Síða 1 af 1

WiFi 6E

Sent: Fös 14. Jan 2022 04:29
af jonfr1900
Samkvæmt þessu hérna korti þá er tíðnisvið fyrir WiFi 6E ekki ennþá í boði á Íslandi en það er búið að opna það innan ESB (væntanlega samkvæmt sameiginlegri löggjöf innan ESB). Tíðnisviðið sem er notað í Evrópu er mjög takmarkað, eða aðeins 5925-6425 MHz og það mun takmarka fjölda rása mjög mikið. Hérna er listi yfir lönd sem leyfa WiFi 6E. Hérna er að finna 6Ghz rásaryfirlitið eins og það er í dag en mun hugsanlega taka breytingum á næstu mánuðum eða árum eftir því sem samið er um skipulagið. Ég held að þetta tíðnisvið sé mikið inná tíðnum sem eru notaðar fyrir radar af ýmsum gerðum og stærðum í dag. Evrópa er með sér fræslu í Wikipedia greininni þar sem tíðnisviðið sem er notað í Evrópu er utan við tölfuna sem nær yfir 6Ghz.

Fást routerar á Íslandi sem styðja WiFi 6E á Íslandi núna?

Wi-Fi_6E_map_20210915.jpg
Wi-Fi_6E_map_20210915.jpg (404.95 KiB) Skoðað 1154 sinnum