Síða 1 af 1

Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Lau 01. Jan 2022 11:29
af Moldvarpan
Hvort ætli að sé betra að tengjast routernum með Net yfir rafmagn TP-Link 1300M eða ASUS PCE-AC58BT

Tölvan er innan við 10metra frá router, ekki mjög þykkir veggir. Lítið notað í online gaming en nota bandvíddina töluvert.

Hvor leiðin væri betri?

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Lau 01. Jan 2022 13:45
af TheAdder
Prófaðu TP-link settið, ef það virkar, þá færðu stöðugri hraða í gegnum það.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Lau 01. Jan 2022 21:45
af Hlynzi
Eða bara bora í gegnum þennan vegg og leggja cat6 kapal alla leið. Mun ódýrara og færð ennþá betra samband. Stundum er hægt að nýta lagnir sem eru fyrir t.d. gegnum loftnetstengla og skipta þá út coax yfir í cat6.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 15:58
af Moldvarpan
TheAdder skrifaði:Prófaðu TP-link settið, ef það virkar, þá færðu stöðugri hraða í gegnum það.

Ég er eiginlega kominn inn á það. Ég hugsa að þráðlausa netið á þessum router sé ekkert mjög gott.

Hlynzi skrifaði:Eða bara bora í gegnum þennan vegg og leggja cat6 kapal alla leið. Mun ódýrara og færð ennþá betra samband. Stundum er hægt að nýta lagnir sem eru fyrir t.d. gegnum loftnetstengla og skipta þá út coax yfir í cat6.

Get ekki borað nýtt og nenni ekki að fara þræða gamlar dósir. En auðvitað væri það best, en of mikið vesen.

Er enginn sem hefur reynslu af þessum 1300mbps rafmagns-neta tenglum? Þetta er sami hraði og Wifi 5 á að ná.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 16:13
af TheAdder
Reynslan af þeim í minni vinnu (aðrir en ég hafa notað flestar útgáfur af þeim til að tengja myndlykla t.d.), hefur verið að þegar þær ná stöðugu sambandi sín á milli, þá eru þetta fín sambönd, en þegar það eru truflanir eða eitthvað vesen, þá er þetta alveg ómögulegt.
Ef að báðir tenglar eru á sömu grein, þá er þetta oftast í lagi. Ef ekki og það er þriggja fasa í húsinu, þá er mun frekar að versla WiFi 6 AP og kort.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 16:34
af Moldvarpan
TheAdder skrifaði:Reynslan af þeim í minni vinnu (aðrir en ég hafa notað flestar útgáfur af þeim til að tengja myndlykla t.d.), hefur verið að þegar þær ná stöðugu sambandi sín á milli, þá eru þetta fín sambönd, en þegar það eru truflanir eða eitthvað vesen, þá er þetta alveg ómögulegt.
Ef að báðir tenglar eru á sömu grein, þá er þetta oftast í lagi. Ef ekki og það er þriggja fasa í húsinu, þá er mun frekar að versla WiFi 6 AP og kort.

Já hef heyrt soldið um það, annað hvort er þetta til friðs eða ekki.

Þetta mun vera notað í blokk sem nýlega var dregið í uppá nýtt. Hugsa að þetta sé ekki á sömu grein, sennilegast sitthvor greinin sem tengjast saman í töflunni.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 16:59
af TheAdder
Moldvarpan skrifaði:
TheAdder skrifaði:Reynslan af þeim í minni vinnu (aðrir en ég hafa notað flestar útgáfur af þeim til að tengja myndlykla t.d.), hefur verið að þegar þær ná stöðugu sambandi sín á milli, þá eru þetta fín sambönd, en þegar það eru truflanir eða eitthvað vesen, þá er þetta alveg ómögulegt.
Ef að báðir tenglar eru á sömu grein, þá er þetta oftast í lagi. Ef ekki og það er þriggja fasa í húsinu, þá er mun frekar að versla WiFi 6 AP og kort.

Já hef heyrt soldið um það, annað hvort er þetta til friðs eða ekki.

Þetta mun vera notað í blokk sem nýlega var dregið í uppá nýtt. Hugsa að þetta sé ekki á sömu grein, sennilegast sitthvor greinin sem tengjast saman í töflunni.

