Síða 1 af 1

Life after python!

Sent: Lau 01. Jan 2022 19:58
af Semboy
Eg er nokkud orugur med ad segja. Eg kann a python eftir 1.5ar on and off skemmtun.
langar ad koma mer i C naest, thar sem eg hef heavy ahuga a devops og vinna vid console stuff.

Re: Life after python!

Sent: Lau 01. Jan 2022 21:06
af dori
Hvað meinarðu með “console stuff”? Ég er ekkert alveg viss um að C sé best fyrir það eða devops.

Um að gera að læra eitthvað typed forritunarmál samt. Ég myndi samt örugglega frekar horfa á (í engri sérstakri röð) C#, Go, Java eða Rust.

Re: Life after python!

Sent: Lau 01. Jan 2022 21:17
af orn
Sammála Dóra. Nema það sé eitthvað afar sérstakt sem þig langar að gera sem C hentar í, þá myndi ég skoða eitthvað nútímalegra typed mál.

Ég fór úr Python í Go og elska það í döðlur. Forvitinn að prófa Rust.

Re: Life after python!

Sent: Sun 02. Jan 2022 11:21
af Hjaltiatla
https://roadmap.sh/devops

Held það sé bara að æfa sig næginlega mikið , skiptir ekki alveg forritunarmáli þú lærir.

T.d Python,Ruby,NodeJs , Go,Rust, C eða C++

Bara fikta nógu mikið í Virtualbox og getur snapshot-að Dev umhverfi já eða jafnvel exportað sem applicance ef þú villt eiga Dev umhverfi vistað í archive í .ova formati.

Mjög þægilegt t.d á einni fartölvu sem ég nota fyrir svona fikt verkefni og vantar resource-a til að fikta með.
Getur búið til Fake HDD drif og búið til cluster úr dynamically allocated storage (t.d 100 GB drif sem tekur eingöngu 2 MB)
Getur assignað Multiple network kort með að nota sama wi-fi kort
Mynd

Re: Life after python!

Sent: Sun 02. Jan 2022 12:37
af Frikkasoft
Fínn tími til að kynna sér Go, þeir voru að koma út með generics sem margir hafa verið að bíða eftir (þó ég saknaði þess aldrei). Rust er líka frábær kostur, en það er margfalt flóknara að koma sér af stað í Rust en t.d Go (sem þú getur lært grunnatriðin á einni helgi).

Bæði Go/Rust henta vel í bakenda virkni og geta einnig auðveldlega replacað python í venjulegu scripting (nema kannski í ML stöffi þar sem það er svo gott python support þar). Þau hafa þó mismunandi pro/cons þegar kemur að productivity, simpliticy, compile type type safety, latency, etc.

Já og talandi um flækjustig, þá er aldrei slæmt að læra C++ og mikil eftirspurn eftir góðum C++ forriturum. Ég hef verið að nota C++ í 20+ ár og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Persónulega nota ég Go eða C++ í næstum allt í bakendanum/script, og forðast python eins og heitan eld. Líklega mun ég bæta inn Rust á þennan lista og nota það meira, þarf bara að læra það aðeins betur til að ég verði eins productivur og í Go/C++.

Re: Life after python!

Sent: Sun 02. Jan 2022 15:21
af Semboy
Eg vel C aftvi thad aetti ad vera audveldara fyrir mig ad skilja LINUX thar sem naestum oll thessi text (console/terminal) forrit eru skrifud i C. C er lika god kynning fyrir flest hin lowlevel tungumal. C er ekkert ad fara neitt i brad

Re: Life after python!

Sent: Sun 02. Jan 2022 15:28
af Hjaltiatla
Semboy skrifaði:Eg vel C aftvi thad aetti ad vera audveldara fyrir mig ad skilja LINUX thar sem naestum oll thessi text (console/terminal) forrit eru skrifud i C. C er lika god kynning fyrir flest hin lowlevel tungumal. C er ekkert ad fara neitt i brad

Held það sé alls ekkert vitlaust ef það hentar þínu áhugasviði.

