Síða 1 af 1

Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 08:55
af classi
Sælir.
Er að velta fyrir mér með þessi os
Með hvoru mælið þið með fyrir byrjendur?
Er með Windows tölvu með plex uppsett
Og blueiris nvr sem er frekar frekt á cpu
Hvort er notendavænna? og leyfa bæði hardware passtrough?
Er með nokkra diska sem eru í Stóragerði pool og hefði viljað hafa þá áfram svoleiðis.

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 09:09
af Predator
Getur ekki notað diska með efni á í Unraid. Unraid straujar alla diska setur þá upp fyrir kerfið þegar þeim er bætt við. Proxmox er auðvitað bara hypervisor svo þú þarft að keyra allt á VM/Containers.

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 10:53
af TheAdder
Þetta "Stóragerði pool", er það þá RAID pool?

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 11:16
af classi
Predator skrifaði:Getur ekki notað diska með efni á í Unraid. Unraid straujar alla diska setur þá upp fyrir kerfið þegar þeim er bætt við. Proxmox er auðvitað bara hypervisor svo þú þarft að keyra allt á VM/Containers.



Comment:

En ég get samt sem áður sett þá inn og unrad straujar þá fyrir rétt format og búið til pool í kerfinu

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 11:21
af classi
Æji autocorrect í símanum er að stríða mér
Það sem ég ætlaði að segja er Storage pool.

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 11:22
af classi
classi skrifaði:Sælir.
Er að velta fyrir mér með þessi os
Með hvoru mælið þið með fyrir byrjendur?
Er með Windows tölvu með plex uppsett
Og blueiris nvr sem er frekar frekt á cpu
Hvort er notendavænna? og leyfa bæði hardware passtrough?
Er með nokkra diska sem eru í Storage pool og hefði viljað hafa þá áfram svoleiðis.

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 11:22
af Predator
classi skrifaði:
Predator skrifaði:Getur ekki notað diska með efni á í Unraid. Unraid straujar alla diska setur þá upp fyrir kerfið þegar þeim er bætt við. Proxmox er auðvitað bara hypervisor svo þú þarft að keyra allt á VM/Containers.



Comment:

En ég get samt sem áður sett þá inn og unrad straujar þá fyrir rétt format og búið til pool í kerfinu

Já það er ekkert mál en ef þú ert að flytja pool sem er með gögnum á þá gæti þetta orðið tímafrekt eða ómögulegt án þess að kaupa þér fleiri diska.

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Fös 03. Des 2021 12:00
af TheAdder
EF svo skemmtilega vill til að þetta er zfs pool hjá þér, þá er mögulegt að importa það í t.d. TrueNAS.
Ef ekki, þá þarftu alltaf að færa gögnin á annað diskasafn á meðan þú setur upp það kerfi sem þú vilt nota.

Re: Unraid eða proxmox

Sent: Mið 08. Des 2021 22:39
af Televisionary
Proxmox er bara Debian í grunninn og þú getur keyrt hvað sem þú vilt beint á vélinni.

Ég er að nota Proxmox hérna og keyri ákveðna hluti beint á vélinni sjálfri. Nota MHDDFS einnig þarna undir.

Að nota NAS eða Hypervisor sem krefst þess að éta upp allt storage og "converta" því í pool. Er eitthvað sem mér finnst langt í frá að vera spennandi kostur.

[quote=" Proxmox er auðvitað bara hypervisor svo þú þarft að keyra allt á VM/Containers.[/quote]