Ef það er einfasa í íbúðinni þá ættirðu að vera í góðum málum.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 17:26
af Moldvarpan
Já, ég geng út frá því að það sé einsfasa, en ætla "double" tékka áður en ég panta þetta :megasmile

En takk fyrir að hjálpa mér að ákveða mig, skal svo segja ykkur hvernig þetta hafi gengið seinna.

Ef það væri betri router þarna, þá færi ég eflaust wifi leiðina. En þar sem þessir routerar eru ekkert spes, að þá hugsa ég að rafmagnsleiðin sé betri í þessu tilfelli.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 20:14
af jonfr1900
Internet yfir rafmagn notar 2Mhz og upp í 86Mhz eftir hraða og tegund. Ef það er eitthvað sem sendir út á þessari tíðni eða þú ert nálægt FM sendi þá geta orðið truflanir af þeim ástæðum.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 20:49
af Sinnumtveir
TheAdder skrifaði:Reynslan af þeim í minni vinnu (aðrir en ég hafa notað flestar útgáfur af þeim til að tengja myndlykla t.d.), hefur verið að þegar þær ná stöðugu sambandi sín á milli, þá eru þetta fín sambönd, en þegar það eru truflanir eða eitthvað vesen, þá er þetta alveg ómögulegt.
Ef að báðir tenglar eru á sömu grein, þá er þetta oftast í lagi. Ef ekki og það er þriggja fasa í húsinu, þá er mun frekar að versla WiFi 6 AP og kort.


Ég hef reynslu af flestum útgáfum af Homeplug. Mín reynsla er í stystu máli að eingöngu Homeplug AV2 (sem þessar tplink græjur eru) eru nógu góðar fyrir nútíma PC not. Homeplug AV og fyrri útgáfur eru með 5 - 10 tífalt meira latency en ethernet & WiFi. Öðru hvoru hef ég þurft að taka þessar græjur úr sambandi og svo beint í samband aftur til að "reboota" þeim ef ólag hefur komist á tenginguna. Ég hef eingöngu búið við nýjar/nýlegar raflagnir. Þar hefur sambandið milli greina í sömu töflu verið ágætt.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 21:05
af Moldvarpan
Það er 3fasa þarna

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 21:56
af Viktor
Borgaðu frekar rafvirkja þennan 16k til að leggja snúru á milli.

Efast um að það séu þrír fasar inn í íbúðina, ertu að tala um jörð?

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Sun 02. Jan 2022 22:29
af TheAdder
Það er mjög algengt í dag að það sé þriggja fasa í íbúðarhúsnæði, ekki að það sé þriggja fasa öryggi, heldur að öryggjunum sé skipt á milli fasana.

Ef að bæði öryggin sem um er að ræða eru á sama fasa, með 2, 5, 8 o.s.f.v. á milli þeirra, þá TP-Link græjan það jafn vel og á eins fasa kerfi.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Mán 03. Jan 2022 08:44
af Viktor
TheAdder skrifaði:Það er mjög algengt í dag að það sé þriggja fasa í íbúðarhúsnæði, ekki að það sé þriggja fasa öryggi, heldur að öryggjunum sé skipt á milli fasana.

Ef að bæði öryggin sem um er að ræða eru á sama fasa, með 2, 5, 8 o.s.f.v. á milli þeirra, þá TP-Link græjan það jafn vel og á eins fasa kerfi.


Ok, hef bara séð þrjá fasa sem koma inn í fjölbýlishús og svo fer bara einn inn í hverja íbúð. Er þetta algengt í smærri íbúðum? Hefði haldið að þetta væri aðallega í sérbýlum.

Re: Tengjast Technicolor TG789vac

Sent: Mán 03. Jan 2022 09:01
af TheAdder
Sallarólegur skrifaði:
TheAdder skrifaði:Það er mjög algengt í dag að það sé þriggja fasa í íbúðarhúsnæði, ekki að það sé þriggja fasa öryggi, heldur að öryggjunum sé skipt á milli fasana.

Ef að bæði öryggin sem um er að ræða eru á sama fasa, með 2, 5, 8 o.s.f.v. á milli þeirra, þá TP-Link græjan það jafn vel og á eins fasa kerfi.


Ok, hef bara séð þrjá fasa sem koma inn í fjölbýlishús og svo fer bara einn inn í hverja íbúð. Er þetta algengt í smærri íbúðum? Hefði haldið að þetta væri aðallega í sérbýlum.

Þetta hefur verið að aukast undanfarin ár, snýst að mestu um jöfnun á álagi milli fasa.