T.d er í inngang að tölvunarfræði hjá Harvard (CS50) kennt C og Python .

https://pll.harvard.edu/course/cs50-int ... ce?delta=0

Re: Life after python!

Sent: Sun 02. Jan 2022 16:11
af TheAdder
Kíktu inn á udemy.com, það eru útsala í gangi hjá þeim á námskeiðum.

Re: Life after python!

Sent: Mán 03. Jan 2022 10:15
af Viktor
TheAdder skrifaði:Kíktu inn á udemy.com, það eru útsala í gangi hjá þeim á námskeiðum.


Er þetta ekki sama brella og Húsgagnahöllin notar? Búin að vera útsala hjá þeim síðan búðin opnaði.

Re: Life after python!

Sent: Mán 03. Jan 2022 10:33
af Baldurmar
Ekki læra á C nema þú þurfir þess, lærðu að gera bash scriptur og lærðu meira á python ef að þig langar að læra á Linux.
Settu upp 2-3 linux vélar og fiktaðu eins og þú getur. Ef þú ert í DevOps pælingum myndi ég frekar einbeita mér bash(og AWK)/python og svo Ansible

Re: Life after python!

Sent: Mán 03. Jan 2022 12:30
af TheAdder
Sallarólegur skrifaði:
TheAdder skrifaði:Kíktu inn á udemy.com, það eru útsala í gangi hjá þeim á námskeiðum.


Er þetta ekki sama brella og Húsgagnahöllin notar? Búin að vera útsala hjá þeim síðan búðin opnaði.

Ekki miðað við Waybackmachine í það minnsta. Unreal c++ course sem kostar 12,99$ núna í stað 199$ var t.d. á 139$ í júlí 2020.

Re: Life after python!

Sent: Mán 03. Jan 2022 16:13
af Viktor
TheAdder skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
TheAdder skrifaði:Kíktu inn á udemy.com, það eru útsala í gangi hjá þeim á námskeiðum.


Er þetta ekki sama brella og Húsgagnahöllin notar? Búin að vera útsala hjá þeim síðan búðin opnaði.

Ekki miðað við Waybackmachine í það minnsta. Unreal c++ course sem kostar 12,99$ núna í stað 199$ var t.d. á 139$ í júlí 2020.


Þessi verð sem er strikað yfir er samt bara til að láta fólki líða eins og það sé að gera einhvern svaka díl…

https://www.udemy.com/course/unity-multiplayer/

8A79CAF5-F0B6-4157-84CE-B719C2F44EC7.jpeg
8A79CAF5-F0B6-4157-84CE-B719C2F44EC7.jpeg (586.23 KiB) Skoðað 3949 sinnum
FE3ACB6A-576F-4DE1-80B0-BAA20B5D7C96.jpeg
FE3ACB6A-576F-4DE1-80B0-BAA20B5D7C96.jpeg (449.69 KiB) Skoðað 3949 sinnum
89D73324-293B-4969-8DC9-FF1426974589.png
89D73324-293B-4969-8DC9-FF1426974589.png (3.03 MiB) Skoðað 3949 sinnum

Re: Life after python!

Sent: Mán 03. Jan 2022 16:21
af TheAdder
Ef að varan var seld á 139$ (með auglýstum 30% afslætti) en er nú seld á 13$, er það ekki gott verð?
Ég er í það minnsta sáttur við það sem ég hef prófað hjá þeim.

Re: Life after python!

Sent: Mán 03. Jan 2022 22:43
af Semboy
Baldurmar skrifaði:Ekki læra á C nema þú þurfir þess, lærðu að gera bash scriptur og lærðu meira á python ef að þig langar að læra á Linux.
Settu upp 2-3 linux vélar og fiktaðu eins og þú getur. Ef þú ert í DevOps pælingum myndi ég frekar einbeita mér bash(og AWK)/python og svo Ansible


ahugavert athugasemd. Eg er langt kominn med linux og fikt. Buinn ad vera leika mer med ansible a virtual linuxtaeki sem talar vid (actual taeki swissa og routera) thad var astaedan eg laerdi a python. Eg mun kikja a bash seinna en nuna C is the way to go. Eg se nu thegar meira vinna already, bara til ad runna fila sem eg er buinn ad vera skrifa. Eg aetla hefja lesa thessa bok "The Elements of Computing Systems, Second Edition"
ef einhver hefur thetta i hardcover vaeri til i ad kaupa. Annars verd eg kominn med hann i hendur eftir 2 vikur

