Það er svo sem ekki margt fleira til að bæta við það sem aðrir hafa sagt hér á undan. Þau kerfi sem oftast hafa verið nefnd, Ubuntu, Mint, PopOS og Fedora eru öll góð byrjendakerfi.
Ekki láta það rugla þig um of hversu mörg Linux distroin eru. Vanir Linux notendur þekkja ekkert endilega öll þessi kerfi. Allir og amma þeirra geta búið til sitt eigið distro og það eru sífellt að koma ný kerfi - og einhver að hverfa af sjónarsviðinu.
Það sem þú þarft að vita er að í grunninn eru þetta "fjölskyldur" af kerfum sem eru oft mjög náskyld og lík innbyrðis. Hver fjölskylda er byggð á einhverju "grunn kerfi" sem önnur kerfi eru svo byggð af. Grunn kerfið er þá oftast með nýrri pakka eða fær uppfærslur fyrr en afleiðan er þá á móti kannski meira fínpússuð eða stöðug. Þrjár helstu fjölskyldurnar eru þessar (grunn kerfið fremst og svo listi yfir afleiður) :
Debian: Debian > Ubuntu > Linux Mint, PopOS, Zorin, elementary OS, .... möööörg fleiri.
Sem byrjandi væri líklega betra að velja Ubuntu eða afleiður þess frekar en Debian sjálft. Hér er um mikinn skóg af distroum að ræða, hvert með sitt sérkenni en þar sem öll þessi kerfi eru í raun Ubuntu með einhverjum "smávægilegum" breytingum eða stillingum þá gildir oftast það sama um þau öll. Ég myndi halda að stærstur hluti almennra notenda væri með eitthvert þessara kerfa og ef þú lendir í vandræðum er því mikið um aðstoð á netinu. Þá ættirðu að geta fundið flest forrit tilbúin til uppsetningar fyrir þessi kerfi (þ.e. tilbúin sem .deb pakkaskrá). Finndu eitthvað kerfi sem er með útlit og "anda" sem þú fílar, hvert það er skiptir ekki öllu máli. Horfðu í það hvort kerfið hafi verið til um einhvern tíma og sé í virkri þróun svo þú endir ekki með eitthvað "draugakerfi". PopOS og Mint, sem og Ubuntu sjálf, ættu að vera solid kostir.
Fedora: Fedora > CentOS Stream > Redhat > Puppy Linux, Oracle Linux, Alma Linux, Scientific Linux frá CERN og CentOS (ekki Stream)
Fedora og afleiður þeirra hafa meiri "enterprise" fíling - enda er það í grunninn þróað undir hatti Redhat fyrirtækisins. Afleiður Fedora eru fyrst og fremst notaðar á vefþjónum eða í stórum stofnunum (hugsaðu Nasa, Cern, bandaríska varnarmálaráðuneytið). Þróun Gnome umhverfisins og Fedora haldast að miklu leyti í hendur svo ef þú vilt fá "vanilla" Gnome kerfi er þetta fyrir þig. Það er oft minna um leiðbeiningar og aðstoð fyrir Fedora en fyrir Ubuntu kerfin svo það er um margt ekki alveg jafn byrjendavænt. Fedora kemur með innbyggðu "öryggiskerfi" sem heitir SELinux sem gæti skapað þér vandræði en á móti ef þú þarft að uppfylla opinberar öryggisvottanir (t.d. DISA STIG) er Redhat kerfið fyrir þig.
Suse ("
Slackware"): SUSE > SLES > OpenSUSE
Suse á rætur sínar að rekja til Þýskalands og er með mjög stóran notendahóp þar. Ef þú fílar KDE umhverfið gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.
Síðan eru til aðrar fjölskyldur og distro sem ég myndi segja að væru ekki sérlega hentug fyrir byrjendur (Arch, Gentoo, Alpine...). Nema þú hafir sérstakan áhuga á að vinna "undir húddinu" á kerfinu eða ert með einhverjar mjög sérstakar þarfir þá væri gott að láta þessi kerfi eiga sig í bili.
Ég hef fiktað í Linux kerfum í rúm 20 ár (byrjaði með Redhat, Slackware og Gentoo). Notaði Ubuntu sem "daily driver" í fjöldamörg ár því það var það kerfi sem einfaldlega virkaði best fyrir desktop notendur á þeim tíma. Skipti yfir í Fedora fyrir nokkrum árum síðan eftir að mér fannst ég hafa "vaxið upp úr" Ubuntu.
En, velkomin(n) í Linux notendahópinn, vona að þetta gangi vel hjá þér
Væri forvitnilegt að vita hvernig þú hafðir hugsað þér að nota Linux? Tölvuleikir? Vefráp? Forritun? Tölfræðivinnsla?