE

Þú getur prófað speedtest á símanum þínum á LTE og þá eru allar líkur á að LTE router myndi fá mjög svipaðar niðurstöður á sama stað og ef það sem þú færð (fínt að prófa nokkrum sinnum en hafðu í huga að speedtest er að nota alveg undir hálft gígabæt þannig að þú brennir gagnamagninu þínu ef þú ert með lítinn pakka ansi hratt).

Ég myndi örugglega persónulega fá mér LTE/5G ef það væri ekki ljósleiðari í boði þar sem ég bý.