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 12:23
af Baldurmar
Semboy skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Ekki læra á C nema þú þurfir þess, lærðu að gera bash scriptur og lærðu meira á python ef að þig langar að læra á Linux.
Settu upp 2-3 linux vélar og fiktaðu eins og þú getur. Ef þú ert í DevOps pælingum myndi ég frekar einbeita mér bash(og AWK)/python og svo Ansible


ahugavert athugasemd. Eg er langt kominn med linux og fikt. Buinn ad vera leika mer med ansible a virtual linuxtaeki sem talar vid (actual taeki swissa og routera) thad var astaedan eg laerdi a python. Eg mun kikja a bash seinna en nuna C is the way to go. Eg se nu thegar meira vinna already, bara til ad runna fila sem eg er buinn ad vera skrifa. Eg aetla hefja lesa thessa bok "The Elements of Computing Systems, Second Edition"
ef einhver hefur thetta i hardcover vaeri til i ad kaupa. Annars verd eg kominn med hann i hendur eftir 2 vikur


Skil ekki hvaðan þessi löngun þín til að læra á C kemur, þú ert aldrei að fara nota C nema þú sért að fara skrifa kóða fyrir embedded system eða viljir skrifa driver/system kóða fyrir Linux, í besta falli læriru á linux system calls en það er svona 98% useless.
Bash er nauðsynlegt, lærðu svo á AWK, docker og kubernetes frekar

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 13:22
af Semboy
C er mid/low level tungumal. Mig langar ad thekkja thetta hugtak med afhverju C er mjog gott fyrir kerfisforritun og afhverju hann er svona hradvirkur. C er alls ekki vitlaust akvordun thar sem mig langar ad koma mer yfir a rust, eg var buinn ad athuga rusta fyrir 4 manudum og eg se ad C er talsvert audveldara til ad nudda mer yfir a rust. Og cisco gradurnar sem eg er buinn ad taka og ljuka radleikja mig ad kikja a lowlevel tungumal. Devops thurfa ad vita eithvad um thad, og eg akved ad taka C sem byrjunar tungumal og gera random scripts a leidini og importa thad svo i shell

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 14:14
af Daz
Semboy skrifaði:C er mid/low level tungumal. Mig langar ad thekkja thetta hugtak med afhverju C er mjog gott fyrir kerfisforritun og afhverju hann er svona hradvirkur. C er alls ekki vitlaust akvordun thar sem mig langar ad koma mer yfir a rust, eg var buinn ad athuga rusta fyrir 4 manudum og eg se ad C er talsvert audveldara til ad nudda mer yfir a rust. Og cisco gradurnar sem eg er buinn ad taka og ljuka radleikja mig ad kikja a lowlevel tungumal. Devops thurfa ad vita eithvad um thad, og eg akved ad taka C sem byrjunar tungumal og gera random scripts a leidini og importa thad svo i shell

Devops þurfa ekki að kunna neitt á C. Ekkert sem bannar það, en engin ástæða til að kunna það. Devops þurfa og vilja kunna scripting mál, Bash/Powershell/(Python/Pearl)/??? en ekkert frekar að kunna á high level(C,C++,Java, ???) eða low level forritunarmál.

Miðað við https://en.wikipedia.org/wiki/Low-level ... g_language þá ættirðu að vera að læra Assembly frekar en C ef þú vilt læra "low level" forritun. Assembly er skemmtilegt, en hjálpar þér lítið við að koma Exchange serverinum þínum í gang aftur.

