kjartanbj skrifaði:Cascade skrifaði:Míla var til í að láta mig fá sfp ljós breytu
Þannig er er með ljósið beint í udmp, sem mér finnst alveg mjög kúl
GR vildu ekki leyfa mér það
Þannig ég fór til mílu
Hvað græðiru á því? þú ert ennþá á GPON
Örlítið lægra latency, og einum færri feilpunktar.
Hefðbundin ljósleiðaratenging til hefðbundins neytanda er svohljóðandi:
Ljósleiðari kemur inn í hús og fer í ljósrúllu,(sem oftast er kölluð húskassi).
Í húskassanum er slaka ljósleiðarans eytt (vafið upp á hann án þess að skemma ljósleiðarann vegna þess að það er bæði meira vesen, dýrara og oft ópraktískara að klippa á ljósleiðara til að stytta ef slakinn í húskassanum er á bilinu 30-120cm).
Út úr húskassanum kemur ljósleiðarinn, en þá er búið að setja TX & RX bita á endann. TX & RX bitarnir fara svo í mola sem fer í þartilgerða ljósbreytu sem kemur frá þeim sem láta þig fá ljósleiðarann (Ljósleiðarinn, Míla, Tengi, eða Snerpa sem dæmi).
Ljósbreytan er svo með 1-4 ethernet portum, en þá er komið að því að tengja ljósbreytuna við þann router sem netþjónustuaðilinn lét þig fá (Hringdu, Vodafone, Nova, Hringiðan, Snerpa eða Síminn).
Ljósleiðaratengingin sem Cascade getur fengið:
Ljósleiðari kemur inn í hús og fer í húskassa.
Úr húskassanum kemur ljósleiðarinn með TX & RX endum sem fara svo í SFP/SFP+ haus, man ekki hvað þeir molar kallast, en þeir leyfa ljósleiðaranum að tala við boxið sem ljósleiðarinn tengist í.
Nú, í stað þess að þurfa einusinni að hugsa út í router frá þeim þjónustuaðila sem Cascade langar að vera hjá, er hann líklegast Ofurnotandi (SuperUser), og býr því yfir hágæðabúnaði sem leyfir honum að tengja ljósleiðarann beint í sviss eða router sem honum hentar.
Það þýðir að hann getur allt eins verið með SFP/Ethernet hybrid router sem tekur beint á móti ljósleiðaranum, sem splittar svo straumnum á milli mismunandi ljósleiðaratengdra, sem og ethernet-tengdra tækja án þess að þurfa endilega að díla við aukalega tengitímann (latency-ið) sem ljósbreyta í kopar í router frá netþjónustuaðila veldur, sem og vesenið sem slíkur búnaður getur ollið.
tl;dr
Venjuleg ljósleiðaratenging:
Ljósleiðari > Húskassi > Ljósbreyta (1x sfp port inn, 1-4x ethernet port út) > Router netþjónustuaðila > Tölvan þín. Ping: 1-12ms eftir því hvar þú færð ljósleiðarann, og hvar þú ert á landinu.
Það sem Cascade fær:
Ljósleiðari > Húskassi > Ljósleiðari í ljósleiðarasviss/ljósleiðararouter > Engin þörf á router frá netþjónustuaðila > Tölvan hans Cascade. Ping: ~0-1ms miðað við að Cascade sé á höfuðborgarsvæðinu.