Síða 1 af 1

NoteWorthy Composer - MIDI

Sent: Sun 13. Nóv 2005 23:01
af gauivi
Var að setja upp hjá mér NoteWorthy forritið. Það er hægt að tengja við MIDI tæki til að setja upp nótur og spila innslegnar nótur. Sagt er í lýsingu á forritiunu að það spili einnig út á hátalara tölvunnar. Ég er ekki búin að verða mér út um kapla til að tengja við hljómborð og hef verið að reyna að spila nóturnar en það heyrist ekkert í hátölurum. Í hjálpinni með forritinu er ráðlagt við þessu vandamáli að prufa að taka MIDI skrá inn í RealPlayer og reyna að spila hana. Ef ekkert heyrist þurfi að re-instilla hljóðkortið, gæti s.s. verið IRQ eða DMA conflict. Það heyrist ekkert við slíka spilun hjá mér. Ég er með LIFE tölvu með einhverju hljóðkorti sem fylgir henni og það fylgdu engir sérstakir diskar með hljóðkortinu. Í NW er birtast þrír mögulegir "available play divices" þ.e. MPU-401, Microsoft GS wavetable og Mirosoft MIDI mapper. Þekkir einhver þetta vandamál og veit hvað er til ráða ?

Sent: Mán 14. Nóv 2005 01:19
af gumol
Kemut hljóð þegar þú spilar td. mp3 skrár eða geisladiska?

Sent: Mán 14. Nóv 2005 15:31
af gauivi
Já ég hef ekki rekið mig á þetta í öðrum tegundum skráa en MIDI og geisladiskar spilast fínt.

Sent: Mán 14. Nóv 2005 15:47
af gumol
Farðu í volume control (hátalara icon rétt hjá klukkunni eða Start > Control Panel > Sound and Audio devices og svo í Advanced í Device Volume dálkinum) og athugaðu hvort MIDI sé nokkuð alveg í lægsta eða mute-að.

Sent: Mán 14. Nóv 2005 21:45
af gauivi
Það var ekki svo gott að þetta væri lausnin. Get ekki skilið betur en ef það er valið "Microsoft GS Wavetable SW Synth" þá eigi hljóðið að koma í hljóðkortið (C-Media Wave Device). Það er er allt hátt stillt og ekki Mut. Heyrist ekki bofs hvorki ef MIDI skrá er spiluð í Media Player eða nótnaforritinu.

Sent: Sun 27. Nóv 2005 19:22
af gauivi
Ég hef ekkert fundið út úr því hvers vegna ekkert heyrist í MIDI skrám í hátölurum tölvunnar, sé reyndar á netinu að fleiri eru í þessum vanda. Er komin með tengingu við hljómborð og þá virkar hljóðið fínt.