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 14:28
af Semboy
Daz skrifaði:
Semboy skrifaði:C er mid/low level tungumal. Mig langar ad thekkja thetta hugtak med afhverju C er mjog gott fyrir kerfisforritun og afhverju hann er svona hradvirkur. C er alls ekki vitlaust akvordun thar sem mig langar ad koma mer yfir a rust, eg var buinn ad athuga rusta fyrir 4 manudum og eg se ad C er talsvert audveldara til ad nudda mer yfir a rust. Og cisco gradurnar sem eg er buinn ad taka og ljuka radleikja mig ad kikja a lowlevel tungumal. Devops thurfa ad vita eithvad um thad, og eg akved ad taka C sem byrjunar tungumal og gera random scripts a leidini og importa thad svo i shell

Devops þurfa ekki að kunna neitt á C. Ekkert sem bannar það, en engin ástæða til að kunna það. Devops þurfa og vilja kunna scripting mál, Bash/Powershell/(Python/Pearl)/??? en ekkert frekar að kunna á high level(C,C++,Java, ???) eða low level forritunarmál.

Miðað við https://en.wikipedia.org/wiki/Low-level ... g_language þá ættirðu að vera að læra Assembly frekar en C ef þú vilt læra "low level" forritun. Assembly er skemmtilegt, en hjálpar þér lítið við að koma Exchange serverinum þínum í gang aftur.

Nei eg er osammala thessu. En bash er eithvad sem eg get skodad seinna seinna.

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 16:31
af dori
Ef þú ert að pæla í devops þá er bash 100x gagnlegra að kunna en C. Python í rauninni ennþá betra (bara af því að það er auðveldara að búa til hugbúnað og vinna í teymi en bash þó svo að bash sé betra en margir halda).

Þá meina ég ef þér er alvara við að vilja vinna við devops. Þá myndi ég velja mér eitthvað scripting mál til að kunna mjög vel (python er flott, eins og hefur verið bent á þá er fullt af öðrum möguleikum; bash, powershell, perl, ruby eða jafnvel javascript). Það er enginn sem er að fara að gera "infrastructure as code" og skilgreina það í C.

Ég veit satt að segja ekki hvað í ósköpunum eitthvað sem einhver sem titlar sig "devops" myndi forrita í C nema mögulega það sé einhver sem er nú þegar með svakalega mikla reynslu í C en þá væri sá sami samt væntanlega miklu fljótari að gera það sem þarf að gera í einhverju léttara scripting máli eða nýrra low level máli eins og C++ eða Rust eða eitthvað meira high level en þýtt eins og C#, Go eða Java.

Það eina sem mér dettur í hug sem ég myndi fara og nota C í væri að gera eitthvað embedded dæmi eða mögulega eitthvað driver dæmi, þá værirðu samt líklegast frekar farinn að skoða Rust.

You do you, ég ætla augljóslega ekkert að fara að reyna að stoppa þig en miðað við hvað þú segist vilja gera þá hljómar það að fara að kynna sér C meira en bara voða yfirborðslegt ekkert sérstaklega gagnlegt. Það er alveg gott að kunna C og fullt sem þú lærir um hvernig tölvur virka í leiðinni af því að þú þarft að hugsa um það allt á meðan þú forritar í C. En það er ekki eitthvað sem einhver titlaður devops myndi eyða miklum tíma í. Veit ekki með "console stuff" en t.d. er ekkert samasem merki milli þess að vera "console forrit" og að vera skrifað í C. Fullt af console forritum t.d. skrifuð í perl eða python. Byrja bara á "#! /usr/bin/env python" og þá keyrir linux það upp eins og hvaða þýdda forrit sem er.

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 16:35
af Baldurmar
Semboy skrifaði:
Daz skrifaði:
Semboy skrifaði:C er mid/low level tungumal. Mig langar ad thekkja thetta hugtak med afhverju C er mjog gott fyrir kerfisforritun og afhverju hann er svona hradvirkur. C er alls ekki vitlaust akvordun thar sem mig langar ad koma mer yfir a rust, eg var buinn ad athuga rusta fyrir 4 manudum og eg se ad C er talsvert audveldara til ad nudda mer yfir a rust. Og cisco gradurnar sem eg er buinn ad taka og ljuka radleikja mig ad kikja a lowlevel tungumal. Devops thurfa ad vita eithvad um thad, og eg akved ad taka C sem byrjunar tungumal og gera random scripts a leidini og importa thad svo i shell

Devops þurfa ekki að kunna neitt á C. Ekkert sem bannar það, en engin ástæða til að kunna það. Devops þurfa og vilja kunna scripting mál, Bash/Powershell/(Python/Pearl)/??? en ekkert frekar að kunna á high level(C,C++,Java, ???) eða low level forritunarmál.

Miðað við https://en.wikipedia.org/wiki/Low-level ... g_language þá ættirðu að vera að læra Assembly frekar en C ef þú vilt læra "low level" forritun. Assembly er skemmtilegt, en hjálpar þér lítið við að koma Exchange serverinum þínum í gang aftur.

Nei eg er osammala thessu. En bash er eithvad sem eg get skodad seinna seinna.


You do you, en ég stend við það sem að ég segi, þú þarft alls ekki að læra C og í raun finnst mér það heimskulegt að ætla að fara í æfingar með það.
Lærðu frekar beint á Rust ef að þú vilt skoða embedded, auðveldara að læra Rust ef að þú kannt ekki C heldur en að reyna að flytja einhvera basic kunnáttu yfir.
Ég er með 3ja ára reynslu af DevOps og Ops og myndi aldrei reyna að leysa neitt vandamál með C kóða, ever.
Í háskólanum þurfti ég að skrifa networking kóða í C, en ég var síðasti árgangurinn held ég sem notaði C í þeim áfanga, var seinna kennt í Python.
Bash, Powershell og Python er algjör grunn þekking og nauðsynlegt að kunna..

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 17:13
af GunZi
dori skrifaði:
Það eina sem mér dettur í hug sem ég myndi fara og nota C í væri að gera eitthvað embedded dæmi eða mögulega eitthvað driver dæmi, þá værirðu samt líklegast frekar farinn að skoða Rust.


C tungumálið er nánast eina tungumálið notað í embedded geiranum og það verður líklegast þannig næstu 10 árin til viðbótar að lágmarki. :fly

Tekur undir með @Baldurmar, ég sé ekki mikinn tilgang í að læra á C ef það tengist ekki vélbúnaði beint. Ég hef aldrei þurft að nota C í "console" nema þegar kóðinn minn les úr console streymi/viðmóti.

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 17:27
af Semboy
@Baldurmar flott hja ther vinur, eg mun athuga thetta bash, thegar aftvi kemur.

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 18:45
af dori
GunZi skrifaði:
dori skrifaði:
Það eina sem mér dettur í hug sem ég myndi fara og nota C í væri að gera eitthvað embedded dæmi eða mögulega eitthvað driver dæmi, þá værirðu samt líklegast frekar farinn að skoða Rust.


C tungumálið er nánast eina tungumálið notað í embedded geiranum og það verður líklegast þannig næstu 10 árin til viðbótar að lágmarki. :fly


Smá klaufalega sett upp hjá mér. Ég var að reyna að segja að ég myndi nota C í embedded og kannski ef ég væri að fara að skrifa einhverja drivera. En ef ég væri að búa til drivera myndi ég jafnvel frekar skoða Rust. En ég kann þannig séð ekkert á embedded eða driver dæmi þannig að það er bara afskaplega ólíklegt að ég muni snerta það nokkuð á næstunni.

Re: Life after python!

Sent: Þri 04. Jan 2022 21:52
af linked
Þetta er einhver sérstakasti þráður sem ég hef lesið.

Gangi þér vel með þetta.

Re: Life after python!

Sent: Mið 05. Jan 2022 08:39
af drengurola
Nú veit ég ekki hvað þú ert gamall, en ég myndi algjörlega ráðleggja þér að öðlast færni í því sem þú hefur áhuga á, algjörlega óháð því við hvað þú ætlar að vinna; þ.e.a.s. ef þú ert á þeim aldri eða í þeirri stöðu að geta leyft þér það. Það getur enginn spáð fyrir um hvað þú getur gert með þá færni sem þú öðlast með áhuga og ástundun þó svo að það líti kannski út fyrir að vera öngstræti í fljótu bragði. Ég veit um kall sem kunni bara Java, og ekkert sérlega vel, hann seldi tölvuleik á hellings pening ;)